Vegleg sýning á verkum íslenskra stjarna í myndlistarheiminum Ólöf Skaftadóttir skrifar 16. maí 2014 10:00 Verk á sýningunni eftir Helga Þorgils. Í byrjun mánaðar opnaði Listasafn Íslands viðamikla sýningu á verkum íslenskra listamanna í Kunsthalle Recklinghausen í Þýskalandi. „Sýningin ber heitið Saga – Narrative Art og eru þar sýnd verk eftir marga af bestu og þekktustu listamönnum Íslands, svo sem Kjarval, Erró, Sigurð Guðmundsson, Ólaf Elíasson, Gabríelu Friðriksdóttur, Kristleif Björnsson, Ólöfu Nordal, Helga Þorgils Friðjónsson, Ragnar Kjartansson, Steingrím Eyfjörð, Björk Guðmundsdóttur, Huldu Hákon, Önnu Hallin, Þórð Ben Sveinsson, Hrafnkel Sigurðsson og Ósk Vilhjálmsdóttur,“ segir Halldór Björn Runólfsson, annar sýningarstjóra Saga – Narrative Art. Auk verka áðurnefndra listamanna verða á sýningunni verk eftir erlenda listamenn, sem unnin eru á Íslandi. „Þau verk byggja beinlínis á tengslum höfundanna við íslenska náttúru, frásagnarhefð og landslag,“ segir Halldór. Um er að ræða verk eftir bandarísku listakonuna Cindy Sherman, tékknesku listakonuna Magdalenu Jetelová og 19. aldar meistarann þýska Johann Heinrich Hasselhorst. „Eftir Hasselhorst liggur forláta verk af Þingvalladældinni frá miðri 19. öld; elsta varðveitta málverk af Þingvöllum,“ útskýrir Halldór og heldur áfram. „Verk Cindy Sherman sýna brunasandinn við Kirkjubæjarklaustur bak við listakonuna, íklædda upprunalegum hátíðarkjólum frá Coco Chanel. Magdalena Jetelová tekst hins vegar á við Þingvelli með leisigeislatækni, sem stuðlað hefur að kynningu á svæðinu langt út fyrir landamæri markaðsmiðaðra ferðakynninga.“ Sýningin hefur þegar verið vel sótt, en búist er við tugþúsundum gesta. „Þetta er einn veglegasti listviðburður í Ruhr-héraðinu vorið 2014,“ segir Halldór. Sýningin stendur yfir til 6. júlí. Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Í byrjun mánaðar opnaði Listasafn Íslands viðamikla sýningu á verkum íslenskra listamanna í Kunsthalle Recklinghausen í Þýskalandi. „Sýningin ber heitið Saga – Narrative Art og eru þar sýnd verk eftir marga af bestu og þekktustu listamönnum Íslands, svo sem Kjarval, Erró, Sigurð Guðmundsson, Ólaf Elíasson, Gabríelu Friðriksdóttur, Kristleif Björnsson, Ólöfu Nordal, Helga Þorgils Friðjónsson, Ragnar Kjartansson, Steingrím Eyfjörð, Björk Guðmundsdóttur, Huldu Hákon, Önnu Hallin, Þórð Ben Sveinsson, Hrafnkel Sigurðsson og Ósk Vilhjálmsdóttur,“ segir Halldór Björn Runólfsson, annar sýningarstjóra Saga – Narrative Art. Auk verka áðurnefndra listamanna verða á sýningunni verk eftir erlenda listamenn, sem unnin eru á Íslandi. „Þau verk byggja beinlínis á tengslum höfundanna við íslenska náttúru, frásagnarhefð og landslag,“ segir Halldór. Um er að ræða verk eftir bandarísku listakonuna Cindy Sherman, tékknesku listakonuna Magdalenu Jetelová og 19. aldar meistarann þýska Johann Heinrich Hasselhorst. „Eftir Hasselhorst liggur forláta verk af Þingvalladældinni frá miðri 19. öld; elsta varðveitta málverk af Þingvöllum,“ útskýrir Halldór og heldur áfram. „Verk Cindy Sherman sýna brunasandinn við Kirkjubæjarklaustur bak við listakonuna, íklædda upprunalegum hátíðarkjólum frá Coco Chanel. Magdalena Jetelová tekst hins vegar á við Þingvelli með leisigeislatækni, sem stuðlað hefur að kynningu á svæðinu langt út fyrir landamæri markaðsmiðaðra ferðakynninga.“ Sýningin hefur þegar verið vel sótt, en búist er við tugþúsundum gesta. „Þetta er einn veglegasti listviðburður í Ruhr-héraðinu vorið 2014,“ segir Halldór. Sýningin stendur yfir til 6. júlí.
Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira