Kvenlínan Berg á markað Marín Manda skrifar 16. maí 2014 11:30 Jóhannes Arnljóts Ottósson, gullsmiður og skartgripahönnuður. Jóhannes Arnljóts Ottósson, gullsmiður og skartgripahönnuður, með nýja línu hjá NOX. „Ég hanna frekar þunga skartgripi fyrir karlmennina. Ég reyni að gera karlmannshlutina stóra, mikla og sterklega en á móti kemur að kvenlínan, Berg, sem er að koma á markað, er fíngerð rétt eins og konan og það er hvergi sparað til efnið,“ segir Jóhannes Arnljóts Ottósson sem hannar undir skartgripamerkinu NOX. Nýja kvenlínan hans, Berg, samanstendur af hring, lokkum og hálsmenum en Jóhannes segist ekki einblína á heilsteypta línu hverju sinni.„Ég reyni að tengja skartið við einhverja ákveðna sögu. Ég er ekki að rembast við að vera með heila línu því það verður oft svo þvingað. Ég gef mér allan þann tíma sem til þarf að vinna að margs konar mismunandi pælingum og set ekkert frá mér nema að allt í kringum vöruna sé í 100 prósent lagi.“ Jóhannes lærði gullsmíði í Tekniske skolen í Kaupmannahöfn og bjó þar í heil níu ár. Þaðan fór hann til Flórens á Ítalíu að læra skartgripahönnun í Alcimia. „Þar vorum við að búa til villta skartgripi úr svínamögum og -þörmum og gúmmíi. Sá skóli víkkaði sjóndeildarhringinn virkilega og hjálpaði mér mikið að koma mér út úr þessu boxi.“ Íslensku landvættirnir heilluðu og hannaði hann karlmannshringa sem nefnast Vættir. Garry Kasparov fékk einn slíkan hring í gjöf frá Jóhannesi sem er mikill aðdáandi. Skartgripirnir eru til sölu í verslununum Epal, hjá Gilberti úrsmið, Rodio, Kraum og Iceland Around. Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Jóhannes Arnljóts Ottósson, gullsmiður og skartgripahönnuður, með nýja línu hjá NOX. „Ég hanna frekar þunga skartgripi fyrir karlmennina. Ég reyni að gera karlmannshlutina stóra, mikla og sterklega en á móti kemur að kvenlínan, Berg, sem er að koma á markað, er fíngerð rétt eins og konan og það er hvergi sparað til efnið,“ segir Jóhannes Arnljóts Ottósson sem hannar undir skartgripamerkinu NOX. Nýja kvenlínan hans, Berg, samanstendur af hring, lokkum og hálsmenum en Jóhannes segist ekki einblína á heilsteypta línu hverju sinni.„Ég reyni að tengja skartið við einhverja ákveðna sögu. Ég er ekki að rembast við að vera með heila línu því það verður oft svo þvingað. Ég gef mér allan þann tíma sem til þarf að vinna að margs konar mismunandi pælingum og set ekkert frá mér nema að allt í kringum vöruna sé í 100 prósent lagi.“ Jóhannes lærði gullsmíði í Tekniske skolen í Kaupmannahöfn og bjó þar í heil níu ár. Þaðan fór hann til Flórens á Ítalíu að læra skartgripahönnun í Alcimia. „Þar vorum við að búa til villta skartgripi úr svínamögum og -þörmum og gúmmíi. Sá skóli víkkaði sjóndeildarhringinn virkilega og hjálpaði mér mikið að koma mér út úr þessu boxi.“ Íslensku landvættirnir heilluðu og hannaði hann karlmannshringa sem nefnast Vættir. Garry Kasparov fékk einn slíkan hring í gjöf frá Jóhannesi sem er mikill aðdáandi. Skartgripirnir eru til sölu í verslununum Epal, hjá Gilberti úrsmið, Rodio, Kraum og Iceland Around.
Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira