Litrík Skvetta á vegginn hjá þér? Marín Manda skrifar 16. maí 2014 09:00 Haukur Már Hauksson hönnuður er ánægður að hafa komið hugmyndinni í framkvæmd Fréttablaðið/Daníel Haukur Már Hauksson hönnuður hannar fatahengi fyrir ungu kynslóðina og þau fást í fimm litum sem hann kallar vatn, mjólk, súkkulaði, jarðaberjasheik og slím. „Maður hefur verið svona eins og skúffuhönnuður en svo ákvað ég skella þessu í framkvæmd, settist niður og teiknaði og að lokum fæddist Skvetta. Mig vantaði hengi í forstofuna hjá mér sem þurfti að vera einfalt og færi ekki mikið fyrir,“ segir Haukur Már Hauksson, hönnuður og teiknistofustjóri á auglýsingastofunni Pipar TBWA. „Sem betur fannst konunni minni það líka skemmtilegt svo ég fékk að hengja þetta upp. Þetta er hugsað fyrir ungt fólk, krakka og þá sem eru ungir í anda,“ segir hann og hlær. Hönnun er stór partur af lífi Hauks Más en hann var í stjórn Hönnunarmiðstöðvarinnar þangað til í fyrrasumar og situr nú í stjórn Hönnunarsjóðs. „Það er synd hve lítill peningur er settur í hönnun, þetta eru algjörir smáaurar. Það þarf ekkert svo mikið í stóra samhenginu en það er einhver kraftur sem drífur íslenska hönnuði áfram sem gefast ekki upp. Kannski er það einhver partur af íslenskri menningu að bíta eitthvað í sig og hætta ekki fyrr en takmarkinu er náð.“ Hengið er til sölu í Kraumi, Epal og Ólátagarði og fæst í fimm litum: vatn, mjólk, súkkulaði, jarðarberjasjeik og slím.Græni liturinn kallast Slím. Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Haukur Már Hauksson hönnuður hannar fatahengi fyrir ungu kynslóðina og þau fást í fimm litum sem hann kallar vatn, mjólk, súkkulaði, jarðaberjasheik og slím. „Maður hefur verið svona eins og skúffuhönnuður en svo ákvað ég skella þessu í framkvæmd, settist niður og teiknaði og að lokum fæddist Skvetta. Mig vantaði hengi í forstofuna hjá mér sem þurfti að vera einfalt og færi ekki mikið fyrir,“ segir Haukur Már Hauksson, hönnuður og teiknistofustjóri á auglýsingastofunni Pipar TBWA. „Sem betur fannst konunni minni það líka skemmtilegt svo ég fékk að hengja þetta upp. Þetta er hugsað fyrir ungt fólk, krakka og þá sem eru ungir í anda,“ segir hann og hlær. Hönnun er stór partur af lífi Hauks Más en hann var í stjórn Hönnunarmiðstöðvarinnar þangað til í fyrrasumar og situr nú í stjórn Hönnunarsjóðs. „Það er synd hve lítill peningur er settur í hönnun, þetta eru algjörir smáaurar. Það þarf ekkert svo mikið í stóra samhenginu en það er einhver kraftur sem drífur íslenska hönnuði áfram sem gefast ekki upp. Kannski er það einhver partur af íslenskri menningu að bíta eitthvað í sig og hætta ekki fyrr en takmarkinu er náð.“ Hengið er til sölu í Kraumi, Epal og Ólátagarði og fæst í fimm litum: vatn, mjólk, súkkulaði, jarðarberjasjeik og slím.Græni liturinn kallast Slím.
Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira