"Við ætlum ekki að skella bara í lás“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. maí 2014 12:00 Ragnheiður Skúladóttir Fréttablaðið/Valli „Við ætlum ekki að skella bara í lás,“ segir Ragnheiður Skúladóttir, leikhússtjóri Leikfélagsins á Akureyri, en félagið glímir við fjárhagsvanda og sagði upp öllu starfsfólki á dögunum. „Við ætlum að setja upp sýningu eftir áramót og verðum hugsanlega í samstarfi eða með gestasýningar í haust. Það má ekki gleyma því að það kostar sitt að loka heilu leikhúsi. Það viðheldur sér ekki sjálft,“ útskýrir Ragnheiður og bætir við að leiklistarskólinn sem starfræktur er í húsinu sé einstakur því hann sé tengdur atvinnuleikhúsi. „Við viljum hafa eitthvað í gangi, en það verður með minna móti en verið hefur.“ Orðrómur um að sameina eigi rekstur leikfélagsins, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Menningarfélagsins Hofs hefur verið á kreiki. „Það hafa verið viðræður í gangi um sameiningu. Það er alveg ljóst að Leikfélagið hefur verið að búa til sýningar fyrir hartnær sömu krónutölu og árið 2007. Það gengur ekki upp, það segir sig sjálft. Leikfélagið hefur á síðustu árum verið að greiða upp gamlan skuldahala og í lok þessa leikárs eru eftir tíu milljónir af þeirri skuld við bæinn. Ef þessar eftirstöðvar yrðu felldar niður þá gætum við verið með öfluga starfsemi í haust eins og undanfarin ár.“ Ragnheiður hyggst berjast fyrir auknum fjárframlögum. „Þetta er eins og með önnur fyrirtæki, þegar harðnar á dalnum þá dregur maður saman seglin og gefur svo í þegar búið er að endurskipuleggja.“ Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Við ætlum ekki að skella bara í lás,“ segir Ragnheiður Skúladóttir, leikhússtjóri Leikfélagsins á Akureyri, en félagið glímir við fjárhagsvanda og sagði upp öllu starfsfólki á dögunum. „Við ætlum að setja upp sýningu eftir áramót og verðum hugsanlega í samstarfi eða með gestasýningar í haust. Það má ekki gleyma því að það kostar sitt að loka heilu leikhúsi. Það viðheldur sér ekki sjálft,“ útskýrir Ragnheiður og bætir við að leiklistarskólinn sem starfræktur er í húsinu sé einstakur því hann sé tengdur atvinnuleikhúsi. „Við viljum hafa eitthvað í gangi, en það verður með minna móti en verið hefur.“ Orðrómur um að sameina eigi rekstur leikfélagsins, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Menningarfélagsins Hofs hefur verið á kreiki. „Það hafa verið viðræður í gangi um sameiningu. Það er alveg ljóst að Leikfélagið hefur verið að búa til sýningar fyrir hartnær sömu krónutölu og árið 2007. Það gengur ekki upp, það segir sig sjálft. Leikfélagið hefur á síðustu árum verið að greiða upp gamlan skuldahala og í lok þessa leikárs eru eftir tíu milljónir af þeirri skuld við bæinn. Ef þessar eftirstöðvar yrðu felldar niður þá gætum við verið með öfluga starfsemi í haust eins og undanfarin ár.“ Ragnheiður hyggst berjast fyrir auknum fjárframlögum. „Þetta er eins og með önnur fyrirtæki, þegar harðnar á dalnum þá dregur maður saman seglin og gefur svo í þegar búið er að endurskipuleggja.“
Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira