Maður vill vera að bæta sig Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júní 2014 00:01 Birgir Leifur „Það er alltaf gaman að vinna. Maður gerir það alltof sjaldan,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í golfi, léttur í bragði við Fréttablaðið í gær eftir að hann bar sigur úr býtum á Símamótinu á Hamarsvelli í Borgarnesi, þriðja móti ársins á Eimskipsmótaröðinni. Birgir hefur verið að keppa erlendis í sumar á úrtökumótum og mætti því ekki á fyrstu tvö mótin á mótaröðinni. Hann vann svo það fyrsta sem hann spilaði á í gær. „Það er bara gaman að koma og sýna þessum ungu strákum að maður kann þetta ennþá,“ sagði hann og hló við. Birgir Leifur fékk tvöfaldan skolla á lokaholunni en það sakaði ekki því Kristján Þór Einarsson úr GKJ, sem var efstur eftir fyrstu tvo dagana, gerði enn verr og spilaði holuna á fjórum yfir pari. „Við fórum báðir í smá ævintýraleiðangur. Við slógum í vatn og á meðan ég lagði upp í högginu eftir vítið týndi hann boltanum. Hann gerði mér þetta því aðeins auðveldara þarna undir lokin,“ sagði Birgir Leifur sem var að spila Hamarsvöll í Borgarnesi í fyrsta skipti og var mjög ánægður með hann. „Hann kom mér skemmtilega á óvart. Maður þarf að vera nákvæmur þó hann sé stuttur en það er eitthvað sem við þurfum að alast upp við hérna á Íslandi. Flatirnar eru litlar og með miklum halla. Hann er krefjandi og virkilega skemmtilegur,“ sagði Birgir Leifur. Sjálfur er hann nokkuð ánægður með leik sinn. „Það var margt gott í gangi en ýmislegt sem þarf að laga. Það er líka gott. Maður vill vera að bæta sig,“ sagði Birgir. Golf Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Það er alltaf gaman að vinna. Maður gerir það alltof sjaldan,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í golfi, léttur í bragði við Fréttablaðið í gær eftir að hann bar sigur úr býtum á Símamótinu á Hamarsvelli í Borgarnesi, þriðja móti ársins á Eimskipsmótaröðinni. Birgir hefur verið að keppa erlendis í sumar á úrtökumótum og mætti því ekki á fyrstu tvö mótin á mótaröðinni. Hann vann svo það fyrsta sem hann spilaði á í gær. „Það er bara gaman að koma og sýna þessum ungu strákum að maður kann þetta ennþá,“ sagði hann og hló við. Birgir Leifur fékk tvöfaldan skolla á lokaholunni en það sakaði ekki því Kristján Þór Einarsson úr GKJ, sem var efstur eftir fyrstu tvo dagana, gerði enn verr og spilaði holuna á fjórum yfir pari. „Við fórum báðir í smá ævintýraleiðangur. Við slógum í vatn og á meðan ég lagði upp í högginu eftir vítið týndi hann boltanum. Hann gerði mér þetta því aðeins auðveldara þarna undir lokin,“ sagði Birgir Leifur sem var að spila Hamarsvöll í Borgarnesi í fyrsta skipti og var mjög ánægður með hann. „Hann kom mér skemmtilega á óvart. Maður þarf að vera nákvæmur þó hann sé stuttur en það er eitthvað sem við þurfum að alast upp við hérna á Íslandi. Flatirnar eru litlar og með miklum halla. Hann er krefjandi og virkilega skemmtilegur,“ sagði Birgir Leifur. Sjálfur er hann nokkuð ánægður með leik sinn. „Það var margt gott í gangi en ýmislegt sem þarf að laga. Það er líka gott. Maður vill vera að bæta sig,“ sagði Birgir.
Golf Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira