Ekki viss um hver sé mín sterkasta grein Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. júní 2014 06:30 Jóhann Björn hefur tekið miklum framförum á hlaupabrautinni í vor og stefnir í spennandi tímabil hjá honum í sumar. fréttablaðið/pjetur Jóhann Björn Sigurbjörnsson, nítján ára Sauðkrækingur, bætti nýverið tvö aldursflokkamet í 200 m hlaupi karla er hann hljóp vegalengdina á 21,36 sekúndum. Um leið náði hann lágmarkinu fyrir HM ungmenna sem fram fer í Oregon í Bandaríkjunum í sumar en þessi frábæri árangur kom honum sjálfum meira að segja á óvart. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist,“ sagði Jóhann Björn í samtali við Fréttablaðið en metið bætti hann á frjálsíþróttavellinum á Sauðárkróki á sunnudag. „Ég var á heimavelli og því vanur að hlaupa á brautinni. Það var nýbúið að rigna og veðrið varð allt í einu mjög gott. Maður heyrði í fuglunum og ég hitti bara á eitthvert gott augnablik.“ Hann hafði aldrei farið undir 22 sekúndur áður og því átti hann ekki endilega von á að ná lágmarkinu fyrir HM, sem er 21,50 sekúndur. „Það var örugglega besta tilfinningin að ná því. Það var í raun alveg svakalegt,“ sagði hann í léttum dúr.Bætti 26 ára gamalt met Aðeins nokkrum dögum áður sló Jóhann Björn 26 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í 100 m hlaupi í flokki 18-19 ára. Þá hljóp hann á 10,71 sekúndu en til að ná lágmarkinu fyrir HM í Eugene þarf hann að hlaupa á 10,55 sekúndum og bæta met Jóns Arnars í fullorðinsflokki um einn hundraðshluta úr sekúndu. „Ég verð bara að sjá til hvernig næsta hlaup gengur hjá mér og sjá svo til. Fyrir fram reiknaði ég ekki með að ná þessu en ef ég næ góðu hlaupi er aldrei að vita,“ segir hann af mikilli hógværð. Jóhann Björn hélt í gær til Georgíu þar sem hann keppir í 100 m hlaupi fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni landsliða. Eftir það heldur hann til Gautaborgar í Svíþjóð þar sem hann tekur þátt í alþjóðlegu móti í öllum sínum greinum – 100 m, 200 m og 400 m hlaupum. En hver skyldi vera hans sterkasta grein? „Ég og þjálfarinn minn vorum alltaf að hugsa um HM-lágmarkið í 400 m hlaupi og við erum því ekki alveg vissir um hver mín sterkasta grein sé. Þjálfarinn minn segir að ég geti hlaupið allt mjög vel og því ætla ég að reyna að gera eins vel og ég mögulega get í öllum greinum,“ segir hann en hann er enn talsvert frá lágmarkinu í 400 m hlaupinu. „Ég held að ég þurfi ekki annað en að ná einu góðu hlaupi sem ég geri vonandi í Gautaborg.“Samkeppnin af hinu góða Akureyringurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson er jafnaldri Jóhanns Björns og keppinautur í styttri vegalengdunum. Jóhann Björn segir þá hins vegar góða vini. „Það hefur verið mikil samvinna á milli okkar og við erum mjög góðir vinir. Samkeppnin er þar að auki nauðsynleg og verða litlar framfarir án hennar. Við njótum því góðs af þessu báðir.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Fleiri fréttir Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Leik lokið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Keflavík - ÍA | Nýr leikmaður frumsýndur gegn Kanalausum Skagamönnum ÍR - Grindavík | Toppliðið með fullt hús fyrir heimsókn í Breiðholtið KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland | Ungu strákarnir okkar vilja tengja saman sigra Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Sjá meira
Jóhann Björn Sigurbjörnsson, nítján ára Sauðkrækingur, bætti nýverið tvö aldursflokkamet í 200 m hlaupi karla er hann hljóp vegalengdina á 21,36 sekúndum. Um leið náði hann lágmarkinu fyrir HM ungmenna sem fram fer í Oregon í Bandaríkjunum í sumar en þessi frábæri árangur kom honum sjálfum meira að segja á óvart. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist,“ sagði Jóhann Björn í samtali við Fréttablaðið en metið bætti hann á frjálsíþróttavellinum á Sauðárkróki á sunnudag. „Ég var á heimavelli og því vanur að hlaupa á brautinni. Það var nýbúið að rigna og veðrið varð allt í einu mjög gott. Maður heyrði í fuglunum og ég hitti bara á eitthvert gott augnablik.“ Hann hafði aldrei farið undir 22 sekúndur áður og því átti hann ekki endilega von á að ná lágmarkinu fyrir HM, sem er 21,50 sekúndur. „Það var örugglega besta tilfinningin að ná því. Það var í raun alveg svakalegt,“ sagði hann í léttum dúr.Bætti 26 ára gamalt met Aðeins nokkrum dögum áður sló Jóhann Björn 26 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í 100 m hlaupi í flokki 18-19 ára. Þá hljóp hann á 10,71 sekúndu en til að ná lágmarkinu fyrir HM í Eugene þarf hann að hlaupa á 10,55 sekúndum og bæta met Jóns Arnars í fullorðinsflokki um einn hundraðshluta úr sekúndu. „Ég verð bara að sjá til hvernig næsta hlaup gengur hjá mér og sjá svo til. Fyrir fram reiknaði ég ekki með að ná þessu en ef ég næ góðu hlaupi er aldrei að vita,“ segir hann af mikilli hógværð. Jóhann Björn hélt í gær til Georgíu þar sem hann keppir í 100 m hlaupi fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni landsliða. Eftir það heldur hann til Gautaborgar í Svíþjóð þar sem hann tekur þátt í alþjóðlegu móti í öllum sínum greinum – 100 m, 200 m og 400 m hlaupum. En hver skyldi vera hans sterkasta grein? „Ég og þjálfarinn minn vorum alltaf að hugsa um HM-lágmarkið í 400 m hlaupi og við erum því ekki alveg vissir um hver mín sterkasta grein sé. Þjálfarinn minn segir að ég geti hlaupið allt mjög vel og því ætla ég að reyna að gera eins vel og ég mögulega get í öllum greinum,“ segir hann en hann er enn talsvert frá lágmarkinu í 400 m hlaupinu. „Ég held að ég þurfi ekki annað en að ná einu góðu hlaupi sem ég geri vonandi í Gautaborg.“Samkeppnin af hinu góða Akureyringurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson er jafnaldri Jóhanns Björns og keppinautur í styttri vegalengdunum. Jóhann Björn segir þá hins vegar góða vini. „Það hefur verið mikil samvinna á milli okkar og við erum mjög góðir vinir. Samkeppnin er þar að auki nauðsynleg og verða litlar framfarir án hennar. Við njótum því góðs af þessu báðir.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Fleiri fréttir Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Leik lokið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Keflavík - ÍA | Nýr leikmaður frumsýndur gegn Kanalausum Skagamönnum ÍR - Grindavík | Toppliðið með fullt hús fyrir heimsókn í Breiðholtið KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland | Ungu strákarnir okkar vilja tengja saman sigra Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Sjá meira