„Líklegast er ég massaðasti melódíkuleikari í heimi“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. júní 2014 08:30 Mímir stefnir langt í fitnessheiminum. „Ég syng fyrst og fremst og spila líka á píanó og melódíku. Líklegast er ég massaðasti melódíkuleikari í heimi,“ segir Mímir Nordquist í hljómsveitinni Lily Of The Valley glaður í bragði. Hljómsveitin var stofnuð fyrir Airwaves-tónlistarhátíðina í fyrra og var að senda frá sér sitt fyrsta lag, I'll Be Waiting. Mímir er ekki bara lunkinn í tónlistinni heldur hefur hann átt góðu gengi að fagna í fitness-heiminum. „Ég keppti fyrst í fitness árið 2010. Ég var reyndar plataður út í það til að byrja með en er mjög feginn því. Þetta er frábær reynsla út í eitt. Ég er fjórfaldur Íslandsmeistari í fitness og fitness-maður ársins 2013. Ég er mjög hamingjusamur með það,“ segir Mímir. Hann segist þó lítið vera í því að sýna stæltan kroppinn á tónleikum. „Nei, ekki alveg. Ég spái eiginlega ekki í því þegar ég er að spila. En Tinna og Logi eru alltaf að reyna að rífa mig úr samt,“ segir Mímir hlæjandi en Tinna Katrín Jónsdóttir skipar tríóið Lily Of The Valley með þeim Mími og Loga Jósafatssyni. Aðspurður hvort hann fái ekki mikla athygli á tónleikum segir hann það vera. „Jú, sem betur fer, ég er svo athyglissjúkur,“ segir Logi. En er hann á lausu? „Já, ég er þvílíkt á lausu.“ Lily OF The Valley skipa þau Mímir, Tinna og Logi.Mynd/úr einkasafni Mímir byrjaði í tónlist árið 2010 en segir mikla alvöru hafa færst í tónsmíðarnar þegar hann stofnaði Lily Of The Valley ásamt Loga. Stefnan er sett á að gefa út meira efni sem fyrst. „Draumurinn er að halda áfram að njóta þess að búa til tónlist og ferðast með þessu frábæra fólki sem er með mér í hljómsveit. Ég er að gera það sem ég elska.“ Hann stefnir líka langt í fitness-heiminum. „Það eru alls konar möguleikar sem mér bjóðast í fitness-heiminum. Ég get allavega ekki hætt fyrr en ég er orðinn heimsmeistari. Keppnisskapið, þú skilur,“ segir Mímir en oft reynist erfitt að samtvinna þessa tvo heima. „Það er allt í lagi dags daglega en rétt fyrir mót getur verið erfitt að sinna hvoru tveggja hundrað prósent.“ Lily Of The Valley spilar á Café Flóru í Grasagarðinum í kvöld og lofar Mímir góðu stuði. „Ég hvet fólk til að hlusta á nýja lagið okkar, koma og sjá okkur á tónleikum og elska hvert annað.“ Airwaves Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
„Ég syng fyrst og fremst og spila líka á píanó og melódíku. Líklegast er ég massaðasti melódíkuleikari í heimi,“ segir Mímir Nordquist í hljómsveitinni Lily Of The Valley glaður í bragði. Hljómsveitin var stofnuð fyrir Airwaves-tónlistarhátíðina í fyrra og var að senda frá sér sitt fyrsta lag, I'll Be Waiting. Mímir er ekki bara lunkinn í tónlistinni heldur hefur hann átt góðu gengi að fagna í fitness-heiminum. „Ég keppti fyrst í fitness árið 2010. Ég var reyndar plataður út í það til að byrja með en er mjög feginn því. Þetta er frábær reynsla út í eitt. Ég er fjórfaldur Íslandsmeistari í fitness og fitness-maður ársins 2013. Ég er mjög hamingjusamur með það,“ segir Mímir. Hann segist þó lítið vera í því að sýna stæltan kroppinn á tónleikum. „Nei, ekki alveg. Ég spái eiginlega ekki í því þegar ég er að spila. En Tinna og Logi eru alltaf að reyna að rífa mig úr samt,“ segir Mímir hlæjandi en Tinna Katrín Jónsdóttir skipar tríóið Lily Of The Valley með þeim Mími og Loga Jósafatssyni. Aðspurður hvort hann fái ekki mikla athygli á tónleikum segir hann það vera. „Jú, sem betur fer, ég er svo athyglissjúkur,“ segir Logi. En er hann á lausu? „Já, ég er þvílíkt á lausu.“ Lily OF The Valley skipa þau Mímir, Tinna og Logi.Mynd/úr einkasafni Mímir byrjaði í tónlist árið 2010 en segir mikla alvöru hafa færst í tónsmíðarnar þegar hann stofnaði Lily Of The Valley ásamt Loga. Stefnan er sett á að gefa út meira efni sem fyrst. „Draumurinn er að halda áfram að njóta þess að búa til tónlist og ferðast með þessu frábæra fólki sem er með mér í hljómsveit. Ég er að gera það sem ég elska.“ Hann stefnir líka langt í fitness-heiminum. „Það eru alls konar möguleikar sem mér bjóðast í fitness-heiminum. Ég get allavega ekki hætt fyrr en ég er orðinn heimsmeistari. Keppnisskapið, þú skilur,“ segir Mímir en oft reynist erfitt að samtvinna þessa tvo heima. „Það er allt í lagi dags daglega en rétt fyrir mót getur verið erfitt að sinna hvoru tveggja hundrað prósent.“ Lily Of The Valley spilar á Café Flóru í Grasagarðinum í kvöld og lofar Mímir góðu stuði. „Ég hvet fólk til að hlusta á nýja lagið okkar, koma og sjá okkur á tónleikum og elska hvert annað.“
Airwaves Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira