Heillaðist af séríslenskri fornri menningu og hjátrú Marín Manda skrifar 25. júní 2014 10:30 Alda Sigmundsdóttir „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þjóðarsál mismunandi landa og leikið mér að því að sálgreina hin ýmsu samfélög. Þótt hafði ég aldrei sérstakan áhuga á Íslandi til forna fyrr en ég hóf að læra þjóðfræði við Háskóla Íslands og sat þar áfanga með hinu skemmtilega nafni Lúsakambar, hlandkoppar og kynlíf,“ segir Alda Sigmundsdóttir, rithöfundur bókarinnar The Little Book of the Icelanders in the Old Days sem er nýútkomin. „Ég heillaðist gjörsamlega af lífi landa minna á öldum áður og fylltist jafnframt aðdáun á því hvernig þeim tókst að glíma við margvíslega erfiðleika og takast á við svo ótal margt sem er fjarri okkur í dag. Þessir þjóðhættir eiga enn mikið erindi við okkur í dag, enda hafa margir þeirra lagt grunnurinn að okkar séríslensku menningu.“ Fyrsta bók Öldu, The Little Book of the Icelanders, fjallaði á léttan og skemmtilegan hátt um þjóðarsál og þjóðareinkenni Íslendinga. Bókin naut gífurlegra vinsælda og seldist í tugþúsundum eintaka frá árinu 2012. En hvers vegna fór út hún í skriftir á ensku? „Þetta byrjaði allt saman út frá bloggsíðu sem ég var að halda úti sem var orðin ansi vinsæl. Bloggið fjallaði um málefni Íslands á ensku en ég upplifði mikinn áhuga á Íslendingum erlendis frá. Fólk vildi helst fá að vita hvað áhrif hrunið hafði á venjulegt fólk,“ segir Alda sem er vön að skrifa á ensku. Hún ólst upp í Kanada með ensku sem fyrsta mál.Alda Sigmundsdóttir segir bókina vera á léttu nótunum og skemmtilega lesningu fyrir alla.The Little Book of the Icelanders in the Old Days er byggð á heimildum og fjallar um Íslendinga í bændasamfélaginu til forna en bókin er skrifuð í léttum stíl. „Þetta er ekki fræðibók og ég hef reynt að draga fram það fyndna og skrítna í fari landans til forna, en þó með mikilli hlýju og virðingu fyrir þrautseigju fólks og dugnaði við að lifa af í skugga kúgunar, fátæktar, sorgar og annarra erfiðleika.“ Alda segir bókina auðlesanlega fyrir Íslendinga þrátt fyrir að hún sé á ensku og sé ætluð ferðamönnum og öðrum Íslandsvinum. Teikningar í bókinni eru eftir Megan Herbert en Erlingur Páll Ingvarsson sá um útlit og hönnun. Bókin fæst í öllum helstu bókaverslunum landsins. Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þjóðarsál mismunandi landa og leikið mér að því að sálgreina hin ýmsu samfélög. Þótt hafði ég aldrei sérstakan áhuga á Íslandi til forna fyrr en ég hóf að læra þjóðfræði við Háskóla Íslands og sat þar áfanga með hinu skemmtilega nafni Lúsakambar, hlandkoppar og kynlíf,“ segir Alda Sigmundsdóttir, rithöfundur bókarinnar The Little Book of the Icelanders in the Old Days sem er nýútkomin. „Ég heillaðist gjörsamlega af lífi landa minna á öldum áður og fylltist jafnframt aðdáun á því hvernig þeim tókst að glíma við margvíslega erfiðleika og takast á við svo ótal margt sem er fjarri okkur í dag. Þessir þjóðhættir eiga enn mikið erindi við okkur í dag, enda hafa margir þeirra lagt grunnurinn að okkar séríslensku menningu.“ Fyrsta bók Öldu, The Little Book of the Icelanders, fjallaði á léttan og skemmtilegan hátt um þjóðarsál og þjóðareinkenni Íslendinga. Bókin naut gífurlegra vinsælda og seldist í tugþúsundum eintaka frá árinu 2012. En hvers vegna fór út hún í skriftir á ensku? „Þetta byrjaði allt saman út frá bloggsíðu sem ég var að halda úti sem var orðin ansi vinsæl. Bloggið fjallaði um málefni Íslands á ensku en ég upplifði mikinn áhuga á Íslendingum erlendis frá. Fólk vildi helst fá að vita hvað áhrif hrunið hafði á venjulegt fólk,“ segir Alda sem er vön að skrifa á ensku. Hún ólst upp í Kanada með ensku sem fyrsta mál.Alda Sigmundsdóttir segir bókina vera á léttu nótunum og skemmtilega lesningu fyrir alla.The Little Book of the Icelanders in the Old Days er byggð á heimildum og fjallar um Íslendinga í bændasamfélaginu til forna en bókin er skrifuð í léttum stíl. „Þetta er ekki fræðibók og ég hef reynt að draga fram það fyndna og skrítna í fari landans til forna, en þó með mikilli hlýju og virðingu fyrir þrautseigju fólks og dugnaði við að lifa af í skugga kúgunar, fátæktar, sorgar og annarra erfiðleika.“ Alda segir bókina auðlesanlega fyrir Íslendinga þrátt fyrir að hún sé á ensku og sé ætluð ferðamönnum og öðrum Íslandsvinum. Teikningar í bókinni eru eftir Megan Herbert en Erlingur Páll Ingvarsson sá um útlit og hönnun. Bókin fæst í öllum helstu bókaverslunum landsins.
Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp