Gefur út nýjan smell á afmælisdaginn Kristjana Arnarsdóttir skrifar 1. júlí 2014 10:00 Unni Eggertsdóttur er margt til lista lagt. Er hún til að mynda hörkudansari en nýja lagið heitir einmitt Dansa til að gleyma þér. Fréttablaðið/Valli „Í fyrsta skipti sem ég heyrði lagið féll ég algjörlega fyrir því,“ segir söng- og dagskrárgerðarkonan Unnur Eggertsdóttir sem á föstudaginn gefur út glænýtt lag. Lagið ber heitið Dansa til að gleyma þér og er pródúserað af þeim Ólafi Arnalds og Janusi Rasmussen, sem saman mynda elektródúóið Kiasmos, og Friðriki Dór. „Óli vinur minn hringdi í mig og sagði að þeir hefðu verið uppi í stúdíói og óvart samið algjört popplag sem þeim fannst henta mér vel,“ segir Unnur en bætir við að lagið hafi verið þó nokkurn tíma í fæðingu. Nú sé lagið hins vegar tilbúið og fer það í spilun á föstudaginn, á sjálfan afmælisdag söngkonunnar. „Það verður mjög gaman að fá þetta í spilun á 22 ára afmælisdaginn. Svo drösla ég vinkonum mínum í bæinn á föstudagskvöldið og valsa á milli skemmtistaða með lagið á USB-kubb og heimta óskalag,“ segir hún og hlær. Unnur hefur í nægu að snúast í sumar en hún starfar sem dagskrárgerðarkona á sjónvarpsstöðinni Bravó ásamt því að skemmta sem Solla stirða líkt og hún hefur gert undanfarin ár. „Ég held ég sé búin að skemmta um 400 sinnum í Sollubúningnum og þetta er alltaf jafn mikil snilld.“ Þjóðleikhúsið vinnur nú að uppfærslu Latabæjar og verður sýningin frumsýnd í haust. Þar verður það hin 16 ára Melkorka Davíðsdóttir Pitt sem fer með hlutverk Sollu stirðu. „Ég held að hún sé alveg með það sem til þarf. Það er í raun mjög skemmtileg tilviljun að við Melkorka höfum búið hlið við hlið í mörg ár svo það er svolítið eins og Solla sé ættuð úr Skerjafirðinum.“ Tónlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Í fyrsta skipti sem ég heyrði lagið féll ég algjörlega fyrir því,“ segir söng- og dagskrárgerðarkonan Unnur Eggertsdóttir sem á föstudaginn gefur út glænýtt lag. Lagið ber heitið Dansa til að gleyma þér og er pródúserað af þeim Ólafi Arnalds og Janusi Rasmussen, sem saman mynda elektródúóið Kiasmos, og Friðriki Dór. „Óli vinur minn hringdi í mig og sagði að þeir hefðu verið uppi í stúdíói og óvart samið algjört popplag sem þeim fannst henta mér vel,“ segir Unnur en bætir við að lagið hafi verið þó nokkurn tíma í fæðingu. Nú sé lagið hins vegar tilbúið og fer það í spilun á föstudaginn, á sjálfan afmælisdag söngkonunnar. „Það verður mjög gaman að fá þetta í spilun á 22 ára afmælisdaginn. Svo drösla ég vinkonum mínum í bæinn á föstudagskvöldið og valsa á milli skemmtistaða með lagið á USB-kubb og heimta óskalag,“ segir hún og hlær. Unnur hefur í nægu að snúast í sumar en hún starfar sem dagskrárgerðarkona á sjónvarpsstöðinni Bravó ásamt því að skemmta sem Solla stirða líkt og hún hefur gert undanfarin ár. „Ég held ég sé búin að skemmta um 400 sinnum í Sollubúningnum og þetta er alltaf jafn mikil snilld.“ Þjóðleikhúsið vinnur nú að uppfærslu Latabæjar og verður sýningin frumsýnd í haust. Þar verður það hin 16 ára Melkorka Davíðsdóttir Pitt sem fer með hlutverk Sollu stirðu. „Ég held að hún sé alveg með það sem til þarf. Það er í raun mjög skemmtileg tilviljun að við Melkorka höfum búið hlið við hlið í mörg ár svo það er svolítið eins og Solla sé ættuð úr Skerjafirðinum.“
Tónlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira