Stendur á bak við rísandi rappstjörnu Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. júlí 2014 09:00 Upptökustjórinn Benedikt Steinar Benediktsson, eða Benni Ben býr í New York. Vísir/Daníel Hinn fimmtán ára gamli rappari Chris Miles er bandarískur og hefur vakið mikla athygli fyrir hæfileika sína, enda skrifaði hann nýverið undir stærðarinnar útgáfusamning við eitt stærsta útgáfufyrirtæki í heimi, Warner/Chappell. Það er þó ekki frásögufærandi nema að á bak við þennan hæfileikapilt er íslenskur maður að nafni Benedikt Steinar Benediktsson, betur þekktur sem Benni Ben. „Ég ásamt þremur bandarískum félögum mínum er með fyrirtækið T3 Music Group og við uppgötvuðum Miles árið 2012 og gerðum samning við hann. Það má alveg segja að hann sér nokkurs konar Justin Bieber rappsins því hann semur tónlist eins og enginn annar,“ segir Benni Ben spurður út í upphaf samstarfsins. Benni fór í nám til Flórída árið 2009 í upptökufræðum og kynntist þar félögum sínum sem stofnuðu svo með honum fyrirtækið T3 Music Group. „Við vissum strax að þarna væri virkilega hæfileikaríkur piltur á ferðinni og eftir stuttan tíma fóru stærri fyrirtæki að sýna honum áhuga og varð svo stærðarinnar samningur að veruleika núna í maí,“ bætir Benni við. Hann starfar nú sem upptökustjóri Miles, ásamt öðrum bandarískum félaga sínum en hinir tveir starfa sem umboðsmenn rapparans unga. „Við í T3 Music Group skiptum þessu á milli okkar.“Chris Miles er rísandi rappstjarna.Mynd/EinkasafnBenni hefur þó einnig fengið félaga sína í upptöku- og pródúserateyminu Redd Lights til þess að vinna með Miles. „Þeir eru með þeim stærstu og bestu heima og ég vildi fá þá út, því þeir eru það góðir að þeir eiga að vera úti,“ segir Benni. Piltarnir í Redd Lights dvöldu þó úti í New York í vetur, þar sem Benni býr, og unnu með Miles. „Þeir voru úti hjá mér í vetur og unnu mikið með Chris. Við erum að gera mörg góð lög með honum.“ Redd Light hafa einmitt einnig gert samning við T3 Music Group. Í dag vinnur Benni ásamt félögum sínum í T3 Music Group, Redd Lights og fleiri erlendum pródúserum að fyrstu plötu Chris Miles. „Við stefnum á að gefa plötuna út í vetur, líklega fyrir jól. Við höfum fengið frábær viðbrögð og hlakka ég til að sjá hvernig þetta fer.“Hver er Chris Miles? Hann var kynntur til sögunnar á heimsvísu í síðustu viku og er strax orðinn mjög vinsæll. Hann er fimmtán ára gamall og er frá Long Island í New York. Hann hefur gert samning Warner/Chappell Music sem er hluti af Warner Music Group og er eitt stærsta útgáfufyrirtæki í heiminum. Hann er rosalega vinsæll á Twitter með tæpa fimmtán þúsund fylgjendur og með yfir 40.000 þúsund áskrifendur á Youtube. Honum er líkt við Eminem og fer í viðtal í næstu viku á útvarpsstöðinni Shade 45, sem er einmitt í eigu Eminem. Justin Bieber á Íslandi Tónlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hinn fimmtán ára gamli rappari Chris Miles er bandarískur og hefur vakið mikla athygli fyrir hæfileika sína, enda skrifaði hann nýverið undir stærðarinnar útgáfusamning við eitt stærsta útgáfufyrirtæki í heimi, Warner/Chappell. Það er þó ekki frásögufærandi nema að á bak við þennan hæfileikapilt er íslenskur maður að nafni Benedikt Steinar Benediktsson, betur þekktur sem Benni Ben. „Ég ásamt þremur bandarískum félögum mínum er með fyrirtækið T3 Music Group og við uppgötvuðum Miles árið 2012 og gerðum samning við hann. Það má alveg segja að hann sér nokkurs konar Justin Bieber rappsins því hann semur tónlist eins og enginn annar,“ segir Benni Ben spurður út í upphaf samstarfsins. Benni fór í nám til Flórída árið 2009 í upptökufræðum og kynntist þar félögum sínum sem stofnuðu svo með honum fyrirtækið T3 Music Group. „Við vissum strax að þarna væri virkilega hæfileikaríkur piltur á ferðinni og eftir stuttan tíma fóru stærri fyrirtæki að sýna honum áhuga og varð svo stærðarinnar samningur að veruleika núna í maí,“ bætir Benni við. Hann starfar nú sem upptökustjóri Miles, ásamt öðrum bandarískum félaga sínum en hinir tveir starfa sem umboðsmenn rapparans unga. „Við í T3 Music Group skiptum þessu á milli okkar.“Chris Miles er rísandi rappstjarna.Mynd/EinkasafnBenni hefur þó einnig fengið félaga sína í upptöku- og pródúserateyminu Redd Lights til þess að vinna með Miles. „Þeir eru með þeim stærstu og bestu heima og ég vildi fá þá út, því þeir eru það góðir að þeir eiga að vera úti,“ segir Benni. Piltarnir í Redd Lights dvöldu þó úti í New York í vetur, þar sem Benni býr, og unnu með Miles. „Þeir voru úti hjá mér í vetur og unnu mikið með Chris. Við erum að gera mörg góð lög með honum.“ Redd Light hafa einmitt einnig gert samning við T3 Music Group. Í dag vinnur Benni ásamt félögum sínum í T3 Music Group, Redd Lights og fleiri erlendum pródúserum að fyrstu plötu Chris Miles. „Við stefnum á að gefa plötuna út í vetur, líklega fyrir jól. Við höfum fengið frábær viðbrögð og hlakka ég til að sjá hvernig þetta fer.“Hver er Chris Miles? Hann var kynntur til sögunnar á heimsvísu í síðustu viku og er strax orðinn mjög vinsæll. Hann er fimmtán ára gamall og er frá Long Island í New York. Hann hefur gert samning Warner/Chappell Music sem er hluti af Warner Music Group og er eitt stærsta útgáfufyrirtæki í heiminum. Hann er rosalega vinsæll á Twitter með tæpa fimmtán þúsund fylgjendur og með yfir 40.000 þúsund áskrifendur á Youtube. Honum er líkt við Eminem og fer í viðtal í næstu viku á útvarpsstöðinni Shade 45, sem er einmitt í eigu Eminem.
Justin Bieber á Íslandi Tónlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira