Tíska og hönnun

Glóandi húð og frískandi sólarpúður

Lífið fékk að gægjast í snyrtibuddurnar hjá nokkrum vel völdum konum og sjá hvað væri nauðsynlegast að eiga yfir sumartímann.

Nærandi krem með sólarvörn, sólarpúður fyrir sólarlausu dagana og frískandi andlitssprey eru meðal þess sem hægt er að bæta á innkaupalista sumarsins. 

Ingibjörg Reynisdóttir, rithöfundur, leikkona og fótaðgerðafræðingur

Sérpantaður farði án aukefna

„Ég er yfirleitt ómáluð en það sem ég nota helst á tyllidögum er maskari frá L’Oreal, skrúfblýantur frá Artdeco og farði. Farðann sérpanta ég að utan því hann er laus við öll aukefni og er frá LA ROCHE-POSAY og heitir Toleriane teint. Glossinn sem ég nota er líka frá Artdeco.“

Nína Björk Gunnarsdóttir, stílisti og ljósmyndari

Ljómandi húð og gljáandi hár

„Moroccan oil sem gerir hárið svo fallegt og gljáandi. Terracotta-sólarpúðrið frá Guerlain er fallegt á litinn, gefur ljóma og lætur húðina líta einstaklega vel út. Er því algerlega ómissandi í snyrtibudduna í sumar. Glansandi og góðir glossar frá Chanel.“

Unnur Pálmadóttir, einkaþjálfari hjá World Class og framkvæmdastjóri Fusion

Orkugefandi appelsínulykt

Vitamin C Energising-andlitssprey frá The Body Shop.

„Ég hef notað C-vítamínlínuna frá The Body Shop í mörg ár. Húðin verður ferskari og það er mjög frískandi að spreyja á sig C-vítamínspreyinu því að appelsínulyktin er svo orkugefandi og nærandi. Alveg nauðsynlegt í snyrtitöskuna. "

Goat’s Milk dag- og næturkrem frá Ziaja.

„Ziaja-andlitskremin eru mjög rakagefandi að mínu mati og ég hef notað vörur frá Ziaja í langan tíma með góðum árangri. Á sumrin er nauðsynlegt að næra húðina vel og styðja náttúrulegt endurnýjunarferli hennar. Goat’s Milk-kremin gefa húðinni nærandi efni eins og E-vítamín, A-vítamín, próvítamín B5 (d-panthenol), geitamjólkur-complex og UVA/UVB organic filters. "

Terracotta-sólarpúður frá Guerlain.

„Alveg frábært púður við hvaða tækifæri sem er. Þegar ég vil vera fersk og fín þá set ég púðrið á mig og nota einnig sem augnskugga því litbrigðin í Terracotta-sólarpúðrinu eru svo falleg."

Erna Hrund Hermannsdóttir, bloggari hjá Trendnet og sminka

Mikilvægt að vera með sólarvörn á vörunum



Guerlain Terracotta Joli Teint.

„Ég legg mikla áherslu á að nota góðar grunnförðunarvörur sem verja húðina vel. Ég heillast mikið af lituðum dagkremum með hárri vörn eins og þessu fallega kremi frá Guerlain. Kremið gefur húðinni líka aukabronsáferð sem er möst á Íslandi í dag ef sólin fer ekki að láta sjá sig.“

Dior Addict It-Lash Mascara

„Maskari er nauðsynlegur í allar snyrtibuddur en á sumrin förum við kannski frekar í vatnsheldu maskarana. Margar þola það kannski ekki eins og ég en þá eru það maskarar eins og þessi nýi frá Dior sem smitast ekki, hrynja ekki og er nánast hægt að fara með í sund – kannski bara ekki heita pottinn því hann rennur af með heitu vatni. Svo er þetta einn besti maskari sem ég hef prófað.“

Maybelline Baby Lips

„Góður varasalvi er ómissandi í sumarsnyrtibudduna mína. Allir Baby Lips-varasalvarnir eiga heima í minni en þar eru þrír litlausir sem eru allir með SPF20 – það er ekki síður mikilvægt að verja varirnar með vörn eins og húðina. Svo eru þrír litaðir og rauða og bleika litinn nota ég mikið í kinnarnar, þeir gefa léttan lit og fallegan ljóma.“

Ásta Sveinsdóttir, eigandi suZushi og Roadhouse

Svo miklu meira en púður

Sensai Bronzing-gel.

„Ég mála mig nánast ekkert á sumrin en þetta krem set ég á mig dagsdaglega. Þetta krem gefur húðinni raka og frísklegan lit. Silkimjúkt og hægt að nota yfir allt andlitið eða eins og sólarpúður. Svo er það SPF6. Áferðin er ótrúlega falleg og eðlileg.“



Steinefnapúður fá Make up store.

„Ég elska þetta púður. Þetta er svo miklu meira en púður. Nærir húðina, róar hana og stíflar ekki svitaholur. Verndar húðina fyrir geislum sólarinnar. Þú getur stjórnað áferðinni. Það er hægt að blanda því út í farða, kremið þitt eða setja það beint á þar sem þú vilt að það njóti sín. “

ADD VOLUME root and body lift frá KMS California

„Dásamlegt hársprey sem fær sko hárin til að rísa. Fullkomin fylling fyrir allar hárgerðir. Hárið verður oft svolítið flatt og líflaust yfir hásumarið. Gott að spreyja í handklæðaþurrt hárið og blása svo.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.