Semur tónlist á selló, tölvu og effektatæki Friðrika Benónýsdóttir skrifar 7. júlí 2014 12:30 Kristín Lárusdóttir, Selló-Stína, er á ferð um landið og kemur fram á Akureyri í kvöld. Vísir/Valli Sellóleikarinn Kristín Lárusdóttir, betur þekkt sem Selló-Stína, heldur í kvöld tónleika í Litla-Garði á Akureyri. Tónleikarnir eru liður í tónleikaferð Kristínar um landið en hún hófst á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði í síðustu viku. Kristín flytur nær eingöngu eigin tónlist sem hún segir vera undir áhrifum frá náttúrunni. „Tónlist mín er innblásin af íslenskri náttúru, sögu þjóðarinnar og tónlistararfi. Ég notast við tvö selló, tölvu og effektatæki þegar ég kem fram. Sum verkin mín eru flutt í „quatrophonic“,“ segir Kristín. Kristín er klassískt menntaður sellóleikari og hefur að auki menntað sig í barokktónlist, gömbuleik og djassi. Síðustu árin hefur raftónlist fengið aukinn sess í tónlistarsköpun hennar. „Ég lauk framhaldsprófi í raftónlist vorið 2013 og gaf haustið eftir út mína fyrstu sólóplötu, Hefring. Ég sá einnig sjálf um upptökur og hljóðblöndun,“ segir hún og bætir því við að hvorki sé algengt að heyra tónlist flutta á selló og tölvu né í quatrophonic-kerfi. Tónleikarnir í Litla-Garði í kvöld hefjast klukkan 21. Fram undan eru einnig tónleikar Kristínar í Stálsmiðjunni í Neskaupstað og Mengi í Reykjavík. Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sellóleikarinn Kristín Lárusdóttir, betur þekkt sem Selló-Stína, heldur í kvöld tónleika í Litla-Garði á Akureyri. Tónleikarnir eru liður í tónleikaferð Kristínar um landið en hún hófst á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði í síðustu viku. Kristín flytur nær eingöngu eigin tónlist sem hún segir vera undir áhrifum frá náttúrunni. „Tónlist mín er innblásin af íslenskri náttúru, sögu þjóðarinnar og tónlistararfi. Ég notast við tvö selló, tölvu og effektatæki þegar ég kem fram. Sum verkin mín eru flutt í „quatrophonic“,“ segir Kristín. Kristín er klassískt menntaður sellóleikari og hefur að auki menntað sig í barokktónlist, gömbuleik og djassi. Síðustu árin hefur raftónlist fengið aukinn sess í tónlistarsköpun hennar. „Ég lauk framhaldsprófi í raftónlist vorið 2013 og gaf haustið eftir út mína fyrstu sólóplötu, Hefring. Ég sá einnig sjálf um upptökur og hljóðblöndun,“ segir hún og bætir því við að hvorki sé algengt að heyra tónlist flutta á selló og tölvu né í quatrophonic-kerfi. Tónleikarnir í Litla-Garði í kvöld hefjast klukkan 21. Fram undan eru einnig tónleikar Kristínar í Stálsmiðjunni í Neskaupstað og Mengi í Reykjavík.
Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira