Skrifaði leikrit með orðum afa síns Friðrika Benónýsdóttir skrifar 14. júlí 2014 13:00 Oscar Wilde. Réttarhöldin yfir honum hafa verið endursköpuð í fjölda bóka og kvikmynda, en aldrei fyrr með hans eigin orðum. Mynd: Wikipedia Nýtt leikrit, The Trials of Oscar Wilde, var frumsýnt í St. James-leikhúsinu í London í síðustu viku. Höfundurinn er barnabarn skáldsins, Merlin Holland, og hann byggir leikritið á málsgögnum hinna frægu réttarhalda þar sem Wilde var dæmdur til fangavistar fyrir samkynhneigð. Þetta er í fyrsta sinn sem orðrétt samskipti Wildes við ákærendur sína eru notuð í leikriti. Merlin Holland segir frá því í grein sem hann skrifar í breska blaðið The Independent síðastliðinn miðvikudag að hann hafi fengið málsskjölin í hendur árið 2000 þegar hann vann að sýningu um afa sinn í tilefni af því að hundrað ár voru liðin frá dauða hans. „Ef það væri til heilagur kaleikur í rannsóknum á Wilde þá myndi það að finna hans eigin orð skrifuð upp á einu af stærstu augnablikunum í lífi hans komast ansi hátt á lista yfir tilnefningar til hans,“ segir Holland í greininni. Hann upplýsir jafnframt að ýmsar af þeim tilvitnunum sem notaðar hafa verið í gegnum tíðina þegar réttarhöldunum er lýst séu umorðanir eða hreinlega tilbúningur og lestur málsskjalanna varpi allt öðru ljósi á persónu Oscars Wilde en hingað til hefur verið gert. Hann klykkir þó út með því að segja að barátta Wildes fyrir réttinum hafi verið háð „með þeim stíl og sannfæringu sem við eigum að venjast frá Oscar Wilde“. Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Nýtt leikrit, The Trials of Oscar Wilde, var frumsýnt í St. James-leikhúsinu í London í síðustu viku. Höfundurinn er barnabarn skáldsins, Merlin Holland, og hann byggir leikritið á málsgögnum hinna frægu réttarhalda þar sem Wilde var dæmdur til fangavistar fyrir samkynhneigð. Þetta er í fyrsta sinn sem orðrétt samskipti Wildes við ákærendur sína eru notuð í leikriti. Merlin Holland segir frá því í grein sem hann skrifar í breska blaðið The Independent síðastliðinn miðvikudag að hann hafi fengið málsskjölin í hendur árið 2000 þegar hann vann að sýningu um afa sinn í tilefni af því að hundrað ár voru liðin frá dauða hans. „Ef það væri til heilagur kaleikur í rannsóknum á Wilde þá myndi það að finna hans eigin orð skrifuð upp á einu af stærstu augnablikunum í lífi hans komast ansi hátt á lista yfir tilnefningar til hans,“ segir Holland í greininni. Hann upplýsir jafnframt að ýmsar af þeim tilvitnunum sem notaðar hafa verið í gegnum tíðina þegar réttarhöldunum er lýst séu umorðanir eða hreinlega tilbúningur og lestur málsskjalanna varpi allt öðru ljósi á persónu Oscars Wilde en hingað til hefur verið gert. Hann klykkir þó út með því að segja að barátta Wildes fyrir réttinum hafi verið háð „með þeim stíl og sannfæringu sem við eigum að venjast frá Oscar Wilde“.
Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira