Fyrirsætur á barmi heimsfrægðar Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. júlí 2014 11:30 vísir/getty Englar nærfatarisans Victoria’s Secret hafa margir hverjir náð alsheimsfrægð eftir að hafa spókað sig á tískupöllum merkisins. Ber þar helst að nefna Gisele, Heidi Klum, Tyru Banks og Miröndu Kerr. Nú eru hins vegar nýir englar tilbúnir að taka við keflinu og sigra fyrirsætubransann, jafnt á tískupallinum sem utan hans.Kasia Struss26 áraHæð 1,79 m Kasia er pólsk og var uppgötvuð 2005 þegar hún sendi myndir af sér til unglingatímarits. Hún hefur unnið fyrir merki á borð við Marc Jacobs og DKNY.Jasmine Tookes23 áraHæð 1,75 m Jasmine sást fyrst í auglýsingaherferðum fyrir Ugg Boots og Gap árið 2010. Modles.com valdi hana eina af tíu bestu, nýju fyrirsætunum árið 2011.Martha Hunt25 áraHæð 1,78 m Martha var uppgötvuð af ljósmyndara í Charlotte í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum og gekk fyrst tískupallana fyrir Issey Miyake á tískuvikunni í París árið 2007.Toni Garrn22 áraHæð 1,83 m Þýska fyrirsætan var uppgötvuð þegar hún var þrettán ára og þreytti frumraun sína á tískupöllunum tveimur árum síðar fyrir Calvin Klein. Hún hefur verið mikið á milli tannanna á fólki eftir að hún byrjaði með leikaranum Leonardo DiCaprio í fyrra.Lais Ribeiro23 áraHæð 1,80 m Brasilíska fyrirsætan byrjaði í bransanum árið 2009 og fékk stuttu seinna að ganga tískupallana fyrir stór merki, til dæmis Chanel, Louis Vuitton, Gucci, Dolce & Gabbana, Versace og Marc Jacobs.Barbara Palvin20 áraHæð 1,75 m Ungverska fyrirsætan Barbara Palvin var uppgötvuð á götum Búdapest þegar hún var aðeins þrettán ára. Hún hefur gengið pallana fyrir hönnuði á borð við Louis Vuitton, Miu Miu og Vivienne Westwood. Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Englar nærfatarisans Victoria’s Secret hafa margir hverjir náð alsheimsfrægð eftir að hafa spókað sig á tískupöllum merkisins. Ber þar helst að nefna Gisele, Heidi Klum, Tyru Banks og Miröndu Kerr. Nú eru hins vegar nýir englar tilbúnir að taka við keflinu og sigra fyrirsætubransann, jafnt á tískupallinum sem utan hans.Kasia Struss26 áraHæð 1,79 m Kasia er pólsk og var uppgötvuð 2005 þegar hún sendi myndir af sér til unglingatímarits. Hún hefur unnið fyrir merki á borð við Marc Jacobs og DKNY.Jasmine Tookes23 áraHæð 1,75 m Jasmine sást fyrst í auglýsingaherferðum fyrir Ugg Boots og Gap árið 2010. Modles.com valdi hana eina af tíu bestu, nýju fyrirsætunum árið 2011.Martha Hunt25 áraHæð 1,78 m Martha var uppgötvuð af ljósmyndara í Charlotte í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum og gekk fyrst tískupallana fyrir Issey Miyake á tískuvikunni í París árið 2007.Toni Garrn22 áraHæð 1,83 m Þýska fyrirsætan var uppgötvuð þegar hún var þrettán ára og þreytti frumraun sína á tískupöllunum tveimur árum síðar fyrir Calvin Klein. Hún hefur verið mikið á milli tannanna á fólki eftir að hún byrjaði með leikaranum Leonardo DiCaprio í fyrra.Lais Ribeiro23 áraHæð 1,80 m Brasilíska fyrirsætan byrjaði í bransanum árið 2009 og fékk stuttu seinna að ganga tískupallana fyrir stór merki, til dæmis Chanel, Louis Vuitton, Gucci, Dolce & Gabbana, Versace og Marc Jacobs.Barbara Palvin20 áraHæð 1,75 m Ungverska fyrirsætan Barbara Palvin var uppgötvuð á götum Búdapest þegar hún var aðeins þrettán ára. Hún hefur gengið pallana fyrir hönnuði á borð við Louis Vuitton, Miu Miu og Vivienne Westwood.
Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira