„Hversu ógeðfellt og dónalegt má leikhús vera?“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 18. júlí 2014 08:30 Þorleifur Örn Arnarson hefur getið sér gott orð í leikhúslífi á meginlandi Evrópu. Vísir/Arnþór „Ég held að það sé nútímaleikhúsi nauðsynlegt að vera ögrandi, lifandi, í samræðu við samtíma sinn og þjóðfélag. Og það er fátt betra fyrir Shakespeare og fyrir leikhúsið en að um það sé rifist og skoðanir séu skiptar,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri, sem frumsýndi Shakespeare verkið Ys og Þys útaf engu fyrr í þessum mánuði í ævafornu klaustri í Sviss á leiklistarhátíðinni í Wettingen. Sýningin hefur vakið hörð viðbrögð en er jafnframt í sjötta sæti yfir áhugaverðustu sýningar í hinum þýskumælandi heimi auk þess sem gagnrýnendur hrifust mjög af sýningunni. Fyrirsögn í umfjöllun dagblaðsins Aargauer Zeitung um sýninguna er: „Skandall á leiklistarhátíðinni í Wettingen – hversu ógeðfellt og dónalegt má leikhús vera?“ Í greininni er að finna tölvupósta, opinber lesendabréf og sms-skilaboð sem ritstjórn blaðsins hefur borist um sýninguna, og allir virðast hafa sína skoðun á verki Þorleifs. „Stjórnandi hátíðarinnar hefur komið fram opinberlega til þess að verja mig,“ segir Þorleifur og hlær. „Hún benti nú á að sýningin hefur hlotið einróma lof í dómum og sé komin á lista yfir merkilegustu sýningar sem eru í gangi í þýskumælandi heiminum um þessar mundir. Hún minntist í þeirri yfirlýsingu á listrænt frelsi og tilgang nútímaleikhúss, sem er að tala við áhorfendur sína með lifandi og ögrandi hætti.“ Í greininni segir jafnframt að sýningin sé umdeild fyrir að vera dónaleg og móðgandi uppsetning, að hún sé móðgandi fyrir skáldið Shakespeare. Þá segir enn fremur að sýningin móðgi fólk fyrir þær sakir að í henni eru senur þar sem hrækt sé á fólk, fullnægingar og kynferðislegar tilvísanir, og svo mætti lengi telja. „Það er bara gaman að vera leikhúsmaður í Evrópu. Við tókum fullt af áhættu í þessari sýningu, en ég var alveg viss um að þetta myndi slá í gegn,“ segir Þorleifur að lokum, og hlær.Skiptar skoðanir eru á hinni „íslenskuðu útgáfu“ af Ys og þys út af engu eftir Shakespeare í Sviss.MYND/Úr einkasafni Ekki í fyrsta sinn sem Þorleifur fær slæma útreið í Sviss Árið 2011 hristi Þorleifur Örn Arnarsson fyrst upp í Svisslendingum en leikritið Die Kontrakte des Kaufmanns (Samningar kaupmannsins) eftir Nóbelsskáldid Elfriede Jelinak, í uppsetningu Þorleifs, var frumsýnt í St. Gallen þar í landi. Leikritið vakti gríðarlega sterk viðbrögð en meðal annars sendi kona, sem býr í borginni, leikhúsinu opinbert bréf þar sem hún sakaði Þorleif um árás á góðan smekk Svisslendinga. Þá fékk leikritið hroðalegan dóm frá einu fréttablaði þar í landi á meðan aðrir gagnrýnendur lofuðu verkið í hástert. Á þýska vefnum Nachtkritik.de, sem er einn virtasti vettvangur þýskrar leikhúsumræðu, sagði til að mynda á sínum tíma að í uppsetningu Þorleifs hefði verki Nóbelsskáldsins Elfrede Jelinek verið fundinn sinn samastaður.Ys og þys útaf engu í leikstjórn Þorleifs Leiklistarhátíðin Klosterfestspiele Wettingen er haldin á þriggja ára fresti í gömlu klaustri í Wettingen, smábæ í Sviss. Þorleifur Örn var þar fenginn til að setja upp verk Shakespeares Ys og þys útaf engu (Much Ado About Nothing) undir berum himni. Að sögn leikstjórans umbreytti hópurinn klaustrinu i rautt „helvíti“ sem búið var til úr ellefu metra háum 700 fermetra rauðum leikhústjöldum sem umlykja sviðið, en hönnun sviðsmyndarinnar er í höndum Önnu Rúnar Tryggvadóttur.Símon Birgisson sér um tónlistina ásamt franska tónlistarmanninum Gabriel Cazes. Það er búið að stytta leikritið, skera út persónur og spinna nýja texta og senur. Uppsetningin kostaði um 130 milljónir. Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég held að það sé nútímaleikhúsi nauðsynlegt að vera ögrandi, lifandi, í samræðu við samtíma sinn og þjóðfélag. Og það er fátt betra fyrir Shakespeare og fyrir leikhúsið en að um það sé rifist og skoðanir séu skiptar,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri, sem frumsýndi Shakespeare verkið Ys og Þys útaf engu fyrr í þessum mánuði í ævafornu klaustri í Sviss á leiklistarhátíðinni í Wettingen. Sýningin hefur vakið hörð viðbrögð en er jafnframt í sjötta sæti yfir áhugaverðustu sýningar í hinum þýskumælandi heimi auk þess sem gagnrýnendur hrifust mjög af sýningunni. Fyrirsögn í umfjöllun dagblaðsins Aargauer Zeitung um sýninguna er: „Skandall á leiklistarhátíðinni í Wettingen – hversu ógeðfellt og dónalegt má leikhús vera?“ Í greininni er að finna tölvupósta, opinber lesendabréf og sms-skilaboð sem ritstjórn blaðsins hefur borist um sýninguna, og allir virðast hafa sína skoðun á verki Þorleifs. „Stjórnandi hátíðarinnar hefur komið fram opinberlega til þess að verja mig,“ segir Þorleifur og hlær. „Hún benti nú á að sýningin hefur hlotið einróma lof í dómum og sé komin á lista yfir merkilegustu sýningar sem eru í gangi í þýskumælandi heiminum um þessar mundir. Hún minntist í þeirri yfirlýsingu á listrænt frelsi og tilgang nútímaleikhúss, sem er að tala við áhorfendur sína með lifandi og ögrandi hætti.“ Í greininni segir jafnframt að sýningin sé umdeild fyrir að vera dónaleg og móðgandi uppsetning, að hún sé móðgandi fyrir skáldið Shakespeare. Þá segir enn fremur að sýningin móðgi fólk fyrir þær sakir að í henni eru senur þar sem hrækt sé á fólk, fullnægingar og kynferðislegar tilvísanir, og svo mætti lengi telja. „Það er bara gaman að vera leikhúsmaður í Evrópu. Við tókum fullt af áhættu í þessari sýningu, en ég var alveg viss um að þetta myndi slá í gegn,“ segir Þorleifur að lokum, og hlær.Skiptar skoðanir eru á hinni „íslenskuðu útgáfu“ af Ys og þys út af engu eftir Shakespeare í Sviss.MYND/Úr einkasafni Ekki í fyrsta sinn sem Þorleifur fær slæma útreið í Sviss Árið 2011 hristi Þorleifur Örn Arnarsson fyrst upp í Svisslendingum en leikritið Die Kontrakte des Kaufmanns (Samningar kaupmannsins) eftir Nóbelsskáldid Elfriede Jelinak, í uppsetningu Þorleifs, var frumsýnt í St. Gallen þar í landi. Leikritið vakti gríðarlega sterk viðbrögð en meðal annars sendi kona, sem býr í borginni, leikhúsinu opinbert bréf þar sem hún sakaði Þorleif um árás á góðan smekk Svisslendinga. Þá fékk leikritið hroðalegan dóm frá einu fréttablaði þar í landi á meðan aðrir gagnrýnendur lofuðu verkið í hástert. Á þýska vefnum Nachtkritik.de, sem er einn virtasti vettvangur þýskrar leikhúsumræðu, sagði til að mynda á sínum tíma að í uppsetningu Þorleifs hefði verki Nóbelsskáldsins Elfrede Jelinek verið fundinn sinn samastaður.Ys og þys útaf engu í leikstjórn Þorleifs Leiklistarhátíðin Klosterfestspiele Wettingen er haldin á þriggja ára fresti í gömlu klaustri í Wettingen, smábæ í Sviss. Þorleifur Örn var þar fenginn til að setja upp verk Shakespeares Ys og þys útaf engu (Much Ado About Nothing) undir berum himni. Að sögn leikstjórans umbreytti hópurinn klaustrinu i rautt „helvíti“ sem búið var til úr ellefu metra háum 700 fermetra rauðum leikhústjöldum sem umlykja sviðið, en hönnun sviðsmyndarinnar er í höndum Önnu Rúnar Tryggvadóttur.Símon Birgisson sér um tónlistina ásamt franska tónlistarmanninum Gabriel Cazes. Það er búið að stytta leikritið, skera út persónur og spinna nýja texta og senur. Uppsetningin kostaði um 130 milljónir.
Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp