„Það verður gaman að sjá hvernig við förum að þessu“ Baldvin Þormóðsson skrifar 19. júlí 2014 11:00 „Hann náttúrulega kom til landsins út af hinu margfræga afmæli en náði síðan að framlengja ferðina,“ segir Natalie, betur þekkt sem DJ Yamaho, en hún þeytir skífum í kvöld á Dolly ásamt bandaríska rapparanum Zebra Katz. „Það verður gaman að sjá hvernig við förum að þessu, ég er kannski meira í danstónlistinni,“ segir Natalie sem er þó fræg fyrir hipphopp-settin sín. „Við munum allavega brúa mörg bil í kvöld sem er skemmtilegt og krefjandi á sama tíma.“ Zebra Katz er ungur rappari og þrátt fyrir að hafa verið í tónlistarbransanum í aðeins þrjú ár hefur hann náð að skapa sér stórt nafn innan tónlistarheimsins og hefur komið fram ásamt tónlistarmönnum á borð við Azaelia Banks og Lönu Del Ray. Aðspurð hvort hún geti uppljóstrað hverju dansþyrstir gestir Dolly geti búist við segist Natalie ekki vilja skemma ánægjuna. „Þetta verður að koma á óvart, ég kem með eitthvað frá mér, hann kemur með eitthvað frá sér og svo gerum við eitthvað saman,“ segir plötusnúðurinn. „Ég á allavega von á brjáluðu kvöldi, ég er mjög spennt.“ Tónlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Hann náttúrulega kom til landsins út af hinu margfræga afmæli en náði síðan að framlengja ferðina,“ segir Natalie, betur þekkt sem DJ Yamaho, en hún þeytir skífum í kvöld á Dolly ásamt bandaríska rapparanum Zebra Katz. „Það verður gaman að sjá hvernig við förum að þessu, ég er kannski meira í danstónlistinni,“ segir Natalie sem er þó fræg fyrir hipphopp-settin sín. „Við munum allavega brúa mörg bil í kvöld sem er skemmtilegt og krefjandi á sama tíma.“ Zebra Katz er ungur rappari og þrátt fyrir að hafa verið í tónlistarbransanum í aðeins þrjú ár hefur hann náð að skapa sér stórt nafn innan tónlistarheimsins og hefur komið fram ásamt tónlistarmönnum á borð við Azaelia Banks og Lönu Del Ray. Aðspurð hvort hún geti uppljóstrað hverju dansþyrstir gestir Dolly geti búist við segist Natalie ekki vilja skemma ánægjuna. „Þetta verður að koma á óvart, ég kem með eitthvað frá mér, hann kemur með eitthvað frá sér og svo gerum við eitthvað saman,“ segir plötusnúðurinn. „Ég á allavega von á brjáluðu kvöldi, ég er mjög spennt.“
Tónlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira