Varð leikari alveg óvart Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2014 12:00 James Garner í hlutverki sínu sem einkaspæjarinn Jim Rockford. vísir/getty Leikarinn James Garner lést á heimili sínu í Los Angeles á laugardaginn, 86 ára að aldri. Ekki er ljóst hver dánarorsökin var en James fékk alvarlegt heilablóðfall árið 2008 og sást sjaldan opinberlega eftir það. James Scott Bumgarner fæddist þann 7. apríl árið 1928 í Norman í Oklahoma í Bandaríkjunum. Móðir hans lést þegar hann var fjögurra ára og þá fluttist hann með bræðrum sínum tveimur til ættingja sinna. Á unglingsárunum flutti hann til föður síns í Los Angeles og hætti í miðskólanum í Hollywood til að sinna fyrirsætustörfum fyrir Jantzen-baðföt. „Ég hafði ekki áhuga fyrr en ég heyrði að þeir borguðu 25 dollara á tímann. Það var meira en skólastjóri þénaði,“ sagði James í sjálfsævisögu sinni the Garner Files sem kom út árið 2011. James sinnti herskyldu í fjórtán mánuði og barðist í Kóreustríðinu. Fyrir frammistöðu sína var hann heiðraður með tveimur fjólubláum hjörtum, orðu sem þeir sem særast eða látast í bardaga fá. James var frekar ómannblendinn og sagðist hvorki hafa áhuga á leiklist né sótti hann leiklistarnám. Hann flæktist í bransann alveg óvart þegar vinur hans, Paul Gregory, bauð honum hlutverk án orða í Broadway-leikritinu The Caine Mutiny Court-Martial sem leikstýrt var af Charles Laughton og skartaði Henry Fonda og Lloyd Nolan í aðalhlutverkunum. „Ég lærði að hlusta. Vandamálið með marga leikara er að þeir bíða eftir línunum sínum, bíða eftir að þeir geti talað. Þú verður hluti af verkinu ef þú hlustar. Ég lærði að gera aldrei ráð fyrir neinu. Það hjálpaði mér mikið sem leikara,“ sagði James í viðtali við Archive of American Television árið 1999. James komst á samning hjá Warner Bros og fékk ýmis hlutverk árið 1956. Árið eftir landaði hann hlutverki sem hinn hnyttni kvennaljómi Bret Maverick í sjónvarpsþáttunum Maverick. Árið 1962 var honum sagt upp í kjölfar verkfalls handritshöfunda. Þá kallaði kvikmyndabransinn og lék hann í myndum á borð við The Great Esacpe, Grand Prix og Hour of the Gun. Árið 1974 fékk hann síðan hlutverk einkaspæjarans Jim Rockford í sjónvarpsþáttunum The Rockford Files. James hlaut tilnefningu til Emmy-verðlaunanna sem besti leikari fyrir Rockford í fimm ár í röð og fékk verðlaunin árið 1977. Hann lék í eigin áhættuatriðum og var því þjakaður af hné- og bakmeiðslum. Hann yfirgaf þáttinn árið 1980 og Universal fór í mál við hann. Síðar fór hann í mál vegna hagnaðar af endursýningum og tók mörg ár að útkljá það.James lék á móti Genu Rowlands í The Notebook.James átti farsælan feril í leiklistinni. Hann fékk tilnefningu til Golden Globe-verðlauna árið 1984 fyrir sjónvarpsmyndina Heartsounds og fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna árið 1985 fyrir Murphy‘s Romance. Síðasta stórmyndin sem hann fór með veigamikið hlutverk í var The Notebook frá árinu 2004. Í henni lék hann Duke. Í sjónvarpi hlaut hann Emmy-verðlaunin árið 1987 fyrir Promise og Golden Globe-verðlaunin fyrir Decoration Day árið 1990 og Barbarians at the Gate þremur árum síðar. James skilur eftir sig eiginkonuna Lois Clarke en þau höfðu verið gift í 56 ár. Þá skilur hann einnig eftir sig dóttur og stjúpdóttur.James með eiginkonu sinni Lois Clarke. Golden Globes Óskarinn Tengdar fréttir Stjörnurnar syrgja James Garner Minnast fallins félaga. 21. júlí 2014 10:00 Leikarinn James Garner látinn Lést í gær, 86 ára að aldri. 20. júlí 2014 12:12 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Leikarinn James Garner lést á heimili sínu í Los Angeles á laugardaginn, 86 ára að aldri. Ekki er ljóst hver dánarorsökin var en James fékk alvarlegt heilablóðfall árið 2008 og sást sjaldan opinberlega eftir það. James Scott Bumgarner fæddist þann 7. apríl árið 1928 í Norman í Oklahoma í Bandaríkjunum. Móðir hans lést þegar hann var fjögurra ára og þá fluttist hann með bræðrum sínum tveimur til ættingja sinna. Á unglingsárunum flutti hann til föður síns í Los Angeles og hætti í miðskólanum í Hollywood til að sinna fyrirsætustörfum fyrir Jantzen-baðföt. „Ég hafði ekki áhuga fyrr en ég heyrði að þeir borguðu 25 dollara á tímann. Það var meira en skólastjóri þénaði,“ sagði James í sjálfsævisögu sinni the Garner Files sem kom út árið 2011. James sinnti herskyldu í fjórtán mánuði og barðist í Kóreustríðinu. Fyrir frammistöðu sína var hann heiðraður með tveimur fjólubláum hjörtum, orðu sem þeir sem særast eða látast í bardaga fá. James var frekar ómannblendinn og sagðist hvorki hafa áhuga á leiklist né sótti hann leiklistarnám. Hann flæktist í bransann alveg óvart þegar vinur hans, Paul Gregory, bauð honum hlutverk án orða í Broadway-leikritinu The Caine Mutiny Court-Martial sem leikstýrt var af Charles Laughton og skartaði Henry Fonda og Lloyd Nolan í aðalhlutverkunum. „Ég lærði að hlusta. Vandamálið með marga leikara er að þeir bíða eftir línunum sínum, bíða eftir að þeir geti talað. Þú verður hluti af verkinu ef þú hlustar. Ég lærði að gera aldrei ráð fyrir neinu. Það hjálpaði mér mikið sem leikara,“ sagði James í viðtali við Archive of American Television árið 1999. James komst á samning hjá Warner Bros og fékk ýmis hlutverk árið 1956. Árið eftir landaði hann hlutverki sem hinn hnyttni kvennaljómi Bret Maverick í sjónvarpsþáttunum Maverick. Árið 1962 var honum sagt upp í kjölfar verkfalls handritshöfunda. Þá kallaði kvikmyndabransinn og lék hann í myndum á borð við The Great Esacpe, Grand Prix og Hour of the Gun. Árið 1974 fékk hann síðan hlutverk einkaspæjarans Jim Rockford í sjónvarpsþáttunum The Rockford Files. James hlaut tilnefningu til Emmy-verðlaunanna sem besti leikari fyrir Rockford í fimm ár í röð og fékk verðlaunin árið 1977. Hann lék í eigin áhættuatriðum og var því þjakaður af hné- og bakmeiðslum. Hann yfirgaf þáttinn árið 1980 og Universal fór í mál við hann. Síðar fór hann í mál vegna hagnaðar af endursýningum og tók mörg ár að útkljá það.James lék á móti Genu Rowlands í The Notebook.James átti farsælan feril í leiklistinni. Hann fékk tilnefningu til Golden Globe-verðlauna árið 1984 fyrir sjónvarpsmyndina Heartsounds og fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna árið 1985 fyrir Murphy‘s Romance. Síðasta stórmyndin sem hann fór með veigamikið hlutverk í var The Notebook frá árinu 2004. Í henni lék hann Duke. Í sjónvarpi hlaut hann Emmy-verðlaunin árið 1987 fyrir Promise og Golden Globe-verðlaunin fyrir Decoration Day árið 1990 og Barbarians at the Gate þremur árum síðar. James skilur eftir sig eiginkonuna Lois Clarke en þau höfðu verið gift í 56 ár. Þá skilur hann einnig eftir sig dóttur og stjúpdóttur.James með eiginkonu sinni Lois Clarke.
Golden Globes Óskarinn Tengdar fréttir Stjörnurnar syrgja James Garner Minnast fallins félaga. 21. júlí 2014 10:00 Leikarinn James Garner látinn Lést í gær, 86 ára að aldri. 20. júlí 2014 12:12 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira