Bregðast við ástandinu í Palestínu með ljóðum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 23. júlí 2014 12:00 Eiríkur Örn: "Mér fannst ég allavega þurfa að gera eitthvað pínulítið og mig grunaði að fleirum væri þannig innanbrjósts, sem reyndist alveg rétt.“ Vísir/GVA „Þessi bók varð til í öngum sínum,“ segir Eiríkur Örn Norðdahl, rithöfundur og ritstjóri vefritsins Starafugls, um tilurð rafbókarinnar Viljaverk í Palestínu sem kom út í vikunni. „Það eru allir í öngum sínum yfir ástandinu í Palestínu og fullir af vanmáttartilfinningu yfir því að geta ekki gert neitt. Mér fannst ég allavega þurfa að gera eitthvað pínulítið og mig grunaði að fleirum væri þannig innanbrjósts, sem reyndist alveg rétt.“ Eiríkur Örn valdi sjálfur skáldin sem eiga ljóð í bókinni og segir viðbrögðin hafa verið með eindæmum góð. „Sum ljóðanna í bókinni urðu reyndar til löngu fyrr og nokkur þeirra hafa birst áður en flest þeirra eru þó ort fyrir þessa bók. Áskorunin sem skáldin fengu fyrir viku var að bregðast með einhverjum hætti við frægu ljóði Kristjáns frá Djúpalæk, Slysaskot í Palestínu. Tekið var fram að þau mættu sjálf túlka hvað fælist í „viðbragði“ – að það þyrfti ekki nauðsynlega að vera nýr texti og gæti þess vegna verið þýðing á hundgömlu kvæði, ef það passaði.“ Bókin er birt á vefsíðu Starafugls á þrenns konar rafrænu formi og öllum opin án endurgjalds. Eiríkur er mikill talsmaður þess að aðgangur að bókmenntum á rafrænu formi sé ókeypis, er það af hugsjón? „Bæði og. Ljóðlist er að mörgu leyti frekar illseljanleg. Bandaríska ljóðskáldið James Sherry reiknaði það út að auð pappírsörk hefði ákveðið peningagildi en um leið og þú prentaðir ljóð á hana þá færirðu að tapa. Ég lít þannig á að þú þurfir ekki að prenta bók til þess að hún verði til og í vissum tilfellum sé betra að sleppa því. Eins og í þessu tilfelli þegar maður vill geta brugðist hratt og örugglega við eru pappírinn og prentsmiðjan of mikill flöskuháls. Það var hægt að gera þessa bók á einni viku með hjálp alls þessa góða fólks, en ef við hefðum prentað hana hefði það tekið að minnsta kosti mánuð í viðbót.“ Eiríkur stofnaði menningarvefritið Starafugl í vor til þess að auka menningarumfjöllun. „Mér fannst eitthvað vanta. Það eru ekki lengur neinir menningarkálfar í dagblöðunum og mér finnst menningunni ekki gert nógu hátt undir höfði í fjölmiðlum. Enn sem komið er eru öll skrif á Starafugli unnin í sjálfboðavinnu og sama gildir um bókina, Viljaverk í Palestínu, það gáfu allir sem að henni komu vinnu sína. Ég vil hins vegar benda þeim sem eru aflögufærir og vilja þakka fyrir sig á neyðarsöfnun Félagsins Ísland-Palestína, en allar upplýsingar um hvernig hægt er að leggja fram fé í söfnunina er að finna í aðfaraorðum bókarinnar á starafugl.is.“ Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Auður segir skilið við Gímaldið Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
„Þessi bók varð til í öngum sínum,“ segir Eiríkur Örn Norðdahl, rithöfundur og ritstjóri vefritsins Starafugls, um tilurð rafbókarinnar Viljaverk í Palestínu sem kom út í vikunni. „Það eru allir í öngum sínum yfir ástandinu í Palestínu og fullir af vanmáttartilfinningu yfir því að geta ekki gert neitt. Mér fannst ég allavega þurfa að gera eitthvað pínulítið og mig grunaði að fleirum væri þannig innanbrjósts, sem reyndist alveg rétt.“ Eiríkur Örn valdi sjálfur skáldin sem eiga ljóð í bókinni og segir viðbrögðin hafa verið með eindæmum góð. „Sum ljóðanna í bókinni urðu reyndar til löngu fyrr og nokkur þeirra hafa birst áður en flest þeirra eru þó ort fyrir þessa bók. Áskorunin sem skáldin fengu fyrir viku var að bregðast með einhverjum hætti við frægu ljóði Kristjáns frá Djúpalæk, Slysaskot í Palestínu. Tekið var fram að þau mættu sjálf túlka hvað fælist í „viðbragði“ – að það þyrfti ekki nauðsynlega að vera nýr texti og gæti þess vegna verið þýðing á hundgömlu kvæði, ef það passaði.“ Bókin er birt á vefsíðu Starafugls á þrenns konar rafrænu formi og öllum opin án endurgjalds. Eiríkur er mikill talsmaður þess að aðgangur að bókmenntum á rafrænu formi sé ókeypis, er það af hugsjón? „Bæði og. Ljóðlist er að mörgu leyti frekar illseljanleg. Bandaríska ljóðskáldið James Sherry reiknaði það út að auð pappírsörk hefði ákveðið peningagildi en um leið og þú prentaðir ljóð á hana þá færirðu að tapa. Ég lít þannig á að þú þurfir ekki að prenta bók til þess að hún verði til og í vissum tilfellum sé betra að sleppa því. Eins og í þessu tilfelli þegar maður vill geta brugðist hratt og örugglega við eru pappírinn og prentsmiðjan of mikill flöskuháls. Það var hægt að gera þessa bók á einni viku með hjálp alls þessa góða fólks, en ef við hefðum prentað hana hefði það tekið að minnsta kosti mánuð í viðbót.“ Eiríkur stofnaði menningarvefritið Starafugl í vor til þess að auka menningarumfjöllun. „Mér fannst eitthvað vanta. Það eru ekki lengur neinir menningarkálfar í dagblöðunum og mér finnst menningunni ekki gert nógu hátt undir höfði í fjölmiðlum. Enn sem komið er eru öll skrif á Starafugli unnin í sjálfboðavinnu og sama gildir um bókina, Viljaverk í Palestínu, það gáfu allir sem að henni komu vinnu sína. Ég vil hins vegar benda þeim sem eru aflögufærir og vilja þakka fyrir sig á neyðarsöfnun Félagsins Ísland-Palestína, en allar upplýsingar um hvernig hægt er að leggja fram fé í söfnunina er að finna í aðfaraorðum bókarinnar á starafugl.is.“
Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Auður segir skilið við Gímaldið Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira