Alltaf haft þörf fyrir að yrkja Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. júlí 2014 14:00 Brennur er fyrsta bók Stefáns Boga og hann gefur hana út sjálfur. Fréttablaðið/Valli „Efnið er frekar innhverft. Ýmist það sem blasir við eða eitthvað aðeins dýpra,“ segir Stefán Bogi Sveinsson um yrkisefni sín í bókinni Brennur. „Í mínum huga snýst ljóðagerð um að taka einhverja tilfinningu, ýmist að láni, eins og hún er í dag eða rifja hana upp og pakka henni í umbúðir þannig að hægt sé að afhenda hana öðrum. Galdurinn er að gera það þannig að viðtakandinn tengi við innihaldið.“ Titill bókarinnar er sóttur í samnefnt ljóð sem fjallar um vissan atburð. „Hús afabróður míns brann. Hann var ekki heima og sagði það hafa verið slæmt því hann hefði aldrei séð hús brenna. Stundum óskar maður þess að geta tæklað hlutina af slíku æðruleysi þegar brennur hjá manni í ýmsum skilningi,“ segir Stefán Bogi sem kveðst alltaf hafa haft þörf fyrir að yrkja. „Ég byrjaði ungur að koma tilfinningum í ljóð og hef verið frekar lítið feiminn með það, las upp bæði í grunnskóla og menntaskóla og er í ljóðahópnum Hása kisa hér fyrir austan.“ Stefán Bogi vinnur á Austurfrétt sem rekur staðbundinn vefmiðil og gefur út Austurgluggann. Hann fæst líka við leiðsögn og þegar samtalið fer fram er að skreppa með félögum sínum á Borgarfjörð eystri þar sem undirbúningur undir Bræðsluna er að hefjast. „Mér finnst gaman að taka þátt í skapandi verkefnum,“ segir skáldið. Menning Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Efnið er frekar innhverft. Ýmist það sem blasir við eða eitthvað aðeins dýpra,“ segir Stefán Bogi Sveinsson um yrkisefni sín í bókinni Brennur. „Í mínum huga snýst ljóðagerð um að taka einhverja tilfinningu, ýmist að láni, eins og hún er í dag eða rifja hana upp og pakka henni í umbúðir þannig að hægt sé að afhenda hana öðrum. Galdurinn er að gera það þannig að viðtakandinn tengi við innihaldið.“ Titill bókarinnar er sóttur í samnefnt ljóð sem fjallar um vissan atburð. „Hús afabróður míns brann. Hann var ekki heima og sagði það hafa verið slæmt því hann hefði aldrei séð hús brenna. Stundum óskar maður þess að geta tæklað hlutina af slíku æðruleysi þegar brennur hjá manni í ýmsum skilningi,“ segir Stefán Bogi sem kveðst alltaf hafa haft þörf fyrir að yrkja. „Ég byrjaði ungur að koma tilfinningum í ljóð og hef verið frekar lítið feiminn með það, las upp bæði í grunnskóla og menntaskóla og er í ljóðahópnum Hása kisa hér fyrir austan.“ Stefán Bogi vinnur á Austurfrétt sem rekur staðbundinn vefmiðil og gefur út Austurgluggann. Hann fæst líka við leiðsögn og þegar samtalið fer fram er að skreppa með félögum sínum á Borgarfjörð eystri þar sem undirbúningur undir Bræðsluna er að hefjast. „Mér finnst gaman að taka þátt í skapandi verkefnum,“ segir skáldið.
Menning Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira