Gefa út plötu ókeypis á netinu Baldvin Þormóðsson skrifar 26. júlí 2014 13:30 Hugar „Við erum búnir að vera saman í alls konar hljómsveitum í mörg ár,“ segir tónlistarmaðurinn Bergur Þórisson en hann gaf nýverið út plötuna Hugar ásamt vini sínum Pétri Jónssyni. „Við komum úr mjög mismunandi áttum,“ segir hann. „Ég er mjög mikill djassari á meðan Pétur er meira í rokkinu þannig að þetta er smá „fusion“ tónlist.“ Þeir félagar eru ekki óvanir tónlistarstarfi en þeir hafa spilað saman með allt frá fönkhljómsveitum og upp í rokkaðar ballhljómsveitir auk þess sem Bergur hefur verið að vinna með Ólafi Arnalds undanfarin tvö ár. „Síðan langaði okkur að fara að taka eitthvað upp og gera eitthvað af viti,“ segir Bergur.Félagarnir voru smá tíma að finna sinn hljóm saman.„Við fórum eitthvað að fikta með það og vorum smá tíma að finna okkar leið í þessu,“ segir tónlistarmaðurinn en þegar allt fór að smella saman hjá þeim ákváðu þeir í byrjun árs að klára verkefnið og gefa út plötu. „Við erum mjög sáttir við lokaútkomuna,“ segir Bergur. „Það er alltaf flókið að vita hvenær eitthvað er tilbúið að gefa út, manni finnst það aldrei vera nógu fullkomið en ef maður gerir það endalaust þá gefur maður aldrei neitt út.“ Plötuna er hægt að nálgast á hugar.is en þar er hægt að hala hana niður ókeypis. Tónlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Við erum búnir að vera saman í alls konar hljómsveitum í mörg ár,“ segir tónlistarmaðurinn Bergur Þórisson en hann gaf nýverið út plötuna Hugar ásamt vini sínum Pétri Jónssyni. „Við komum úr mjög mismunandi áttum,“ segir hann. „Ég er mjög mikill djassari á meðan Pétur er meira í rokkinu þannig að þetta er smá „fusion“ tónlist.“ Þeir félagar eru ekki óvanir tónlistarstarfi en þeir hafa spilað saman með allt frá fönkhljómsveitum og upp í rokkaðar ballhljómsveitir auk þess sem Bergur hefur verið að vinna með Ólafi Arnalds undanfarin tvö ár. „Síðan langaði okkur að fara að taka eitthvað upp og gera eitthvað af viti,“ segir Bergur.Félagarnir voru smá tíma að finna sinn hljóm saman.„Við fórum eitthvað að fikta með það og vorum smá tíma að finna okkar leið í þessu,“ segir tónlistarmaðurinn en þegar allt fór að smella saman hjá þeim ákváðu þeir í byrjun árs að klára verkefnið og gefa út plötu. „Við erum mjög sáttir við lokaútkomuna,“ segir Bergur. „Það er alltaf flókið að vita hvenær eitthvað er tilbúið að gefa út, manni finnst það aldrei vera nógu fullkomið en ef maður gerir það endalaust þá gefur maður aldrei neitt út.“ Plötuna er hægt að nálgast á hugar.is en þar er hægt að hala hana niður ókeypis.
Tónlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira