Adams tekur líklega þátt í gleðigöngunni Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. ágúst 2014 11:00 Tónlistarmaðurinn Bryan Adams ætlar að taka þátt í gleðigöngunni um helgina. Vísir/Getty „Hann er margverðlaunaður ljósmyndari og hefur haldið sýningar úti um allan heim og svo er hann mikill baráttumaður fyrir mannréttindum þannig að mér þætti það ekki ólíklegt að hann kíkti í gönguna og jafnvel með myndavélina á sér,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson um Bryan Adams en hann stendur fyrir tónleikum kanadíska tónlistarmannsins sem fram fara um helgina á laugardags- og sunnudagskvöld. Bryan Adams er einnig ötull baráttumaður fyrir réttindum dýra, enda grænmetisæta, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Bryan lýst yfir áhuga á að fylgjast með gleðigöngunni og jafnvel taka myndavélina sína með. „Hann verður hérna í rólegheitum á milli tónleika þannig að hann á líklega eftir að kíkja í bæinn en svo veit ég að hann hefur mikinn áhuga á að fara Gullna hringinn og í Bláa lónið, þannig að fólk getur alveg rekist á kappann,“ bætir Guðbjartur við. Spurður út í kröfulista kanadísku goðsagnarinnar segist Guðbjartur hann hófsaman og heilbrigðan. „Hann er náttúrulega „vegan“ þannig að hann drekkur ekki einu sinni mjólk né borðar osta þannig að hann reddar sér með því að koma með sinn eigin kokk, sem sér til þess að hann fái góða máltíð,“ útskýrir Guðbjartur. Hann bætir þó við að hann langi til þess að kynna íslenska grænmetisveitingastaði fyrir Adams. „Það væri gaman að fara með hann á einhvern góðan stað á meðan hann dvelur hér en Neil Young sem var hér fyrir skömmu var svakalega ánægður með Gló þannig að það er aldrei að vita nema að Bryan Adams verði besti vinur Gló líkt og Young,“ segir Guðbjartur og hlær. Bryan Adams verður með tvenna tónleika nú um helgina í Eldborgarsal Hörpu og er uppselt á hvora tveggja. Þessi hljómleikaferð er kölluð The Bare Bones Tour en hann verður einn með gítarinn sinn og munnhörpu ásamt píanóleikara og flytur öll sín vinsælustu lög. Bare Bones-ferðin hefur fengið gríðarlega góða dóma alls staðar og er þetta einstakt tækifæri til að sjá kappann í návígi og jafnvel biðja um óskalag. „Það kom mér mikið á óvart að það skyldi seljast upp svona svakalega snögglega.“ Það seldist upp á fyrri tónleikana á um þremur til fjórum mínútum og svo á innan við sólarhring á seinni tónleikana. Tónlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Hann er margverðlaunaður ljósmyndari og hefur haldið sýningar úti um allan heim og svo er hann mikill baráttumaður fyrir mannréttindum þannig að mér þætti það ekki ólíklegt að hann kíkti í gönguna og jafnvel með myndavélina á sér,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson um Bryan Adams en hann stendur fyrir tónleikum kanadíska tónlistarmannsins sem fram fara um helgina á laugardags- og sunnudagskvöld. Bryan Adams er einnig ötull baráttumaður fyrir réttindum dýra, enda grænmetisæta, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Bryan lýst yfir áhuga á að fylgjast með gleðigöngunni og jafnvel taka myndavélina sína með. „Hann verður hérna í rólegheitum á milli tónleika þannig að hann á líklega eftir að kíkja í bæinn en svo veit ég að hann hefur mikinn áhuga á að fara Gullna hringinn og í Bláa lónið, þannig að fólk getur alveg rekist á kappann,“ bætir Guðbjartur við. Spurður út í kröfulista kanadísku goðsagnarinnar segist Guðbjartur hann hófsaman og heilbrigðan. „Hann er náttúrulega „vegan“ þannig að hann drekkur ekki einu sinni mjólk né borðar osta þannig að hann reddar sér með því að koma með sinn eigin kokk, sem sér til þess að hann fái góða máltíð,“ útskýrir Guðbjartur. Hann bætir þó við að hann langi til þess að kynna íslenska grænmetisveitingastaði fyrir Adams. „Það væri gaman að fara með hann á einhvern góðan stað á meðan hann dvelur hér en Neil Young sem var hér fyrir skömmu var svakalega ánægður með Gló þannig að það er aldrei að vita nema að Bryan Adams verði besti vinur Gló líkt og Young,“ segir Guðbjartur og hlær. Bryan Adams verður með tvenna tónleika nú um helgina í Eldborgarsal Hörpu og er uppselt á hvora tveggja. Þessi hljómleikaferð er kölluð The Bare Bones Tour en hann verður einn með gítarinn sinn og munnhörpu ásamt píanóleikara og flytur öll sín vinsælustu lög. Bare Bones-ferðin hefur fengið gríðarlega góða dóma alls staðar og er þetta einstakt tækifæri til að sjá kappann í návígi og jafnvel biðja um óskalag. „Það kom mér mikið á óvart að það skyldi seljast upp svona svakalega snögglega.“ Það seldist upp á fyrri tónleikana á um þremur til fjórum mínútum og svo á innan við sólarhring á seinni tónleikana.
Tónlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira