Segir Minjastofnun í Indiana Jones-leik Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2014 09:00 Fornleifafræðingarnir segja að hætta sé á að minjavarsla fari marga áratugi aftur í tímann. Mynd/Aðsend Átta fornleifafræðingar gagnrýna vinnubrögð Minjastofnunar harðlega, sem þeir segja á skjön við bæði stjórnsýslu- og samkeppnislög.Dr. Bjarni F. Einarsson, framkvæmdastjóri Fornleifafræðistofnunar, segir í samtali við Fréttablaðið að Minjastofnun sé í „Indiana Jones-leik“ hér og þar um landið. Fornleifafræðingarnir átta segja Minjafræðistofnun taka að sér verkefni við fornleifarannsóknir sem stofnunin eigi aðeins að hafa eftirlit með og gefa leyfi fyrir, auk þess sem stofnunin sé umsagnaraðili í skipulagsmálum og málum er lúta að mati á umhverfisáhrifum. Þessi verkefni eigi ekki að vera á hendi stofnunarinnar heldur sjálfstætt starfandi fornleifafræðinga. Bjarni segir að það geti vart talist eðlileg stjórnsýsla að Minjastofnun taki að sér verkefni sem eigi að vera sinnt af fornleifafræðingum á markaði, enda geti hún ekki haft eftirlit með sjálfri sér.Dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur„Þetta hefur að okkar mati þær afleiðingar að minjavarslan fer marga áratugi aftur í tímann. Minjastofnun getur ekki gert neinar kröfur til sjálfrar sín, það er engin skýrslugerð, það er engin eftirfylgni, og hún hefur eftirlit með sjálfri sér sem er öllum skaðlegt,“ segir Bjarni.Í grein sem hópurinn birtir á Vísi í dag segir að vitað sé um dæmi þar sem framkvæmdaaðilum hafi verið mismunað án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Sumir hafi fengið þjónustu frá Minjastofnun sér að kostnaðarlausu en aðrir hafi þurft að ráða til sín þjónustu fornleifafræðinga á markaði og greitt fullt og eðlilegt verð fyrir. Þegar sams konar aðilar, sams konar mál, fái mismunandi meðferð hjá opinberri stofnun sé ekki gætt að jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Þeir segja að ef fram heldur sem horfir muni þessi stefna Minjastofnunar gera út af við íslenska fornleifafræði eins og hún hefur þróast síðastliðna áratugi.Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Fornminjar Tengdar fréttir Minjavarsla á villigötum Ef fram heldur sem horfir mun þessi stefna Minjastofnunar gera út af við íslenska fornleifafræði eins og hún hefur þróast síðastliðna áratugi. 7. ágúst 2014 09:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Átta fornleifafræðingar gagnrýna vinnubrögð Minjastofnunar harðlega, sem þeir segja á skjön við bæði stjórnsýslu- og samkeppnislög.Dr. Bjarni F. Einarsson, framkvæmdastjóri Fornleifafræðistofnunar, segir í samtali við Fréttablaðið að Minjastofnun sé í „Indiana Jones-leik“ hér og þar um landið. Fornleifafræðingarnir átta segja Minjafræðistofnun taka að sér verkefni við fornleifarannsóknir sem stofnunin eigi aðeins að hafa eftirlit með og gefa leyfi fyrir, auk þess sem stofnunin sé umsagnaraðili í skipulagsmálum og málum er lúta að mati á umhverfisáhrifum. Þessi verkefni eigi ekki að vera á hendi stofnunarinnar heldur sjálfstætt starfandi fornleifafræðinga. Bjarni segir að það geti vart talist eðlileg stjórnsýsla að Minjastofnun taki að sér verkefni sem eigi að vera sinnt af fornleifafræðingum á markaði, enda geti hún ekki haft eftirlit með sjálfri sér.Dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur„Þetta hefur að okkar mati þær afleiðingar að minjavarslan fer marga áratugi aftur í tímann. Minjastofnun getur ekki gert neinar kröfur til sjálfrar sín, það er engin skýrslugerð, það er engin eftirfylgni, og hún hefur eftirlit með sjálfri sér sem er öllum skaðlegt,“ segir Bjarni.Í grein sem hópurinn birtir á Vísi í dag segir að vitað sé um dæmi þar sem framkvæmdaaðilum hafi verið mismunað án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Sumir hafi fengið þjónustu frá Minjastofnun sér að kostnaðarlausu en aðrir hafi þurft að ráða til sín þjónustu fornleifafræðinga á markaði og greitt fullt og eðlilegt verð fyrir. Þegar sams konar aðilar, sams konar mál, fái mismunandi meðferð hjá opinberri stofnun sé ekki gætt að jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Þeir segja að ef fram heldur sem horfir muni þessi stefna Minjastofnunar gera út af við íslenska fornleifafræði eins og hún hefur þróast síðastliðna áratugi.Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Fornminjar Tengdar fréttir Minjavarsla á villigötum Ef fram heldur sem horfir mun þessi stefna Minjastofnunar gera út af við íslenska fornleifafræði eins og hún hefur þróast síðastliðna áratugi. 7. ágúst 2014 09:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Minjavarsla á villigötum Ef fram heldur sem horfir mun þessi stefna Minjastofnunar gera út af við íslenska fornleifafræði eins og hún hefur þróast síðastliðna áratugi. 7. ágúst 2014 09:00