Eyðilegt landslag úr íslenskri möl Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2014 11:30 Verkið Riverbed er visst álagspróf á bygginguna, enda er það gert úr um það bil 180 tonnum af möl og grjóti. Mynd/Louisiana Fyrsta einkasýning Ólafs Elíassonar í Louisiana-listasafninu í Danmörku var opnuð í gær og hún er stór í sniðum. Aðalverkið á sýningunni nefnist Riverbed og líkist eyðilegu landslagi. Það er gert úr möl og grjóti sem flutt var frá Íslandi, teygir sig þar um stóra sali safnsins og nær langt upp á veggi. Auk þess streymir lækur um „landið“. Í útskýringum safnsins á verkinu kemur fram að með því hafi Ólafur víkkað hugmyndir forstöðufólks þess um list innan dyra og sett þær í nýtt samhengi. „Auðnin í Riverbed færir áhorfandann vonandi nær náttúrunni og uppruna sínum og gefur honum visst andrúm og frelsi frá áreiti og áhyggjum um stund. Upplifunin verður að minnsta kosti ólík því að mæta í sýningarsal og virða fyrir sér hefðbundnari verk á veggjum eða gólfi,“ segir þar.Mörg og mismunandi módel eru til sýnis sem Ólafur hefur þróað í samstarfi við listamanninn Einar Þorstein.Mynd/LouisianaVerkið Riverbed reynir á innviði byggingarinnar, enda er það gert úr um það bil 180 tonnum af aur og steinum og þekur um eitt þúsund fermetra að sögn Susanne Hartz, yfirmanns upplýsingadeildar safnsins. „Þetta lítur út eins og álagspróf á bygginguna en það samrýmist stefnu okkar að taka krefjandi áskorunum og leysa vandasöm verkefni sem ekki koma á okkar borð daglega. Það varð ljóst strax í upphafi samstarfsins við Ólaf að sýningin yrði einstök.“ Ólafur leggur undir sig mestan hluta safnsins. Auk Riverbed sýnir hann þrjú vídeóverk sem hvert á sinn hátt fjallar um hreyfingu og einnig sýnir hann módel sem hann hefur þróað í samvinnu við listamanninn og arkitektinn Einar Þorstein. Í bókasafni Louisiana fylla listaverkabækur Ólafs rekka og þar er meðal annars nýtt bókverk sem var gert sérstaklega fyrir þessa sýningu. Louisiana – Museum for Moderne Kunst er í Humlebæk, um miðja vegu milli Kaupmannahafnar og Helsingör. Það er opið þriðjudaga til föstudaga milli klukkan 11 og 22, laugardaga og sunnudaga milli 11 og 18 en lokað á mánudögum. Sýning Ólafs Elíassonar stendur til 4. janúar 2015.Upplifunin á sýningunni er ólík því að mæta í sýningarsal og virða fyrir sér hefðbundnari verk á veggjum eða gólfi. Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Fyrsta einkasýning Ólafs Elíassonar í Louisiana-listasafninu í Danmörku var opnuð í gær og hún er stór í sniðum. Aðalverkið á sýningunni nefnist Riverbed og líkist eyðilegu landslagi. Það er gert úr möl og grjóti sem flutt var frá Íslandi, teygir sig þar um stóra sali safnsins og nær langt upp á veggi. Auk þess streymir lækur um „landið“. Í útskýringum safnsins á verkinu kemur fram að með því hafi Ólafur víkkað hugmyndir forstöðufólks þess um list innan dyra og sett þær í nýtt samhengi. „Auðnin í Riverbed færir áhorfandann vonandi nær náttúrunni og uppruna sínum og gefur honum visst andrúm og frelsi frá áreiti og áhyggjum um stund. Upplifunin verður að minnsta kosti ólík því að mæta í sýningarsal og virða fyrir sér hefðbundnari verk á veggjum eða gólfi,“ segir þar.Mörg og mismunandi módel eru til sýnis sem Ólafur hefur þróað í samstarfi við listamanninn Einar Þorstein.Mynd/LouisianaVerkið Riverbed reynir á innviði byggingarinnar, enda er það gert úr um það bil 180 tonnum af aur og steinum og þekur um eitt þúsund fermetra að sögn Susanne Hartz, yfirmanns upplýsingadeildar safnsins. „Þetta lítur út eins og álagspróf á bygginguna en það samrýmist stefnu okkar að taka krefjandi áskorunum og leysa vandasöm verkefni sem ekki koma á okkar borð daglega. Það varð ljóst strax í upphafi samstarfsins við Ólaf að sýningin yrði einstök.“ Ólafur leggur undir sig mestan hluta safnsins. Auk Riverbed sýnir hann þrjú vídeóverk sem hvert á sinn hátt fjallar um hreyfingu og einnig sýnir hann módel sem hann hefur þróað í samvinnu við listamanninn og arkitektinn Einar Þorstein. Í bókasafni Louisiana fylla listaverkabækur Ólafs rekka og þar er meðal annars nýtt bókverk sem var gert sérstaklega fyrir þessa sýningu. Louisiana – Museum for Moderne Kunst er í Humlebæk, um miðja vegu milli Kaupmannahafnar og Helsingör. Það er opið þriðjudaga til föstudaga milli klukkan 11 og 22, laugardaga og sunnudaga milli 11 og 18 en lokað á mánudögum. Sýning Ólafs Elíassonar stendur til 4. janúar 2015.Upplifunin á sýningunni er ólík því að mæta í sýningarsal og virða fyrir sér hefðbundnari verk á veggjum eða gólfi.
Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira