Hvetja hvor aðra áfram Álfrún Pálsdóttir skrifar 22. ágúst 2014 20:00 Bríet Ósk segir gaman að vera komin í samstarf með hressum konum í búðinni Unikat þar sem er að finna íslenska og erlenda hönnun. Vísir/Vilhelm Þegar ég flutti heim úr námi frá Barcelona var það draumur hjá mér að opna hönnunarbúð en ég sá fljótt að sá markaður var mettur hérna heima. Nema hvað varðaði vörur fyrir börn og því opnaði ég netverslunina Mjólkurbúið, sem einbeitir sér að hönnun fyrir börn. Draumurinn var samt alltaf að opna alvöru verslun og þá kom hönnuðurinn Sonja Bent að máli við mig og úr varð þetta frábæra samstarfsverkefni,“ segir Bríet Ósk Guðrúnardóttir innanhússhönnuður og ein af aðstandendum verslunarinnar Unikat sem var opnuð í miðbænum fyrir stuttu. Ásamt Bríeti koma þær Steinunn Vala Sigfúsdóttir hjá Hring eftir hring, Elín Hrund Þorgeirsdóttir hjá Dýrindi, Elena Pétursdóttir hjá Hjarn.is, Sonja Bent fatahönnuður og Nína Björk Hlöðversdóttir ljósmyndari að búðinni. Vöruval verslunarinnar er hönnun úr smiðju þeirra í bland við vel valda hönnunarvöru utan úr heimi. Þær Bríet og Elena reka hvor sína vefverslunina; Mjólkurbúið og Hjarn, sem nú eru með sitt vöruúrval í Unikat. Sonja Bent, Steinunn Vala og Elín eru svo með sín merki til sölu í búðinni ásamt því að aðstoða við vöruval og standa vaktina við búðarborðið. Búðin er á Laugavegi 42b en gengið er inn frá Frakkastíg. Bríet segir húsnæðið passa vel við vöruúrvalið. „Við erum allar smekkkonur með svipaðan stíl sem er frekar skandinavískur en líka smá bóhem. Við erum allar að gera þetta í fyrsta sinn og þetta er búið að vera skemmtilegt ferli í alla staði og svo erum við duglegar að hvetja hver aðra áfram.“ Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Þegar ég flutti heim úr námi frá Barcelona var það draumur hjá mér að opna hönnunarbúð en ég sá fljótt að sá markaður var mettur hérna heima. Nema hvað varðaði vörur fyrir börn og því opnaði ég netverslunina Mjólkurbúið, sem einbeitir sér að hönnun fyrir börn. Draumurinn var samt alltaf að opna alvöru verslun og þá kom hönnuðurinn Sonja Bent að máli við mig og úr varð þetta frábæra samstarfsverkefni,“ segir Bríet Ósk Guðrúnardóttir innanhússhönnuður og ein af aðstandendum verslunarinnar Unikat sem var opnuð í miðbænum fyrir stuttu. Ásamt Bríeti koma þær Steinunn Vala Sigfúsdóttir hjá Hring eftir hring, Elín Hrund Þorgeirsdóttir hjá Dýrindi, Elena Pétursdóttir hjá Hjarn.is, Sonja Bent fatahönnuður og Nína Björk Hlöðversdóttir ljósmyndari að búðinni. Vöruval verslunarinnar er hönnun úr smiðju þeirra í bland við vel valda hönnunarvöru utan úr heimi. Þær Bríet og Elena reka hvor sína vefverslunina; Mjólkurbúið og Hjarn, sem nú eru með sitt vöruúrval í Unikat. Sonja Bent, Steinunn Vala og Elín eru svo með sín merki til sölu í búðinni ásamt því að aðstoða við vöruval og standa vaktina við búðarborðið. Búðin er á Laugavegi 42b en gengið er inn frá Frakkastíg. Bríet segir húsnæðið passa vel við vöruúrvalið. „Við erum allar smekkkonur með svipaðan stíl sem er frekar skandinavískur en líka smá bóhem. Við erum allar að gera þetta í fyrsta sinn og þetta er búið að vera skemmtilegt ferli í alla staði og svo erum við duglegar að hvetja hver aðra áfram.“
Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira