Sjálfstætt fólk er algjörlega hræðileg saga Ólöf Skaftadóttir skrifar 28. ágúst 2014 16:48 Þorleifur Örn Arnarsson líkir Sjálfstæðu fólki við gríska tragedíu. fréttablaðið/arnþór „Ég ætla að segja söguna eins og ég held að hún eigi að vera sögð,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri sem setur upp jólasýningu Þjóðleikhússins í ár, Sjálfstætt fólk. Þorleifur, sem hefur átt gríðarlegri velgengni að fagna á leikstjóraferlinum, er þekktur fyrir að taka þekkt verk og gera þau að sínum eigin. „Ég held að það sem blekkir oft með Laxness er það, að tungumálið er svo fallegt í sjálfu sér. Þessum hluta verksins, þessari fegurð í textanum, er oft ruglað saman við það að sagan í Sjálfstæðu fólki er í rauninni algjörlega hræðileg saga, í ætt við grísku tragedíuna. Það að segja hræðilega sögu í fallegu máli ætti í rauninni að ýta undir hryllinginn og ég held að það sé engin bók Íslandssögunnar sem fólk er tilbúnara til að mistúlka en þetta verk Nóbelsskáldsins,“ segir Þorleifur, kíminn. „Okkur langar að finnast Bjartur vera hetja og við skiljum svo vel þessi hræðilegu örlög – það að hann sé alltaf neðstur í fæðukeðjunni. En heila málið er það að Bjartur er með aðra fæðukeðju undir sér, fjölskylduna, og framferði hans innan þess ramma er algjörlega hræðilegt.“ Þorleifur segist þó engan áhuga hafa á að rústa einu dáðasta verki íslenskrar bókmenntasögu. „Ég er afar hrifinn af verkinu, en mig langar til þess að nálgast það án þess að falla í pytt fegurðarinnar.“ Þorleifur heldur áfram og segir að listinni beri skylda til að setja spurningarmerki við fyrirframgefnar hugmyndir. „Það eru svo sannarlega margar svoleiðis gagnvart Sjálfstæðu fólki.“ Þorleifur leikstýrir sýningunni en Símon Birgisson, Atli Rafn Sigurðarson og Ólafur Egill Egilsson sjá um leikgerðina. Auk þess fer Atli Rafn með hlutverk Bjarts í Sumarhúsum. Filippía Elísdóttir sér um búninga og Vytautas Narbutas um leikmynd. Menning Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Fleiri fréttir Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Ég ætla að segja söguna eins og ég held að hún eigi að vera sögð,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri sem setur upp jólasýningu Þjóðleikhússins í ár, Sjálfstætt fólk. Þorleifur, sem hefur átt gríðarlegri velgengni að fagna á leikstjóraferlinum, er þekktur fyrir að taka þekkt verk og gera þau að sínum eigin. „Ég held að það sem blekkir oft með Laxness er það, að tungumálið er svo fallegt í sjálfu sér. Þessum hluta verksins, þessari fegurð í textanum, er oft ruglað saman við það að sagan í Sjálfstæðu fólki er í rauninni algjörlega hræðileg saga, í ætt við grísku tragedíuna. Það að segja hræðilega sögu í fallegu máli ætti í rauninni að ýta undir hryllinginn og ég held að það sé engin bók Íslandssögunnar sem fólk er tilbúnara til að mistúlka en þetta verk Nóbelsskáldsins,“ segir Þorleifur, kíminn. „Okkur langar að finnast Bjartur vera hetja og við skiljum svo vel þessi hræðilegu örlög – það að hann sé alltaf neðstur í fæðukeðjunni. En heila málið er það að Bjartur er með aðra fæðukeðju undir sér, fjölskylduna, og framferði hans innan þess ramma er algjörlega hræðilegt.“ Þorleifur segist þó engan áhuga hafa á að rústa einu dáðasta verki íslenskrar bókmenntasögu. „Ég er afar hrifinn af verkinu, en mig langar til þess að nálgast það án þess að falla í pytt fegurðarinnar.“ Þorleifur heldur áfram og segir að listinni beri skylda til að setja spurningarmerki við fyrirframgefnar hugmyndir. „Það eru svo sannarlega margar svoleiðis gagnvart Sjálfstæðu fólki.“ Þorleifur leikstýrir sýningunni en Símon Birgisson, Atli Rafn Sigurðarson og Ólafur Egill Egilsson sjá um leikgerðina. Auk þess fer Atli Rafn með hlutverk Bjarts í Sumarhúsum. Filippía Elísdóttir sér um búninga og Vytautas Narbutas um leikmynd.
Menning Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Fleiri fréttir Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira