Norska fyrirtækið mun því gefa út væntanlega plötu sveitarinnar, The Freak Is Alive, en hún er jafnframt fjórða plata sveitarinnar. „Þetta er önnur platan okkar í fullri lengd, við höfum samt einnig gefið út tvær EP-plötur,“ bætir Hörður við.
Nýjasta plata sveitarinnar kemur út með haustinu en nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir enn. „Hún fer allavega í dreifingu á heimsvísu, ég geri þó ekki ráð fyrir að henni verði dreift í hverja einustu plötuverslun en fyrirtækið dreifir henni á heimsvísu,“ segir Hörður um samninginn.
Momentum, sem var stofnuð árið 2003, er jafnframt fyrsta íslenska hljómsveitin sem semur við fyrirtækið.
Samningurinn kom til þegar fulltrúar plötufyrirtækisins sáu sveitina koma fram á hinni rómuðu tónlistarhátíð Roadburn Festival í Hollandi. „Það er nú verið að vinna við að plana tónleikaferðalag en það er ekki komið á hreint hvort við förum á þessu ári, en við förum pottþétt á næsta ári. Það er allavega pottþétt að við förum til Noregs,“ segir Hörður um tónleikaferðalag í kjölfar útgáfunnar. Sveitin hefur áður komið fram utanlands, til dæmis í Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi og Hollandi.