Spuni út frá orðum áhorfenda Sigríður Jónsdóttir skrifar 1. september 2014 13:30 "Fyndnustu atriði kvöldsins spruttu fram á sjónarsviðið þegar leikararnir voru óhræddir við að gera grín að sjálfum sér,“ segir í dómnum. Fréttablaðið/Andri Marinó Spunaverk: Haraldurinn í Tjarnarbíói Hluti af leiklistarhátíðinni Lókal Spunaformið er aftur að hasla sér völl á Íslandi eftir töluverða lægð á síðustu árum. Á meðan Íslandsmót í spuna er haldið í Frystiklefanum á Snæfellsnesi þá sýnir spunahópurinn Haraldurinn afrakstur vinnu sinnar í Tjarnabíói á alþjóðlegu sviðslistahátíðinni Lókal. Haraldurinn er ekki einungis nafnið á hópnum, sem mætti endurskoða til að einfalda hlutina, heldur einnig nafnið á spunaaðferðinni sem leikararnir notast við. Formið (The Harold á ensku) á sér rætur Bandaríkjunum, aðallega í Chicago og New York, og er svokallaður langspuni þar sem hópurinn notar eitt orð frá áhorfendum til að spinna 30 - 40 mínútna atriði. Hópurinn sem sýndi á föstudaginn samanstóð af tólf einstaklingum sem hafa æft spuna af þessu tagi undir handleiðslu leikkonunnar Dóru Jóhannsdóttur síðustu mánuði. Þeir sýndu opinberlega í fyrsta skipti á Menningarnótt þannig að hópurinn er að taka sín fyrstu skref fyrir framan áhorfendur. Hann á hrós skilið fyrir þor og frumkvæði. Grínspuni er nefnilega flóknara fyrirbæri en virðist vera í fyrstu. Uppbygging atriðanna skiptir gríðarlega miklu máli og ekki er nóg að stóla á dónalega brandara né rembast við að leita að sniðugri lokalínu. Gullna reglan um að sýna ekki en segja frá á sérstaklega vel við þetta tiltekna form. Eins og gott uppistand þá verður sviðslistafólkið að vera á tánum, tilbúið að taka áhættu og fagna mistökum. Fyndnustu atriði kvöldsins spruttu fram á sjónarsviðið þegar leikararnir voru óhræddir við að gera grín að sjálfum sér eða settu fram snjöll tilboð sem auðvelt var að nota í skemmtilega senu. Sýningin verður ekki metin út frá stjörnugjöf þar sem þessi skemmtilegi hópur er tiltölulega nýbyrjaður í þjálfun. Þrátt fyrir nokkra veika punkta voru mörg atriði alveg sprenghlægileg. Frekari leikreynsla, áhættumeiri tilraunir og fleiri mistök munu gera þennan hóp enn þá betri.Niðurstaða: Áhugavert leikhúsform sem vert er að fylgjast með og hópurinn á frábæra spretti þegar vel tekst til. Gagnrýni Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Spunaverk: Haraldurinn í Tjarnarbíói Hluti af leiklistarhátíðinni Lókal Spunaformið er aftur að hasla sér völl á Íslandi eftir töluverða lægð á síðustu árum. Á meðan Íslandsmót í spuna er haldið í Frystiklefanum á Snæfellsnesi þá sýnir spunahópurinn Haraldurinn afrakstur vinnu sinnar í Tjarnabíói á alþjóðlegu sviðslistahátíðinni Lókal. Haraldurinn er ekki einungis nafnið á hópnum, sem mætti endurskoða til að einfalda hlutina, heldur einnig nafnið á spunaaðferðinni sem leikararnir notast við. Formið (The Harold á ensku) á sér rætur Bandaríkjunum, aðallega í Chicago og New York, og er svokallaður langspuni þar sem hópurinn notar eitt orð frá áhorfendum til að spinna 30 - 40 mínútna atriði. Hópurinn sem sýndi á föstudaginn samanstóð af tólf einstaklingum sem hafa æft spuna af þessu tagi undir handleiðslu leikkonunnar Dóru Jóhannsdóttur síðustu mánuði. Þeir sýndu opinberlega í fyrsta skipti á Menningarnótt þannig að hópurinn er að taka sín fyrstu skref fyrir framan áhorfendur. Hann á hrós skilið fyrir þor og frumkvæði. Grínspuni er nefnilega flóknara fyrirbæri en virðist vera í fyrstu. Uppbygging atriðanna skiptir gríðarlega miklu máli og ekki er nóg að stóla á dónalega brandara né rembast við að leita að sniðugri lokalínu. Gullna reglan um að sýna ekki en segja frá á sérstaklega vel við þetta tiltekna form. Eins og gott uppistand þá verður sviðslistafólkið að vera á tánum, tilbúið að taka áhættu og fagna mistökum. Fyndnustu atriði kvöldsins spruttu fram á sjónarsviðið þegar leikararnir voru óhræddir við að gera grín að sjálfum sér eða settu fram snjöll tilboð sem auðvelt var að nota í skemmtilega senu. Sýningin verður ekki metin út frá stjörnugjöf þar sem þessi skemmtilegi hópur er tiltölulega nýbyrjaður í þjálfun. Þrátt fyrir nokkra veika punkta voru mörg atriði alveg sprenghlægileg. Frekari leikreynsla, áhættumeiri tilraunir og fleiri mistök munu gera þennan hóp enn þá betri.Niðurstaða: Áhugavert leikhúsform sem vert er að fylgjast með og hópurinn á frábæra spretti þegar vel tekst til.
Gagnrýni Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira