Hún segir þema málverkanna vera útsaumsmynstur af íslenska kvenþjóðbúningnum sem öðlist sitt eigið líf í hennar meðförum. Þau standi ýmist kyrrlát eða flögri um á myndfletinum.
„Þetta er leið til að slíta sig úr viðjum vanans,“ segir hún sposk.
Guðbjörg notar akrýlliti í verkin sín. Hún kveðst í upphafi hafa mundað blýantinn þegar hún fór að forma lauf og blóm en langt sé síðan penslarnir og litirnir tóku yfir.
Þetta er 30. einkasýning Guðbjargar en sú fyrsta var í heimabænum Akureyri fyrir þrjátíu og einu ári.
