Bítlarnir á leið til Íslands Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. september 2014 09:30 Hljómsveitin The Bootleg Beatles er á leið til landsins. mynd/einkasafn „Fyrir sanna Bítlaaðdáendur er þetta líklega það næsta sem þú kemst að því að sjá sjálfa Bítlana,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson en hann stendur fyrir tónleikum einnar vinsælustu heiðurshljómsveitar í heimi, The Bootleg Beatles. The Bootleg Beatles hafa hvarvetna í heiminum fengið frábæra dóma fyrir hljómleika sína og margir staðið agndofa yfir því hversu flott þetta er, hvað strákarnir eru góðir hljóðfæraleikarar og hversu vel þeir ná John, Paul, George og Ringo bæði í útliti og eins í söng og framkomu. „Með þeim verður einnig strengja- og blásarasveit og geta þeir því tekið flóknari lög, sem Bítlarnir gerðu seinna á ferlinum og lögðu ekki í að flytja sjálfir á hljómleikum,“ bætir Guðbjartur við. Farið er yfir allan feril sveitarinnar á tónleikunum og skiptast þeir í fjóra hluta. Hann segir einnig að meðlimir Bítlanna hafi kommenterað á heiðurssveitina. „Sveitin spilaði á fimmtíu ára krýningarafmæli Elísabetar drottningar og þar kom Paul McCartney einnig fram. Sagan segir að Paul hafi beðið þá um að spila ekki neitt af því sem hann ætlaði sjálfur að spila á tónleikunum. George Harrison sagði víst við þá á sínum tíma að þeir kynnu hljómana betur en hann sjálfur,“ segir Guðbjartur léttur í lundu. The Bootleg Beatles hefur verið starfrækt frá árinu 1982 og komið fram á yfir 4.000 tónleikum út um allan heim. „Sá sem leikur Paul McCartney er rétthentur en spilar örvhent á bassann til þess að ná Paul fullkomlega, þeir nota líka allir sams konar hljóðfæri og Bítlarnir notuðu. Sveitin kom fram hér á landi árið 2012 við mikla hrifningu og endurtekur leikinn ásamt strengja- og blásarasveit í Háskólabíói 24. og 25. október. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Fyrir sanna Bítlaaðdáendur er þetta líklega það næsta sem þú kemst að því að sjá sjálfa Bítlana,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson en hann stendur fyrir tónleikum einnar vinsælustu heiðurshljómsveitar í heimi, The Bootleg Beatles. The Bootleg Beatles hafa hvarvetna í heiminum fengið frábæra dóma fyrir hljómleika sína og margir staðið agndofa yfir því hversu flott þetta er, hvað strákarnir eru góðir hljóðfæraleikarar og hversu vel þeir ná John, Paul, George og Ringo bæði í útliti og eins í söng og framkomu. „Með þeim verður einnig strengja- og blásarasveit og geta þeir því tekið flóknari lög, sem Bítlarnir gerðu seinna á ferlinum og lögðu ekki í að flytja sjálfir á hljómleikum,“ bætir Guðbjartur við. Farið er yfir allan feril sveitarinnar á tónleikunum og skiptast þeir í fjóra hluta. Hann segir einnig að meðlimir Bítlanna hafi kommenterað á heiðurssveitina. „Sveitin spilaði á fimmtíu ára krýningarafmæli Elísabetar drottningar og þar kom Paul McCartney einnig fram. Sagan segir að Paul hafi beðið þá um að spila ekki neitt af því sem hann ætlaði sjálfur að spila á tónleikunum. George Harrison sagði víst við þá á sínum tíma að þeir kynnu hljómana betur en hann sjálfur,“ segir Guðbjartur léttur í lundu. The Bootleg Beatles hefur verið starfrækt frá árinu 1982 og komið fram á yfir 4.000 tónleikum út um allan heim. „Sá sem leikur Paul McCartney er rétthentur en spilar örvhent á bassann til þess að ná Paul fullkomlega, þeir nota líka allir sams konar hljóðfæri og Bítlarnir notuðu. Sveitin kom fram hér á landi árið 2012 við mikla hrifningu og endurtekur leikinn ásamt strengja- og blásarasveit í Háskólabíói 24. og 25. október.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira