Land Ho keypt af Sony Þórður Ingi Jónsson skrifar 15. september 2014 10:30 Alice Olivia hlakkar til að sýna vinum og vandamönnum myndina. Skjáskot „Þetta er búið að vera alveg brjálað, myndin fór fyrst á Sundance-kvikmyndahátíðina og svo var hún keypt af Sony Classic Pictures eftir frumsýninguna. Þetta er engin smá viðurkenning,“ segir Alice Olivia Clarke, leik- og listakona sem leikur í hinni bandarísk-íslensku kvikmynd Land Ho!. Myndin verður opnunarmynd RIFF-kvikmyndahátíðarinnar sem sett verður í Háskólabíói 25. september. Land Ho! er vegamynd í léttum dúr um tvo roskna vini og ferðalag þeirra um Ísland. Myndin hefur slegið í gegn þar vestra og er nú verið að sýna hana víðs vegar um Bandaríkin og Kanada. „Myndin var skotin á um það bil tuttugu dögum seinasta haust. Tökuliðið stoppaði frekar stutt og síðan komst hún inn á Sundance. Athyglin sem hún hefur verið að fá er alveg ótrúleg, þetta er einstaklega falleg mynd.“ Alice er frá Ottawa í Kanada en hún hefur búið hér á landi seinustu tuttugu árin með eiginmanni sínum, Kára Eiríkssyni arkitekt. Þau hittust í Kanada þegar hann lærði þar arkitektúr. Í Land Ho! leikur hún ljósmyndara sem rekst á gömlu vinina tvo í heitri laug. Ásamt því að hafa leikið í öðrum kvikmyndum, eins og The Good Heart eftir Dag Kára og Reykjavík eftir Ásgrím Sverrisson, rekur Alice vinsæla fylgihlutalínu að nafni Týra – ljómandi fylgihlutir. Alice segist vera afar spennt fyrir opnunarhátíð RIFF þar sem Land Ho! verður loksins frumsýnd hér á Íslandi. „Það verður gaman að geta sýnt öllum vinum og vandamönnum mínum myndina. Hún var sýnd vestur í Ottawa fyrir nokkrum vikum og það mættu svakalega margir. Íslendingar geta reynt að gera betur,“ segir Alice að lokum. RIFF Tengdar fréttir Í kvikmynd sem fer á Sundance Rapparinn Emmsjé Gauti lék í kvikmynd sem er á leiðinni á kvikmyndahátíðina Sundance. Hann var í skýjunum að sjá nafn sitt í gagnagrunninum IMDb. 6. desember 2013 10:30 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
„Þetta er búið að vera alveg brjálað, myndin fór fyrst á Sundance-kvikmyndahátíðina og svo var hún keypt af Sony Classic Pictures eftir frumsýninguna. Þetta er engin smá viðurkenning,“ segir Alice Olivia Clarke, leik- og listakona sem leikur í hinni bandarísk-íslensku kvikmynd Land Ho!. Myndin verður opnunarmynd RIFF-kvikmyndahátíðarinnar sem sett verður í Háskólabíói 25. september. Land Ho! er vegamynd í léttum dúr um tvo roskna vini og ferðalag þeirra um Ísland. Myndin hefur slegið í gegn þar vestra og er nú verið að sýna hana víðs vegar um Bandaríkin og Kanada. „Myndin var skotin á um það bil tuttugu dögum seinasta haust. Tökuliðið stoppaði frekar stutt og síðan komst hún inn á Sundance. Athyglin sem hún hefur verið að fá er alveg ótrúleg, þetta er einstaklega falleg mynd.“ Alice er frá Ottawa í Kanada en hún hefur búið hér á landi seinustu tuttugu árin með eiginmanni sínum, Kára Eiríkssyni arkitekt. Þau hittust í Kanada þegar hann lærði þar arkitektúr. Í Land Ho! leikur hún ljósmyndara sem rekst á gömlu vinina tvo í heitri laug. Ásamt því að hafa leikið í öðrum kvikmyndum, eins og The Good Heart eftir Dag Kára og Reykjavík eftir Ásgrím Sverrisson, rekur Alice vinsæla fylgihlutalínu að nafni Týra – ljómandi fylgihlutir. Alice segist vera afar spennt fyrir opnunarhátíð RIFF þar sem Land Ho! verður loksins frumsýnd hér á Íslandi. „Það verður gaman að geta sýnt öllum vinum og vandamönnum mínum myndina. Hún var sýnd vestur í Ottawa fyrir nokkrum vikum og það mættu svakalega margir. Íslendingar geta reynt að gera betur,“ segir Alice að lokum.
RIFF Tengdar fréttir Í kvikmynd sem fer á Sundance Rapparinn Emmsjé Gauti lék í kvikmynd sem er á leiðinni á kvikmyndahátíðina Sundance. Hann var í skýjunum að sjá nafn sitt í gagnagrunninum IMDb. 6. desember 2013 10:30 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
Í kvikmynd sem fer á Sundance Rapparinn Emmsjé Gauti lék í kvikmynd sem er á leiðinni á kvikmyndahátíðina Sundance. Hann var í skýjunum að sjá nafn sitt í gagnagrunninum IMDb. 6. desember 2013 10:30