Ferðakostnaður íþróttafólks eykst Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 17. september 2014 06:00 Þingmenn ræða frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á virðisaukaskatti á þingi í gær. Vísir/stefán Kristján Möller, Samfylkingu, gerði fyrirhugaða hækkun á virðisaukaskatti á rútuferðir íþróttafélaga að umtalsefni á Alþingi í gær. Samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á virðisaukaskatti leggst tólf prósenta virðisaukaskattur á fólksflutninga verði frumvarpið að lögum í óbreyttri mynd. Kristján sagði að ef farið væri með strætó væri það virðisaukaskattsfrjálst, sömuleiðis ef farið er með flugi en rútufarið hækki því á það leggist virðisaukaskattur og langflestir noti rútu til að fara á milli staða. Þetta er bara einfalt reiknisdæmi. Ferð sem kostar eina milljón króna með 40 manns innanborðs hækkar um 120 þúsund krónur. Svo get ég eftirlátið fjármálaráðherra að reikna út hvað það þýðir fyrir hvern einstakling, sagði Kristján. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir auðvelt að halda því fram að þar sem eitthvað sé virðisaukaskattskylt eigi annað ekki að vera það. Línan sem er unnið eftir varðandi fólksflutninga er þessi: Áætlunarferðir eru undanskildar. Aðrar ferðir, sérstaklega í afþreyingarskyni og þar er horft til ferðamannaiðnaðarins, komi inn í kerfið. Það þýðir, já, að rútuferðir sem ekki eru í áætlun, sama hvort verið er að flytja íþróttafólk eða hóp eldri borgara eða þingmenn eða aðra, koma inn í kerfið, sagði Bjarni. Fyrirhuguð hækkun á virðisaukaskatti á mat var til umræðu og gagnrýndu þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna að þingmenn Framsóknar voru ekki viðstaddir umræðuna. Margir þingmenn flokksins hafa lýst andstöðu við hækkun matarskatts. „Á þessum fundi að ljúka án þess að við, almennir þingmenn, fáum að ræða við framsóknarmenn?“ spurði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og bætti við að það væri mikilvægt að þingmenn fengju að spyrja framsóknarmenn út í afstöðu þeirra. Ég hef ekki keypt ísskáp frá því 2001, þannig að hann má lækka ansi mikið í verði til að vega upp á móti öllum þeim matarkörfum sem ég hef keypt á því tímabili, sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, og benti á að ekki væri hægt að fresta matarkaupum. Lágtekjufólk þarf alla daga að kaupa mat en það getur frestað ýmsum útgjöldum af þessum toga, sagði Árni Páll. Bjarni svarði Árna Páli og benti á að tekjulágir notuðu að jafnaði hærra hlutfall ráðstöfunartekna í neyslu en aðrir tekjuhópar. „Það gildir ekki bara um matvöruna, sem menn vilja einblína á í þessari umræðu, sem er að hækka vissulega. Það gildir líka um alla hina neysluna, sem er í öðrum flokkum sem eru að lækka. Þess vegna njóta tekjulágir umfram aðra lækkana á öðru því sem lækkar í þessu frumvarpi. Þeir njóta hlutfallslega meiri ávinnings af lækkunum í frumvarpinu en aðrir tekjuhópar.“ Alþingi Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Kristján Möller, Samfylkingu, gerði fyrirhugaða hækkun á virðisaukaskatti á rútuferðir íþróttafélaga að umtalsefni á Alþingi í gær. Samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á virðisaukaskatti leggst tólf prósenta virðisaukaskattur á fólksflutninga verði frumvarpið að lögum í óbreyttri mynd. Kristján sagði að ef farið væri með strætó væri það virðisaukaskattsfrjálst, sömuleiðis ef farið er með flugi en rútufarið hækki því á það leggist virðisaukaskattur og langflestir noti rútu til að fara á milli staða. Þetta er bara einfalt reiknisdæmi. Ferð sem kostar eina milljón króna með 40 manns innanborðs hækkar um 120 þúsund krónur. Svo get ég eftirlátið fjármálaráðherra að reikna út hvað það þýðir fyrir hvern einstakling, sagði Kristján. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir auðvelt að halda því fram að þar sem eitthvað sé virðisaukaskattskylt eigi annað ekki að vera það. Línan sem er unnið eftir varðandi fólksflutninga er þessi: Áætlunarferðir eru undanskildar. Aðrar ferðir, sérstaklega í afþreyingarskyni og þar er horft til ferðamannaiðnaðarins, komi inn í kerfið. Það þýðir, já, að rútuferðir sem ekki eru í áætlun, sama hvort verið er að flytja íþróttafólk eða hóp eldri borgara eða þingmenn eða aðra, koma inn í kerfið, sagði Bjarni. Fyrirhuguð hækkun á virðisaukaskatti á mat var til umræðu og gagnrýndu þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna að þingmenn Framsóknar voru ekki viðstaddir umræðuna. Margir þingmenn flokksins hafa lýst andstöðu við hækkun matarskatts. „Á þessum fundi að ljúka án þess að við, almennir þingmenn, fáum að ræða við framsóknarmenn?“ spurði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og bætti við að það væri mikilvægt að þingmenn fengju að spyrja framsóknarmenn út í afstöðu þeirra. Ég hef ekki keypt ísskáp frá því 2001, þannig að hann má lækka ansi mikið í verði til að vega upp á móti öllum þeim matarkörfum sem ég hef keypt á því tímabili, sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, og benti á að ekki væri hægt að fresta matarkaupum. Lágtekjufólk þarf alla daga að kaupa mat en það getur frestað ýmsum útgjöldum af þessum toga, sagði Árni Páll. Bjarni svarði Árna Páli og benti á að tekjulágir notuðu að jafnaði hærra hlutfall ráðstöfunartekna í neyslu en aðrir tekjuhópar. „Það gildir ekki bara um matvöruna, sem menn vilja einblína á í þessari umræðu, sem er að hækka vissulega. Það gildir líka um alla hina neysluna, sem er í öðrum flokkum sem eru að lækka. Þess vegna njóta tekjulágir umfram aðra lækkana á öðru því sem lækkar í þessu frumvarpi. Þeir njóta hlutfallslega meiri ávinnings af lækkunum í frumvarpinu en aðrir tekjuhópar.“
Alþingi Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira