Ásgeir Trausti kominn í nýja hljómsveit Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. september 2014 09:00 Hljómsveitin Uniimog sendir frá sér sína fyrstu plötu á næstu vikum. mynd/einkasafn „Þetta byrjaði eiginlega þannig að ég og Steini þurftum að fá smá útrás þegar við vorum á tónleikaferðalagi með Ásgeiri,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson en hann og Þorsteinn Einarsson hafa stofnað nýja hljómsveit, ásamt Ásgeiri Trausta og Sigurði Guðmundssyni sem ber nafnið Uniimog. Guðmundur, Þorsteinn og Sigurður eru gjarnan kenndir við reggísveitina Hjálma og þá er Ásgeir Trausti bróðir Þorsteins og því mikil tenging á milli meðlima sveitarinnar. „Það má eiginlega segja að Ásgeir sé að gera okkur eins konar greiða til baka, við erum búnir að vera á tónleikaferðalagi með honum út um allan heim en það er mjög gaman að fá hann í bandið,“ segir Þorsteinn léttur í lundu. Þeir félagar eru nú búnir að taka upp heila plötu sem mun líta dagsins ljós á næstu vikum en hún mun bera titilinn, Yfir hafið. „Við tókum upptökubúnað með okkur á tónleikaferðalagið, þannig að hún er tekin upp á hótelherbergjum víðs vegar um heiminn,“ segir Guðmundur um ferlið. Lög og textar eru samin af Þorsteini en þeir félagar kláruðu plötuna fyrir skömmu og fengu góða félaga til þess að leika inn á hana. „Við fengum til að mynda fjóra trommuleikara til þess að spila inn á plötuna, þá Helga Svavar Helgason, Kristinn Snæ Agnarsson, Nils Olof Törnqvist og Magnús Trygvason Eliassen.“ Þrír þeir fyrrnefndu hafa allir verið í Hjálmum. Tónlistin er talsvert frá hljóðheimi Ásgeirs og einhvers konar blanda af elektró tónlist og acoustiscri tónlist. „Þetta er æðisleg plata,“ bætir Guðmundur við. Fyrstu tónleikar sveitarinnar eru ekki komnir í dagbókina en meðlimir sveitarinnar eru sem stendur uppteknir í öðrum verkefnum. Þeir ætla þó að reyna telja í sína fyrstu tónleika sem fyrst. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta byrjaði eiginlega þannig að ég og Steini þurftum að fá smá útrás þegar við vorum á tónleikaferðalagi með Ásgeiri,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson en hann og Þorsteinn Einarsson hafa stofnað nýja hljómsveit, ásamt Ásgeiri Trausta og Sigurði Guðmundssyni sem ber nafnið Uniimog. Guðmundur, Þorsteinn og Sigurður eru gjarnan kenndir við reggísveitina Hjálma og þá er Ásgeir Trausti bróðir Þorsteins og því mikil tenging á milli meðlima sveitarinnar. „Það má eiginlega segja að Ásgeir sé að gera okkur eins konar greiða til baka, við erum búnir að vera á tónleikaferðalagi með honum út um allan heim en það er mjög gaman að fá hann í bandið,“ segir Þorsteinn léttur í lundu. Þeir félagar eru nú búnir að taka upp heila plötu sem mun líta dagsins ljós á næstu vikum en hún mun bera titilinn, Yfir hafið. „Við tókum upptökubúnað með okkur á tónleikaferðalagið, þannig að hún er tekin upp á hótelherbergjum víðs vegar um heiminn,“ segir Guðmundur um ferlið. Lög og textar eru samin af Þorsteini en þeir félagar kláruðu plötuna fyrir skömmu og fengu góða félaga til þess að leika inn á hana. „Við fengum til að mynda fjóra trommuleikara til þess að spila inn á plötuna, þá Helga Svavar Helgason, Kristinn Snæ Agnarsson, Nils Olof Törnqvist og Magnús Trygvason Eliassen.“ Þrír þeir fyrrnefndu hafa allir verið í Hjálmum. Tónlistin er talsvert frá hljóðheimi Ásgeirs og einhvers konar blanda af elektró tónlist og acoustiscri tónlist. „Þetta er æðisleg plata,“ bætir Guðmundur við. Fyrstu tónleikar sveitarinnar eru ekki komnir í dagbókina en meðlimir sveitarinnar eru sem stendur uppteknir í öðrum verkefnum. Þeir ætla þó að reyna telja í sína fyrstu tónleika sem fyrst.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira