Gaman að vinna með öðruvísi efni 22. september 2014 22:00 Katrín Alda segir það hafa komið sér skemmtilega á óvart hversu gaman það er að hanna skartgripi. Mynd/Silja Magg Hönnuðurinn Katrín Alda fetar nýjar slóðir með skartgripamerkinu Eyland sem hefur slegið í gegn hérlendis sem erlendis undanfarið. Rauði þráðurinn er "hið illa auga“ svokallaða. „Þetta er svona hliðarverkefni sem hefur undið upp á sig,“ segir hönnuðurinn Katrín Alda sem nýlega setti á laggirnar skartgripamerkið Eyland í félagi við breska vinkonu sína, Victoriu. Katrín Alda er betur þekkt sem fatahönnuður þar sem hún er með merkið sitt KALDA og er skartgripamerkið samstarf vinkvennanna en nú eru þær að leggja drög að þriðju línunni. Rauði þráðurinn í hönnuninni er hið svokallaða „evil eye“ eða hið illa auga en línan samanstendur af armböndum, hringjum, eyrnalokkum og hálsmenum.Fallegt skart.„Það er mjög gaman að vinna með öðru vísi efni en í fatahönnuninni og hefur komið mér skemmtilega á óvart hvað þetta er gaman. Þetta er ódýrara sem gerir markaðinn opnari,“ segir Katrín Alda en fyrsta lína Eylands er nú seld í 12 búðum víðs vegar um heiminn eins og í Ástralíu, Singapúr og Tókýó. Þá hefur vefverslunin vinsæla Nastygal hafið sölu á skartinu. Hér á landi er línan til sölu í búðinni Einveru og einnig á vefsíðunni Eylandjewellery.com. Svo er hægt að fylgjast með merkinu á Facebook-síðunni þeirra hér. Katrín Alda er búsett í Bretlandi þar sem hún fylgir fatamerki sínu KALDA eftir og nú Eylandi. „Við erum að klára þriðju línuna núna sem er aðeins öðru vísi en augað heldur sér áfram.“„Hið illa auga“ er rauði þráðurinn í hönnunni. Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Hönnuðurinn Katrín Alda fetar nýjar slóðir með skartgripamerkinu Eyland sem hefur slegið í gegn hérlendis sem erlendis undanfarið. Rauði þráðurinn er "hið illa auga“ svokallaða. „Þetta er svona hliðarverkefni sem hefur undið upp á sig,“ segir hönnuðurinn Katrín Alda sem nýlega setti á laggirnar skartgripamerkið Eyland í félagi við breska vinkonu sína, Victoriu. Katrín Alda er betur þekkt sem fatahönnuður þar sem hún er með merkið sitt KALDA og er skartgripamerkið samstarf vinkvennanna en nú eru þær að leggja drög að þriðju línunni. Rauði þráðurinn í hönnuninni er hið svokallaða „evil eye“ eða hið illa auga en línan samanstendur af armböndum, hringjum, eyrnalokkum og hálsmenum.Fallegt skart.„Það er mjög gaman að vinna með öðru vísi efni en í fatahönnuninni og hefur komið mér skemmtilega á óvart hvað þetta er gaman. Þetta er ódýrara sem gerir markaðinn opnari,“ segir Katrín Alda en fyrsta lína Eylands er nú seld í 12 búðum víðs vegar um heiminn eins og í Ástralíu, Singapúr og Tókýó. Þá hefur vefverslunin vinsæla Nastygal hafið sölu á skartinu. Hér á landi er línan til sölu í búðinni Einveru og einnig á vefsíðunni Eylandjewellery.com. Svo er hægt að fylgjast með merkinu á Facebook-síðunni þeirra hér. Katrín Alda er búsett í Bretlandi þar sem hún fylgir fatamerki sínu KALDA eftir og nú Eylandi. „Við erum að klára þriðju línuna núna sem er aðeins öðru vísi en augað heldur sér áfram.“„Hið illa auga“ er rauði þráðurinn í hönnunni.
Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira