Ljóð kvenna lesin og sungin á Bakkanum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. október 2014 13:00 Rannveig Anna stofnaði Konubókastofuna á síðasta ári og segir þangað koma bæði Íslendinga og erlenda ferðamenn. Stofan er hluti hins nýja verkefnis Bókabæirnir austanfjalls. Mynd/Úr einkasafni „Ég er búin að fá flott ljóðskáld,“ segir Rannveig Anna Jónsdóttir, forstöðumaður Konubókastofu, um dagskrá ljóðahátíðar í Rauða húsinu á Eyrarbakka á morgun, sunnudag, klukkan 14. Hún kynnir til sögunnar Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur, Kristrúnu Guðmundsdóttur, Heiðrúnu Ólafsdóttur og Sigrúnu Haraldsdóttur sem allar lesa upp úr bókum sínum. „Svo mun Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir halda erindi um skáldkonuna Erlu og Lay Low og Agnes Erna Estherardóttir ætla að flytja ljúfa tónlist við ljóð kvenna.“ Rannveig Anna stofnaði Konubókastofuna á síðasta ári. Hún er bókmenntafræðingur og kveðst alin upp í anda kvenréttinda. Þetta tvennt hafi sameinast í hugmyndinni um konubókastofu. „Ég sá safn á Englandi 2008 sem er eingöngu með bækur eftir konur. Þegar ég gekk þar út ákvað ég að stofna svona á Íslandi þegar ég kæmi heim. „Ég sagði mörgum frá fyrirætlan minni og eftir viðtal við mig í Landanum fóru mér að berast bækur eftir konur hvaðanæva af landinu. Hellingur af bókum. Fleiri viðtöl hafa birst og bækurnar streyma til mín stanslaust. Ein kom núna í morgun, afskaplega falleg, hún heitir Ljóðin hennar ömmu og þessi amma hét Laufey Sigríður og var Kristjánsdóttir. Rannveig Anna segir sveitarfélagið Árborg hafa skaffað Konubókastofunni herbergi í Blátúni á Eyrarbakka. „Nú er plássið orðið of lítið þannig að næsta skref er að finna stærra,“ segir hún. „En Rauða húsið er svo elskulegt að leyfa mér að halda ljóðahátíðina þar.“ Konubókastofan er varðveislu- og fræðslusafn með vefsíðuna konubokastofa.is. Elsta bókin þar er frá 1886, það er handavinnubók eftir þrjá höfunda, þar á meðal Þóru biskups. „Hver sem er getur komið og fræðst um bækurnar og höfunda þeirra en við lánum þær ekki úr húsi,“ segir Rannveig Anna sem er í lokin spurð hvort hún sé skáld. „Nei, því miður, það væri dásamlegt. En ég hef heilmikinn áhuga á skáldskap.“ Menning Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira
„Ég er búin að fá flott ljóðskáld,“ segir Rannveig Anna Jónsdóttir, forstöðumaður Konubókastofu, um dagskrá ljóðahátíðar í Rauða húsinu á Eyrarbakka á morgun, sunnudag, klukkan 14. Hún kynnir til sögunnar Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur, Kristrúnu Guðmundsdóttur, Heiðrúnu Ólafsdóttur og Sigrúnu Haraldsdóttur sem allar lesa upp úr bókum sínum. „Svo mun Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir halda erindi um skáldkonuna Erlu og Lay Low og Agnes Erna Estherardóttir ætla að flytja ljúfa tónlist við ljóð kvenna.“ Rannveig Anna stofnaði Konubókastofuna á síðasta ári. Hún er bókmenntafræðingur og kveðst alin upp í anda kvenréttinda. Þetta tvennt hafi sameinast í hugmyndinni um konubókastofu. „Ég sá safn á Englandi 2008 sem er eingöngu með bækur eftir konur. Þegar ég gekk þar út ákvað ég að stofna svona á Íslandi þegar ég kæmi heim. „Ég sagði mörgum frá fyrirætlan minni og eftir viðtal við mig í Landanum fóru mér að berast bækur eftir konur hvaðanæva af landinu. Hellingur af bókum. Fleiri viðtöl hafa birst og bækurnar streyma til mín stanslaust. Ein kom núna í morgun, afskaplega falleg, hún heitir Ljóðin hennar ömmu og þessi amma hét Laufey Sigríður og var Kristjánsdóttir. Rannveig Anna segir sveitarfélagið Árborg hafa skaffað Konubókastofunni herbergi í Blátúni á Eyrarbakka. „Nú er plássið orðið of lítið þannig að næsta skref er að finna stærra,“ segir hún. „En Rauða húsið er svo elskulegt að leyfa mér að halda ljóðahátíðina þar.“ Konubókastofan er varðveislu- og fræðslusafn með vefsíðuna konubokastofa.is. Elsta bókin þar er frá 1886, það er handavinnubók eftir þrjá höfunda, þar á meðal Þóru biskups. „Hver sem er getur komið og fræðst um bækurnar og höfunda þeirra en við lánum þær ekki úr húsi,“ segir Rannveig Anna sem er í lokin spurð hvort hún sé skáld. „Nei, því miður, það væri dásamlegt. En ég hef heilmikinn áhuga á skáldskap.“
Menning Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira