Á háskólatónleikum í dag flytja sjö hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands Septett í Es-dúr op. 20 eftir Ludwig van Beethoven. Septettinn skipa Arngunnur Árnadóttir á klarínettu, Jósef Ognibene á horn, Michael Kaulartz á fagott, Nicola Lolli á fiðlu, Þórunn Ósk Marinósdóttir á víólu, Júlía Mogensen á selló og Richard Korn á kontrabassa.
Beethoven samdi Septett í Es-dúr op. 20 árið 1800 og tileinkaði verkið Maríu Theresu, keisaraynju af Austurríki. Tónleikarnir hefjast klukkan 12.30 og fara fram í Hátíðarsal Aðalbyggingar Háskóla Íslands.
