Hera og Jed spila á Iceland Airwaves Viktoría Hermannsdóttir skrifar 8. október 2014 12:00 Þau Jed og Hera kynntust fyrir tveimur árum og hafa verið að semja saman og spila síðan þá. „Við hlökkum mikið til að koma til Íslands, þetta verður í fyrsta skipti sem Jed kemur og ég hef ekki komið heim í þrjú ár. Við erum mjög spennt,“ segir söngkonan Hera Hjartardóttir. Hera kemur til landsins í byrjun nóvember en hún er búsett á Nýja-Sjálandi. Með henni í för verður vinur hennar og samstarfsmaður, Jed Parsons. Þau Jed ætla að spila á Airwaves og í kjölfarið fara í tónleikaferðalag um landið. Þau Hera og Jed kynntust fyrir rúmum tveimur árum og hafa unnið mikið saman síðan þá. „Hann var trommari í rokkhljómsveit sem ég var að túra með. Þeir spiluðu undir hjá mér og svo líka sem eigið band, House of Mountain. Við höfðum smá tíma baksviðs fyrir tónleika eitt kvöldið og þá sömdum við Jed lag saman. Það var lagið Issues sem hefur notið mikilla vinsælda hérna úti,“ segir Hera. Þau Jed gerðu myndband við lagið sem var síðan meðal annars notað til þess að auglýsa Christchurch, bæinn sem hún býr í á Nýja-Sjálandi. „Okkar stíll smellpassaði saman og við sömdum fleiri og fleiri lög. Stundum voru það mín lög sem hann bætti harmóníum við og svo öfugt. Síðan þá höfum við túrað mikið saman og gefið út live-plötu, Live at York Street, sem var eitt besta stúdíó hér í Nýja-Sjálandi en því var lokað. Við höfum síðan haldið marga skemmtilega tónleika hér,“ segir hún. Þau hafa líka spilað utan Nýja-Sjálands en í fyrra ferðuðust þau til Maníla á Filippseyjum og úr varð heimildarmynd sem sýnd er um borð í flugvélum Air New Zealand. Íslandsför þeirra verður einnig tekin upp. „Það kemur kvikmyndatökumaður frá LA sem ætlar að taka upp Airwaves og ætlar svo að fylgja okkur eftir á túrnum,“ segir Hera spennt fyrir heimkomunni. Airwaves Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
„Við hlökkum mikið til að koma til Íslands, þetta verður í fyrsta skipti sem Jed kemur og ég hef ekki komið heim í þrjú ár. Við erum mjög spennt,“ segir söngkonan Hera Hjartardóttir. Hera kemur til landsins í byrjun nóvember en hún er búsett á Nýja-Sjálandi. Með henni í för verður vinur hennar og samstarfsmaður, Jed Parsons. Þau Jed ætla að spila á Airwaves og í kjölfarið fara í tónleikaferðalag um landið. Þau Hera og Jed kynntust fyrir rúmum tveimur árum og hafa unnið mikið saman síðan þá. „Hann var trommari í rokkhljómsveit sem ég var að túra með. Þeir spiluðu undir hjá mér og svo líka sem eigið band, House of Mountain. Við höfðum smá tíma baksviðs fyrir tónleika eitt kvöldið og þá sömdum við Jed lag saman. Það var lagið Issues sem hefur notið mikilla vinsælda hérna úti,“ segir Hera. Þau Jed gerðu myndband við lagið sem var síðan meðal annars notað til þess að auglýsa Christchurch, bæinn sem hún býr í á Nýja-Sjálandi. „Okkar stíll smellpassaði saman og við sömdum fleiri og fleiri lög. Stundum voru það mín lög sem hann bætti harmóníum við og svo öfugt. Síðan þá höfum við túrað mikið saman og gefið út live-plötu, Live at York Street, sem var eitt besta stúdíó hér í Nýja-Sjálandi en því var lokað. Við höfum síðan haldið marga skemmtilega tónleika hér,“ segir hún. Þau hafa líka spilað utan Nýja-Sjálands en í fyrra ferðuðust þau til Maníla á Filippseyjum og úr varð heimildarmynd sem sýnd er um borð í flugvélum Air New Zealand. Íslandsför þeirra verður einnig tekin upp. „Það kemur kvikmyndatökumaður frá LA sem ætlar að taka upp Airwaves og ætlar svo að fylgja okkur eftir á túrnum,“ segir Hera spennt fyrir heimkomunni.
Airwaves Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira