Kate Bush segir að endurkomutónleikar hennar í London hafi verið ein „ótrúlegasta upplifun“ lífs síns.
Á heimasíðu sinni þakkaði hún öllum sem komu að horfa á hana og „urðu hluti af þessari sameiginlegu upplifun“.
Bush, sem er 56 ára, kom fram á 22 tónleikum sem seldist upp á í höllinni Hammersmith Appolo í London. Á síðunni talaði hún ekkert um hvort hún ætlaði að koma aftur fram á tónleikum en þetta var í fyrsta sinn í rúma þrjá áratugi sem hún steig á svið.
Tæplega 78 þúsund miðar seldust á tónleikaröðina sem stóð í fimm vikur.
Kate Bush þakkar aðdáendum
