Hátíð þegar allir fimm koma saman Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. október 2014 11:30 Secret Swing Society. Sveitin varð til þegar allir félagar hennar stunduðu tónlistarnám í Amsterdam. Mynd úr einkasafni Secret Swing Society er band sem við stofnuðum í Amsterdam árið 2010 þegar við vorum allir þar í námi,“ segir Andri Ólafsson, kontrabassaleikari hljómsveitarinnar Secret Swing Society sem heldur tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði annað kvöld. „Bandið er skipað þremur Íslendingum, einum Frakka og einum Litháa. Tveir okkar búa ennþá í Amsterdam en við hinir erum fluttir til okkar heimalanda þannig að það er hátíð þegar við hittumst allir fimm til að spila saman.“ Auk Andra er hljómsveitin skipuð þeim Grími Helgasyni klarinettleikara, Guillaume Heurtebize gítarleikara, Dominykas Vysniauskas trompetleikara og Kristjáni Tryggva Martinssyni, sem leikur á píanó og harmónikku. Þeir leika og syngja gamaldags sveiflutónlist, frumsamda og ættaða frá höfundum og flytjendum á borð við Duke Ellington, Gershwin-bræðrum, Louis Armstrong, The Mills Brothers, Louis Prima, Django Reinhardt og Fats Waller. Secret Swing Society hefur spilað mikið úti á götum, mörkuðum og síkjum Amsterdam en einnig hefur hún ferðast til fleiri borga í Hollandi, Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Litháen og á austurströnd Bandaríkjanna, ýmist til að spila á djasshátíðum, tónleikum eða úti á götum. Hafa þeir ekkert reynt að spila á götum úti á Íslandi? „Okkur finnst reyndar skemmtilegast að spila á götum úti og höfum gert það tvisvar í Reykjavík,“ segir Andri. „Það gekk alveg ágætlega en það var rigning og ekkert rífandi stemning. Ef við værum meira á Íslandi myndum við samt örugglega nota hvert tækifæri til þess að gleðja landann með spilamennsku úti á götum, verst bara hvað veðrið býður sjaldan upp á það.“ Menning Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Secret Swing Society er band sem við stofnuðum í Amsterdam árið 2010 þegar við vorum allir þar í námi,“ segir Andri Ólafsson, kontrabassaleikari hljómsveitarinnar Secret Swing Society sem heldur tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði annað kvöld. „Bandið er skipað þremur Íslendingum, einum Frakka og einum Litháa. Tveir okkar búa ennþá í Amsterdam en við hinir erum fluttir til okkar heimalanda þannig að það er hátíð þegar við hittumst allir fimm til að spila saman.“ Auk Andra er hljómsveitin skipuð þeim Grími Helgasyni klarinettleikara, Guillaume Heurtebize gítarleikara, Dominykas Vysniauskas trompetleikara og Kristjáni Tryggva Martinssyni, sem leikur á píanó og harmónikku. Þeir leika og syngja gamaldags sveiflutónlist, frumsamda og ættaða frá höfundum og flytjendum á borð við Duke Ellington, Gershwin-bræðrum, Louis Armstrong, The Mills Brothers, Louis Prima, Django Reinhardt og Fats Waller. Secret Swing Society hefur spilað mikið úti á götum, mörkuðum og síkjum Amsterdam en einnig hefur hún ferðast til fleiri borga í Hollandi, Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Litháen og á austurströnd Bandaríkjanna, ýmist til að spila á djasshátíðum, tónleikum eða úti á götum. Hafa þeir ekkert reynt að spila á götum úti á Íslandi? „Okkur finnst reyndar skemmtilegast að spila á götum úti og höfum gert það tvisvar í Reykjavík,“ segir Andri. „Það gekk alveg ágætlega en það var rigning og ekkert rífandi stemning. Ef við værum meira á Íslandi myndum við samt örugglega nota hvert tækifæri til þess að gleðja landann með spilamennsku úti á götum, verst bara hvað veðrið býður sjaldan upp á það.“
Menning Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp