Miklar tilfinningar og togstreita Freyr Bjarnason skrifar 31. október 2014 11:00 Hluti þeirra sem koma listamanna fram í Eldborgarsalnum í kvöld. Fréttablaðið/Valli Föngulegur hópur íslenskra tónlistarmanna stígur á Eldborgarsvið Hörpu í kvöld og flytur tónlist Fleetwood Mac, einnar allra vinsælustu hljómsveitar rokksögunnar. Meistarastykki hennar, Rumours, verður flutt í heild sinni auk annarra þekktra laga. Kynnir verður Daddi Guðbergsson, sem er einn fárra Íslendinga sem hefur farið á tónleika með Fleetwood Mac. „Þau hafa ekki verið mjög dugleg í seinni tíð að spila „live“,“ segir Daddi, sem fór einnig í pílagrímsför þegar hann bjó í San Francisco og skoðaði hljóðverið þar sem Rumours var tekin upp. Sú plata hefur selst í meira en 45 milljónum eintaka enda inniheldur hún lög á borð við Don"t Stop, Dreams, Go Your Own Way og Songbird. „Það er ótrúlegt að þau hafi náð að gera þessa plötu. Togstreitan í kringum bandið var ótrúleg og tilfinningarnar líka. Við erum að tala um tvö pör úr hljómsveitinni sem eru nýskilin þegar farið er í vinnslu á plötunni. Einn gagnrýnandi sagði þegar hann var búinn að hlusta á plötuna að skilnaður hafi aldrei verið jafn yndislegur,“ segir Daddi. „Textarnir fjalla mikið um þá krísu sem fólk gengur í gegnum þegar það stendur frammi fyrir miklu tilfinningastríði. Í hljóðverinu mættu þau klukkan sjö um kvöldið og svo var drukkið og dópað til tvö um nóttina. Þá byrjuðu þau að rúlla teipinu og taka upp. Þetta fólk hefur þurft að deyfa sig vel til að höndla pressuna.“ Auk laganna af Rumours verða í kvöld flutt lög á borð við Little Lies, Albatross, Black Magic Woman, Hold Me, Seven Wonders, Gypsy og Big Love. Söngvarar verða Sigríður Thorlacius, Ragnheiður Gröndal, Friðrik Ómar, Sigga Beinteins og Magni. Hljómsveitina skipa Einar Scheving, Eiður Arnarsson, Sigurður Flosason, Kjartan Valdemarsson, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Unnur Birna Björnsdóttir. Alma Rut og Gísli Magna sjá um bakraddir. „Þetta er einvalalið og það hefur verið ótrúlega gaman að fylgjast með þessu hæfileikaríka fólki rúlla þessu gjörsamlega upp,“ segir Daddi og bætir við að Fleetwood Mac sé ein langlífasta smellasveit heims. „Samt hefur hún alltaf haft svolítinn indístimpil á sér.“ Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Föngulegur hópur íslenskra tónlistarmanna stígur á Eldborgarsvið Hörpu í kvöld og flytur tónlist Fleetwood Mac, einnar allra vinsælustu hljómsveitar rokksögunnar. Meistarastykki hennar, Rumours, verður flutt í heild sinni auk annarra þekktra laga. Kynnir verður Daddi Guðbergsson, sem er einn fárra Íslendinga sem hefur farið á tónleika með Fleetwood Mac. „Þau hafa ekki verið mjög dugleg í seinni tíð að spila „live“,“ segir Daddi, sem fór einnig í pílagrímsför þegar hann bjó í San Francisco og skoðaði hljóðverið þar sem Rumours var tekin upp. Sú plata hefur selst í meira en 45 milljónum eintaka enda inniheldur hún lög á borð við Don"t Stop, Dreams, Go Your Own Way og Songbird. „Það er ótrúlegt að þau hafi náð að gera þessa plötu. Togstreitan í kringum bandið var ótrúleg og tilfinningarnar líka. Við erum að tala um tvö pör úr hljómsveitinni sem eru nýskilin þegar farið er í vinnslu á plötunni. Einn gagnrýnandi sagði þegar hann var búinn að hlusta á plötuna að skilnaður hafi aldrei verið jafn yndislegur,“ segir Daddi. „Textarnir fjalla mikið um þá krísu sem fólk gengur í gegnum þegar það stendur frammi fyrir miklu tilfinningastríði. Í hljóðverinu mættu þau klukkan sjö um kvöldið og svo var drukkið og dópað til tvö um nóttina. Þá byrjuðu þau að rúlla teipinu og taka upp. Þetta fólk hefur þurft að deyfa sig vel til að höndla pressuna.“ Auk laganna af Rumours verða í kvöld flutt lög á borð við Little Lies, Albatross, Black Magic Woman, Hold Me, Seven Wonders, Gypsy og Big Love. Söngvarar verða Sigríður Thorlacius, Ragnheiður Gröndal, Friðrik Ómar, Sigga Beinteins og Magni. Hljómsveitina skipa Einar Scheving, Eiður Arnarsson, Sigurður Flosason, Kjartan Valdemarsson, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Unnur Birna Björnsdóttir. Alma Rut og Gísli Magna sjá um bakraddir. „Þetta er einvalalið og það hefur verið ótrúlega gaman að fylgjast með þessu hæfileikaríka fólki rúlla þessu gjörsamlega upp,“ segir Daddi og bætir við að Fleetwood Mac sé ein langlífasta smellasveit heims. „Samt hefur hún alltaf haft svolítinn indístimpil á sér.“
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira