Heimatilbúin hárnæring úr eldhúsinu Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 09:00 visir/getty Hárnæring sem hljómar kannski furðulega en er algjörlega þess virði. Hárið verður silkimjúkt og fallegt eftir þessa næringu og ekki er verra að vita að það eru engin óæskileg aukaefni í henni sem geta skemmt hárið eða haft önnur slæm áhrif. 1/2 bolli hrein jógúrt 1/2 bolli majónes 1 egg Skiljið eggjahvítuna frá rauðunni og blandið saman við hin hráefnin. Smyrjið næringunni í allt hárið, sérstaklega endana. Skellið á ykkur sturtuhettu og bíðið með næringuna á í 30 mínútur. Gott er að hafa handklæði á öxlunum þar sem næringin getur lekið niður á háls. Skolið næringuna úr með volgu vatni, alls ekki heitu. Þvoið svo með mildri hársápu og hárið er tilbúið, silkimjúkt og fallegt. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið
Hárnæring sem hljómar kannski furðulega en er algjörlega þess virði. Hárið verður silkimjúkt og fallegt eftir þessa næringu og ekki er verra að vita að það eru engin óæskileg aukaefni í henni sem geta skemmt hárið eða haft önnur slæm áhrif. 1/2 bolli hrein jógúrt 1/2 bolli majónes 1 egg Skiljið eggjahvítuna frá rauðunni og blandið saman við hin hráefnin. Smyrjið næringunni í allt hárið, sérstaklega endana. Skellið á ykkur sturtuhettu og bíðið með næringuna á í 30 mínútur. Gott er að hafa handklæði á öxlunum þar sem næringin getur lekið niður á háls. Skolið næringuna úr með volgu vatni, alls ekki heitu. Þvoið svo með mildri hársápu og hárið er tilbúið, silkimjúkt og fallegt.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið