„Eigum við ekki að segja að þetta sé grái fiðringurinn“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. nóvember 2014 09:00 Jóhann tók staðinn í gegn með konu sinni og tengdaföður. vísir/ernir „Já, það kom að því að þetta gerðist á gamalsaldri,“ segir kokkurinn Jóhann Helgi Jóhannesson. Hann ákvað að láta draum sinn rætast og opna veitingastaðinn Restó á Rauðarárstíg um síðustu helgi. Jóhann hefur síðustu tólf ár unnið í Ostabúðinni á Skólavörðustíg og fyrir þann tíma var hann meira og minna í tíu ár hjá Rúnari Marvinssyni á staðnum Við Tjörnina og í einhvern tíma hjá Leifi Kolbeinssyni á La Primavera. „Þeir tveir, Rúnar og Leifur, eru mestu áhrifavaldarnir. Það sem ég hef verið að gera er það sem ég hef samsoðið úr visku þessara tveggja snillinga,“ segir Jóhann. Um 25 ár eru síðan hann útskrifaðist sem kokkur og er Restó fyrsti veitingastaðurinn sem hann rekur. En af hverju ákvað hann að láta slag standa núna? „Eigum við ekki að segja að þetta sé grái fiðringurinn,“ segir kokkurinn og hlær. „Ég hef hugsað um þetta annað slagið en er í eðli mínu varfærinn og vil ekki hætta of miklu. Svo datt þetta upp í hendurnar á mér. Þetta var spurning um að taka eina tilraun áður en ég yrði of gamall og sjá hvort ég gæti enn þá eldað á svona à la carte veitingahúsi. Það er alveg rosalega skemmtileg. Ég yngist upp um mörg ár við þetta,“ segir Jóhann. Jóhann rekur staðinn ásamt eiginkonu sinni, Ragnheiði Helenu Eðvarsdóttur. Þau tóku staðinn í andlitslyftingu en í húsinu var áður veitingastaðurinn Madonna. „Við tókum staðinn í gegn með berum höndum með aðstoð föður hennar. Við erum mjög stolt af útkomunni. Þetta var ekki gert af miklum efnum og mér er til efs að einhver hafi umturnað útliti og ásýnd veitingastaðar fyrir jafnfáar krónur og við gerðum.“ Veitingastaðir Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
„Já, það kom að því að þetta gerðist á gamalsaldri,“ segir kokkurinn Jóhann Helgi Jóhannesson. Hann ákvað að láta draum sinn rætast og opna veitingastaðinn Restó á Rauðarárstíg um síðustu helgi. Jóhann hefur síðustu tólf ár unnið í Ostabúðinni á Skólavörðustíg og fyrir þann tíma var hann meira og minna í tíu ár hjá Rúnari Marvinssyni á staðnum Við Tjörnina og í einhvern tíma hjá Leifi Kolbeinssyni á La Primavera. „Þeir tveir, Rúnar og Leifur, eru mestu áhrifavaldarnir. Það sem ég hef verið að gera er það sem ég hef samsoðið úr visku þessara tveggja snillinga,“ segir Jóhann. Um 25 ár eru síðan hann útskrifaðist sem kokkur og er Restó fyrsti veitingastaðurinn sem hann rekur. En af hverju ákvað hann að láta slag standa núna? „Eigum við ekki að segja að þetta sé grái fiðringurinn,“ segir kokkurinn og hlær. „Ég hef hugsað um þetta annað slagið en er í eðli mínu varfærinn og vil ekki hætta of miklu. Svo datt þetta upp í hendurnar á mér. Þetta var spurning um að taka eina tilraun áður en ég yrði of gamall og sjá hvort ég gæti enn þá eldað á svona à la carte veitingahúsi. Það er alveg rosalega skemmtileg. Ég yngist upp um mörg ár við þetta,“ segir Jóhann. Jóhann rekur staðinn ásamt eiginkonu sinni, Ragnheiði Helenu Eðvarsdóttur. Þau tóku staðinn í andlitslyftingu en í húsinu var áður veitingastaðurinn Madonna. „Við tókum staðinn í gegn með berum höndum með aðstoð föður hennar. Við erum mjög stolt af útkomunni. Þetta var ekki gert af miklum efnum og mér er til efs að einhver hafi umturnað útliti og ásýnd veitingastaðar fyrir jafnfáar krónur og við gerðum.“
Veitingastaðir Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira