Semur íslenska tónlist á Spáni Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 3. nóvember 2014 12:00 Ásamt því að vera á fullu í tónlist, er Máni að ljúka námi í menntaskóla mynd/Pepa Valero Máni Orrason er sautján ára íslenskur tónlistarmaður búsettur á Spáni. Hann gaf nýlega út smáskífuna „Fed All My Days“ sem verður á plötunni hans „Repeating Patterns“ en hún kemur út næsta vor. Lagið var tekið upp að hluta til hér heima í Stúdíói Sýrlandi og að hluta til á Spáni. Máni flutti tveggja ára gamall til Spánar fyrst, en níu ára kom hann aftur heim. „Ég bjó þá á sveitabæ nálægt Vík í Mýrdal og þó ég hafi aðeins búið þar í fjögur ár þá hafði þessi tími þarna mikil áhrif á mig tónlistarlega séð. Ég var líka mikið í hestum á þessum tíma og mikið úti í náttúrunni svo það gaf mér innblástur líka,“ segir hann. Fjölskylda Mána er mikið í tónlist og hann segist hafa verið kominn með hljóðfæri í hendurnar aðeins eins árs gamall. Í dag er Máni á lokaári í menntaskóla ásamt því að vinna á fullu í tónlistinni. „Ég er að fara að taka upp myndband við smáskífulagið og spila meira, meðal annars á tónleikum á Íslandi í desember. Markmiðið er auðvitað að standa sig á öllum sviðum og þetta er að ganga vel upp svona,“ segir Máni. Tónlist Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Máni Orrason er sautján ára íslenskur tónlistarmaður búsettur á Spáni. Hann gaf nýlega út smáskífuna „Fed All My Days“ sem verður á plötunni hans „Repeating Patterns“ en hún kemur út næsta vor. Lagið var tekið upp að hluta til hér heima í Stúdíói Sýrlandi og að hluta til á Spáni. Máni flutti tveggja ára gamall til Spánar fyrst, en níu ára kom hann aftur heim. „Ég bjó þá á sveitabæ nálægt Vík í Mýrdal og þó ég hafi aðeins búið þar í fjögur ár þá hafði þessi tími þarna mikil áhrif á mig tónlistarlega séð. Ég var líka mikið í hestum á þessum tíma og mikið úti í náttúrunni svo það gaf mér innblástur líka,“ segir hann. Fjölskylda Mána er mikið í tónlist og hann segist hafa verið kominn með hljóðfæri í hendurnar aðeins eins árs gamall. Í dag er Máni á lokaári í menntaskóla ásamt því að vinna á fullu í tónlistinni. „Ég er að fara að taka upp myndband við smáskífulagið og spila meira, meðal annars á tónleikum á Íslandi í desember. Markmiðið er auðvitað að standa sig á öllum sviðum og þetta er að ganga vel upp svona,“ segir Máni.
Tónlist Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira