Ásgeir hinn trausti, einlægur og án tilgerðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2014 00:01 Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti stóð fyrir sínu í fyrrakvöld. Vísir/Andri Marinó Tónleikar Ásgeir Iceland Airwaves Harpa Silfurberg Fjölmennt var í Silfurbergi í Hörpu þegar Ásgeir, áður þekktur sem Ásgeir Trausti, steig á svið ásamt fríðu föruneyti á miðvikudagskvöld. Auk hefðbundinna hljóðfæraleikara í poppgeiranum var kallaður til strengjakvartett auk blástursþríeykis sem gerði tónleikana þeim mun þéttari og skemmtilegri. Tónlist Ásgeirs er ekki beint til þess fallin að kalla fram danshvatir hjá fólki og var stemningin róleg eftir því. Greinilegt var að margir vildu heyra í söngvaranum 22 ára frá Laugarbakka, sem skaust upp á stjörnuhimininn fyrir tveimur árum með útgáfu plötu sinnar Dýrð í dauðaþögn. Þurftu sumir að bíða lengi fyrir utan salinn og á göngum Hörpu, svo löng var röðin. Margir hverjir fengu eflaust valkvíðahnút í magann að þurfa að velja á milli Ásgeirs og Leaves sem spiluðu samtímis í Norðurljósasalnum. Lítil ferð var á gestum sem voru greinilega sáttir við val sitt. Tveir háværir Danir kepptu um tíma við Ásgeir um athygli mína en smá færsla innan skarans kom mér nær söngvaranum einlæga. Sem betur fer. Ásgeir byrjaði á nýrri og minna þekktum lögum sem fengu fínar viðtökur hjá tónleikagestum. Fólkið sötraði sitt öl, sumir lygndu aftur augum, einn og einn sveiflaði höndum en aðrir hreyfðu hausinn. Eftir því sem á tónleikana leið fóru kunnuglegri lög að heyrast og fögnuðu tónleikagestir þegar lagið Leyndarmál fór í gang. Hápunkturinn fyrir flesta var vafalítið þegar fallegu píanóhljómarnir í lokalaginu, Nýfallið regn, heyrðust. Stórbrotið lag og ljóst að Ásgeir hefði fengið langt uppklapp ef ekki hefði verið vegna óskrifaðra reglna um engin aukalög á Airwaves. Þegar ég sá Ásgeir á Airwaves í fyrra stuðaði mig aðeins hve lítil samskipti hans voru við áhorfendurna. Nú veit ég nákvæmlega hvar ég hef hann. „Takk, thank you og þetta er lokalagið okkar,“ voru skilaboðin til tónleikagesta í gær. Skilaboðin sem mestu skipta er tónlistin sem var virkilega vel flutt, bæði af Ásgeiri sjálfum og frábærum hljóðfæraleikurum á sviðinu.Niðurstaða: Ásgeir klikkar ekki. Falleg tónlist, flutt af einlægni og án allrar tilgerðar. Airwaves Gagnrýni Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónleikar Ásgeir Iceland Airwaves Harpa Silfurberg Fjölmennt var í Silfurbergi í Hörpu þegar Ásgeir, áður þekktur sem Ásgeir Trausti, steig á svið ásamt fríðu föruneyti á miðvikudagskvöld. Auk hefðbundinna hljóðfæraleikara í poppgeiranum var kallaður til strengjakvartett auk blástursþríeykis sem gerði tónleikana þeim mun þéttari og skemmtilegri. Tónlist Ásgeirs er ekki beint til þess fallin að kalla fram danshvatir hjá fólki og var stemningin róleg eftir því. Greinilegt var að margir vildu heyra í söngvaranum 22 ára frá Laugarbakka, sem skaust upp á stjörnuhimininn fyrir tveimur árum með útgáfu plötu sinnar Dýrð í dauðaþögn. Þurftu sumir að bíða lengi fyrir utan salinn og á göngum Hörpu, svo löng var röðin. Margir hverjir fengu eflaust valkvíðahnút í magann að þurfa að velja á milli Ásgeirs og Leaves sem spiluðu samtímis í Norðurljósasalnum. Lítil ferð var á gestum sem voru greinilega sáttir við val sitt. Tveir háværir Danir kepptu um tíma við Ásgeir um athygli mína en smá færsla innan skarans kom mér nær söngvaranum einlæga. Sem betur fer. Ásgeir byrjaði á nýrri og minna þekktum lögum sem fengu fínar viðtökur hjá tónleikagestum. Fólkið sötraði sitt öl, sumir lygndu aftur augum, einn og einn sveiflaði höndum en aðrir hreyfðu hausinn. Eftir því sem á tónleikana leið fóru kunnuglegri lög að heyrast og fögnuðu tónleikagestir þegar lagið Leyndarmál fór í gang. Hápunkturinn fyrir flesta var vafalítið þegar fallegu píanóhljómarnir í lokalaginu, Nýfallið regn, heyrðust. Stórbrotið lag og ljóst að Ásgeir hefði fengið langt uppklapp ef ekki hefði verið vegna óskrifaðra reglna um engin aukalög á Airwaves. Þegar ég sá Ásgeir á Airwaves í fyrra stuðaði mig aðeins hve lítil samskipti hans voru við áhorfendurna. Nú veit ég nákvæmlega hvar ég hef hann. „Takk, thank you og þetta er lokalagið okkar,“ voru skilaboðin til tónleikagesta í gær. Skilaboðin sem mestu skipta er tónlistin sem var virkilega vel flutt, bæði af Ásgeiri sjálfum og frábærum hljóðfæraleikurum á sviðinu.Niðurstaða: Ásgeir klikkar ekki. Falleg tónlist, flutt af einlægni og án allrar tilgerðar.
Airwaves Gagnrýni Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira