Rokkað gegn siðapostulum Þórður Ingi Jónsson skrifar 13. nóvember 2014 11:30 Abominor skrifaði nýlega undir samning hjá írsku plötuútgáfunni Invictus Productions. mynd/kristinn guðmundsson „Andkristni er það að sætta sig ekki við kúgun í skjóli trúar. Þetta snýst um það að taka „sannleikann“ af sjálfskipuðum siðapostulum, sem með fordómum og afturhaldshyggju þykjast eiga að ákveða hvað aðrir mega og mega ekki,“ segir Eyvindur Gauti Vilmundarson, einn aðstandenda tónlistarhátíðarinnar Andkristni sem haldin verður á Gamla Gauknum 21. desember. Andkristni er langlífasta þungarokkshátíð Íslands. „Hátíðin var í byrjun óbeint svar við Kristnihátíð sem haldin var á Þingvöllum árið 2000. Með henni vildu aðstandendur Andkristnihátíðar koma skoðun sinni á framfæri varðandi kostnað og annað sem fylgdi þeirri hátíð, sem kalla má svartan blett á sögu þjóðar,“ segir Eyvindur. Á tónleikunum koma fram svartmálmssveitirnar Svartidauði, Sinmara, Misþyrming, Abominor og Mannvirki. „Það má benda á að Íslendingar hafa nú hamrað svartmálminn í hartnær 20 ár og því vel við hæfi að gera hann sýnilegri og að sem flestir kynnist honum.“ Þess má geta að í fréttatilkynningu frá Andkristni segjast aðstandendur hátíðar harma ummæli listamannsins Snorra Ásmundssonar um að sataníska orku legði af Framsóknarflokknum. „Satanískri orku yrði seint sóað í þann lýð. Satan er líf, ljós og unaður, ólíkt Framsóknarflokknum,“ segir í tilkynningunni. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Andkristni er það að sætta sig ekki við kúgun í skjóli trúar. Þetta snýst um það að taka „sannleikann“ af sjálfskipuðum siðapostulum, sem með fordómum og afturhaldshyggju þykjast eiga að ákveða hvað aðrir mega og mega ekki,“ segir Eyvindur Gauti Vilmundarson, einn aðstandenda tónlistarhátíðarinnar Andkristni sem haldin verður á Gamla Gauknum 21. desember. Andkristni er langlífasta þungarokkshátíð Íslands. „Hátíðin var í byrjun óbeint svar við Kristnihátíð sem haldin var á Þingvöllum árið 2000. Með henni vildu aðstandendur Andkristnihátíðar koma skoðun sinni á framfæri varðandi kostnað og annað sem fylgdi þeirri hátíð, sem kalla má svartan blett á sögu þjóðar,“ segir Eyvindur. Á tónleikunum koma fram svartmálmssveitirnar Svartidauði, Sinmara, Misþyrming, Abominor og Mannvirki. „Það má benda á að Íslendingar hafa nú hamrað svartmálminn í hartnær 20 ár og því vel við hæfi að gera hann sýnilegri og að sem flestir kynnist honum.“ Þess má geta að í fréttatilkynningu frá Andkristni segjast aðstandendur hátíðar harma ummæli listamannsins Snorra Ásmundssonar um að sataníska orku legði af Framsóknarflokknum. „Satanískri orku yrði seint sóað í þann lýð. Satan er líf, ljós og unaður, ólíkt Framsóknarflokknum,“ segir í tilkynningunni.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira