Mun ekki snúa aftur í dómsmálaráðuneytið Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Þingflokkur sjálfstæðismanna telur stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra vera erfiða. Einn þingmaður flokksins efast um að hægt sé að styðja hana. Formaðurinn segir ólíklegt að hún snúi aftur í dómsmálaráðuneytið. vísir/vilhelm Hanna Birna Kristjánsdóttir mun að öllum líkindum ekki snúa aftur í dómsmálaráðuneytið. Þetta segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Hanna baðst lausnar undan þeim verkefnum sem heyra undir dómsmálin. Við gerðum ráð fyrir að það væri bráðabirgðaráðstöfun en nú þurfum við að setjast yfir það hvernig við skipum það ráðuneyti út kjörtímabilið,“ segir Bjarni. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru áhyggjufullir á þingflokksfundi í gær vegna afleiðinga lekamálsins. Þingflokkurinn kom saman á fundi þar sem játning Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Hönnu, og staða hennar í kjölfarið bar hæst. Eftir fundinn lýsti Bjarni yfir fullum stuðningi við Hönnu Birnu. Bjarni segir hana hafa fengið mikinn stuðning í þingflokknum og hafa stuðning hans óskoraðan til að halda áfram störfum sínum. Aðspurður hvort allir þingmenn flokksins hafi lýst yfir stuðningi við Hönnu svarar Bjarni: „Það voru þingmenn sem tóku ekki til máls á fundinum. Við getum orðað það þannig.“ Heimildir Fréttablaðsins herma að fundurinn hafi verið erfiður og tilfinningaþrunginn. Málið valdi þingmönnum áhyggjum, sem hafi þó, sér í lagi eftir afdráttarlausa stuðningsyfirlýsingu Bjarna upphafi fundar, ákveðið að styðja Hönnu sem heild. Einn þingmaður flokksins taldi þó að það yrði erfitt. „Ég get staðfest að við ræddum um málið á mjög opinn og hreinskiptin hátt,“ segir Bjarni.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að samkvæmt heimildum fréttastofu myndi umboðsmaður Alþingis skila af sér áliti, vegna embættisfærslna Hönnu sem innanríkisráðherra meðan lögreglurannsókn á lekamálinu var í gangi, á næstu dögum. Þar komi fram áfellisdómur yfir verkum hennar, hún hafi verið vanhæf til að eiga í samskiptum við Stefán Eiríksson, lögreglustjóra og þannig brotið gegn óskráðri reglu um sérstakt hæfi. Samskiptin hafi ekki samrýmst yfirstjórnunarheimildum hennar gagnvart embættinu. Bjarni segir að verði niðurstaðan sú að Hanna hafi brotið hæfisreglur sé það ekki mjög fjarri því sem Hanna hafi sjálf sagt um samskipti sín við lögreglustjórann. „Það er í sjálfu sér ekki mikið nýtt í málinu,“ segir Bjarni. Lekamálið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir mun að öllum líkindum ekki snúa aftur í dómsmálaráðuneytið. Þetta segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Hanna baðst lausnar undan þeim verkefnum sem heyra undir dómsmálin. Við gerðum ráð fyrir að það væri bráðabirgðaráðstöfun en nú þurfum við að setjast yfir það hvernig við skipum það ráðuneyti út kjörtímabilið,“ segir Bjarni. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru áhyggjufullir á þingflokksfundi í gær vegna afleiðinga lekamálsins. Þingflokkurinn kom saman á fundi þar sem játning Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Hönnu, og staða hennar í kjölfarið bar hæst. Eftir fundinn lýsti Bjarni yfir fullum stuðningi við Hönnu Birnu. Bjarni segir hana hafa fengið mikinn stuðning í þingflokknum og hafa stuðning hans óskoraðan til að halda áfram störfum sínum. Aðspurður hvort allir þingmenn flokksins hafi lýst yfir stuðningi við Hönnu svarar Bjarni: „Það voru þingmenn sem tóku ekki til máls á fundinum. Við getum orðað það þannig.“ Heimildir Fréttablaðsins herma að fundurinn hafi verið erfiður og tilfinningaþrunginn. Málið valdi þingmönnum áhyggjum, sem hafi þó, sér í lagi eftir afdráttarlausa stuðningsyfirlýsingu Bjarna upphafi fundar, ákveðið að styðja Hönnu sem heild. Einn þingmaður flokksins taldi þó að það yrði erfitt. „Ég get staðfest að við ræddum um málið á mjög opinn og hreinskiptin hátt,“ segir Bjarni.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að samkvæmt heimildum fréttastofu myndi umboðsmaður Alþingis skila af sér áliti, vegna embættisfærslna Hönnu sem innanríkisráðherra meðan lögreglurannsókn á lekamálinu var í gangi, á næstu dögum. Þar komi fram áfellisdómur yfir verkum hennar, hún hafi verið vanhæf til að eiga í samskiptum við Stefán Eiríksson, lögreglustjóra og þannig brotið gegn óskráðri reglu um sérstakt hæfi. Samskiptin hafi ekki samrýmst yfirstjórnunarheimildum hennar gagnvart embættinu. Bjarni segir að verði niðurstaðan sú að Hanna hafi brotið hæfisreglur sé það ekki mjög fjarri því sem Hanna hafi sjálf sagt um samskipti sín við lögreglustjórann. „Það er í sjálfu sér ekki mikið nýtt í málinu,“ segir Bjarni.
Lekamálið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira