Ungliðadeildirnar 1. nóvember 2014 00:01 Það ríkti mikil tilhlökkun meðal barnanna í Ungliðadeildunum. Fyrsta desmber átti að fara fram fánahylling á leikvelli skólans í tilefni dagsins. Þá ætluðu ungliðadeildirnar einnig að halda sameiginlegan fund til þess að ræða um jólagjafir frá deildunum til sjúklinga á sjúkrahúsum og aldursforseta kauptúnsins. Fyrir hádegi fyrsta desember komu börnin saman við skólann. Flest þeirra voru með lítinn, íslenskan fána á stöng. Piltur og stúlka drógu íslenska fánann að húni á flaggstöng skólans. Fjallkonan, lítil stúlka í þjóðbúningi , flutti kvæðið Til fánans sem Einar Benediktsson orti um bláhvíta fánann. Eftir hádegi héldu börnin fund í samkomusal skólans. Í öðrum enda salarins var var stórt borð skreytt blómum með merki rauða krossins og íslenska fánanum á stöng. Öll börnin höfðu hvíta húfu og hvítan borða með rauðum krossi um arm. Stjórn deildanna tók sér sæti við borðið. Formaður var fundarstjóri. Hann setti fundinn með stuttri ræðu og stjórnaði almennum söng á eftir. Því næst var lesin upp fundargerð síðasta fundar. Þar hafði margt verið til fróðleiks og skemmtunar; frásögn skólastjóra um stofnun og starf Rauða krossins, þá var tekið fyrir aðalmálefni fundarins jólagjafir til sjúklinga og aldursforseta kauptúnsins. Eftir nokkrar umræður var samþykkt tillaga þess efnis að kjósa fimm manna nefnd til þess að sjá um jólagjafir í samræmi vil vilja fundarins. Féhirðir deildarinnar gaf þær upplýsingar að fjárhagur deildarinnar væri óvenju góður. Sumardaginn fyrsta síðastliðinn höfðu deildirnar fagnað sumri að vanda með því að fara í skrúðgöngu um kauptúnið og halda skemmtun fyrir almenning í samkomuhúsi kauptúnsins til ágóða fyrir deildina. Næstu daga var nefndin sem átti að sjá um jólagjafirnar í miklum önnum. Hún þurfti að ákveða gjafirnar, pakka þeim inn og koma þeim í póst. Einnig þurfti hún að skrifa á jólakort, sem börnin teiknuðu, með hverjum pakka. Nefndin fór margar ferðir í verslanir kauptúnsins Það var mikill vandi að velja og hafna. Margs þurfti að gæta. Það varð að taka tillit til verðs og gæða. Gjafirnar urðu að vera smekklegar og sem best við hæfi hvers og eins. Nefndin lét börnin í deildunum fylgjast með kaupum og ákvörðunum. Samstarf nemenda um þetta verkefni hafði áhrif á andrúmsloftið í skólanum. Börnin voru venju fremur vinsamleg í umgengni hvert við annað, tillitsöm og hjálpfús. Þau reyndu auðsjáanlega að setja sig í spor þeirra, sem ekki gátu haldið jól heima, en urðu að dveljast sjúkir og fjarri vinum og vandamönnum. Jólin nálguðust. Dagarnir liðu hver af öðrum, og loksins kom aðfangadagur, en þá ætlaði nefndin að færa aldursforseta kauptúnsins jólagjöfina. Aldursforsetinn að þessu sinni var var kona á níræðisaldri . Hún var ekkja og bjó hjá syni sínum í litlu húsi í útjaðri kauptúnsins. Heimili hennar var fátæklegt, en hreinlegt. Hún var orðlögð fyrir hógværð og háttprýði. Hjálpsöm var hún við menn og málleysingja. Þegar snjór var yfir öllu á vetrum, mátti oft sjá mergð snjótittlinga í garðinum fyrir utan húsið hennar. Það var henni unun í ellinni að gefa þeim korn daglega. Nærvera þessara litlu vina gaf henni hlutdeild í þeirri gleði, er sá einn þekkir, sem veitir öðrum hjálp í neyð. Nefndin frá ungliðadeildinni drap á dyr. Gamla konan opnaði hurðina. Hún var broshýr og hlý í viðmóti. Kannski grunaði hana eitthvað? Börnin afhentu henni jólagjöfina með viðeigandi formála sem var fyrir fram hugsaður og ákveðinn. Þau báðu hana að opna ekki pakkann fyrr en um kvöldið. Gamla konan klökknaði og þakkaði þeim innilega hugulsemina. Hún bauð þeim inn í herbergið sitt, og þar ræddi hún við þau um stund. Hún sagði þeim frá jólunum, þegar hún var barn. Margt hafði breyst, en alltaf veittu jólin birtu og yl og snertu viðkvæma strengi í brjóstum mannanna. Börnin kvöddu og héldu heim. Þeim bjó sönn jólagleði í hjarta. Gamla konan opnaði jólapakkann um kvöldið. Hún sat með hann í kjöltu sinni og lét hugann reika. Tár blikuðu á augum. Þrátt fyrir nær öld að baki var hún enn barn á jólunum. Jól Mest lesið Íslensku jólasveinarnir berjast í geimnum Jól Njótum jólanna án þess að kála okkur Jól Það var verið að baða allan daginn Jólin Það heyrast jólabjöllur Jól Kalkúnafylling Jól Rómantísk jól undir stjörnumergð Jól Innri friður Jólin Nótur fyrir píanó: Bráðum koma blessuð jólin Jól Gulli Briem: Mömmur þurfa líka að fá að hvíla sig á jólunum Jólin Jólalag dagsins: Ellefu ára Svala Björgvins syngur Ég hlakka svo til í Jólaboði Afa Jól
Það ríkti mikil tilhlökkun meðal barnanna í Ungliðadeildunum. Fyrsta desmber átti að fara fram fánahylling á leikvelli skólans í tilefni dagsins. Þá ætluðu ungliðadeildirnar einnig að halda sameiginlegan fund til þess að ræða um jólagjafir frá deildunum til sjúklinga á sjúkrahúsum og aldursforseta kauptúnsins. Fyrir hádegi fyrsta desember komu börnin saman við skólann. Flest þeirra voru með lítinn, íslenskan fána á stöng. Piltur og stúlka drógu íslenska fánann að húni á flaggstöng skólans. Fjallkonan, lítil stúlka í þjóðbúningi , flutti kvæðið Til fánans sem Einar Benediktsson orti um bláhvíta fánann. Eftir hádegi héldu börnin fund í samkomusal skólans. Í öðrum enda salarins var var stórt borð skreytt blómum með merki rauða krossins og íslenska fánanum á stöng. Öll börnin höfðu hvíta húfu og hvítan borða með rauðum krossi um arm. Stjórn deildanna tók sér sæti við borðið. Formaður var fundarstjóri. Hann setti fundinn með stuttri ræðu og stjórnaði almennum söng á eftir. Því næst var lesin upp fundargerð síðasta fundar. Þar hafði margt verið til fróðleiks og skemmtunar; frásögn skólastjóra um stofnun og starf Rauða krossins, þá var tekið fyrir aðalmálefni fundarins jólagjafir til sjúklinga og aldursforseta kauptúnsins. Eftir nokkrar umræður var samþykkt tillaga þess efnis að kjósa fimm manna nefnd til þess að sjá um jólagjafir í samræmi vil vilja fundarins. Féhirðir deildarinnar gaf þær upplýsingar að fjárhagur deildarinnar væri óvenju góður. Sumardaginn fyrsta síðastliðinn höfðu deildirnar fagnað sumri að vanda með því að fara í skrúðgöngu um kauptúnið og halda skemmtun fyrir almenning í samkomuhúsi kauptúnsins til ágóða fyrir deildina. Næstu daga var nefndin sem átti að sjá um jólagjafirnar í miklum önnum. Hún þurfti að ákveða gjafirnar, pakka þeim inn og koma þeim í póst. Einnig þurfti hún að skrifa á jólakort, sem börnin teiknuðu, með hverjum pakka. Nefndin fór margar ferðir í verslanir kauptúnsins Það var mikill vandi að velja og hafna. Margs þurfti að gæta. Það varð að taka tillit til verðs og gæða. Gjafirnar urðu að vera smekklegar og sem best við hæfi hvers og eins. Nefndin lét börnin í deildunum fylgjast með kaupum og ákvörðunum. Samstarf nemenda um þetta verkefni hafði áhrif á andrúmsloftið í skólanum. Börnin voru venju fremur vinsamleg í umgengni hvert við annað, tillitsöm og hjálpfús. Þau reyndu auðsjáanlega að setja sig í spor þeirra, sem ekki gátu haldið jól heima, en urðu að dveljast sjúkir og fjarri vinum og vandamönnum. Jólin nálguðust. Dagarnir liðu hver af öðrum, og loksins kom aðfangadagur, en þá ætlaði nefndin að færa aldursforseta kauptúnsins jólagjöfina. Aldursforsetinn að þessu sinni var var kona á níræðisaldri . Hún var ekkja og bjó hjá syni sínum í litlu húsi í útjaðri kauptúnsins. Heimili hennar var fátæklegt, en hreinlegt. Hún var orðlögð fyrir hógværð og háttprýði. Hjálpsöm var hún við menn og málleysingja. Þegar snjór var yfir öllu á vetrum, mátti oft sjá mergð snjótittlinga í garðinum fyrir utan húsið hennar. Það var henni unun í ellinni að gefa þeim korn daglega. Nærvera þessara litlu vina gaf henni hlutdeild í þeirri gleði, er sá einn þekkir, sem veitir öðrum hjálp í neyð. Nefndin frá ungliðadeildinni drap á dyr. Gamla konan opnaði hurðina. Hún var broshýr og hlý í viðmóti. Kannski grunaði hana eitthvað? Börnin afhentu henni jólagjöfina með viðeigandi formála sem var fyrir fram hugsaður og ákveðinn. Þau báðu hana að opna ekki pakkann fyrr en um kvöldið. Gamla konan klökknaði og þakkaði þeim innilega hugulsemina. Hún bauð þeim inn í herbergið sitt, og þar ræddi hún við þau um stund. Hún sagði þeim frá jólunum, þegar hún var barn. Margt hafði breyst, en alltaf veittu jólin birtu og yl og snertu viðkvæma strengi í brjóstum mannanna. Börnin kvöddu og héldu heim. Þeim bjó sönn jólagleði í hjarta. Gamla konan opnaði jólapakkann um kvöldið. Hún sat með hann í kjöltu sinni og lét hugann reika. Tár blikuðu á augum. Þrátt fyrir nær öld að baki var hún enn barn á jólunum.
Jól Mest lesið Íslensku jólasveinarnir berjast í geimnum Jól Njótum jólanna án þess að kála okkur Jól Það var verið að baða allan daginn Jólin Það heyrast jólabjöllur Jól Kalkúnafylling Jól Rómantísk jól undir stjörnumergð Jól Innri friður Jólin Nótur fyrir píanó: Bráðum koma blessuð jólin Jól Gulli Briem: Mömmur þurfa líka að fá að hvíla sig á jólunum Jólin Jólalag dagsins: Ellefu ára Svala Björgvins syngur Ég hlakka svo til í Jólaboði Afa Jól