Eygló Ósk Gústafsdóttir, nífaldur Íslandsmeistari í sundi frá helginni, keppti fyrir „nýtt“ félag um helgina. Hún kemur úr Sundfélaginu Ægi, en nú hefur Reykjavíkurfélögunum öllum verið skellt saman undir nafni ÍBR.
„Það er mjög gaman að æfa núna eftir að liðin voru sameinuð,“ segir hún. „Félagsskapurinn er meiri sem og liðsheildin. Það er líka meiri keppni á æfingum og betri mórall í heildina. Maður eignast fleiri vini og allt er miklu skemmtilegra.“
Eygló varð tíðrætt um helgina sem og þegar Fréttablaðið tók hana tali um að nú fengi hún meiri keppni, jafnt á æfingum sem í mótum. Það er eitthvað sem hún þurfti á að halda.
„Við vorum alveg rosalega fá í Ægi í elsta hópnum þannig að sameining Reykjavíkurfélaganna bjargaði æfingaástandinu hér á Íslandi. Ég var farin að keppa við stráka sem eru miklu yngri en ég. Nú er ég að æfa með eldri krökkum og strákum sem veita mér meiri keppni. Það ýtir við mér,“ segir hún.
Eygló Ósk blómstrar hjá "nýja“ félaginu

Tengdar fréttir

Ég kom sjálfri mér alveg rosalega á óvart
Sunddrottningin Eygló Ósk Gústafsdóttir var óumdeild stjarna Íslandsmeistaramótsins í 25 metra laug sem fram fór í Ásvallalaug um helgina. Eygló vann níu gull og setti sex Íslandsmet. Eitt þeirra hefði komið henni á pall á HM í Istanbúl fyrir tveimur árum