Kvartar undan Sigríði og undrast að hún hafi verið sett yfir lekamálið Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. nóvember 2014 07:00 Spjót standa á Sigríði Björku Guðjónsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, vegna fyrri starfa hennar sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Fréttablaðið/GVA „Ég sé ekki að það sé nokkur lagastoð fyrir slíkum gagnasendingum,“ segir Katrín Oddsdóttir lögmaður sem fyrir hönd erlendrar konu í lekamálinu svokallaða hefur kvartað til Persónuverndar yfir upplýsingagjöf frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Eins og fram hefur komið sendi þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrir ári greinargerð um mál hælisleitandans Tonys Omos til Gísla Freys Valdórssonar, þáverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Sigríður Björk gefur ekki kost á viðtali en í yfirlýsingu á þriðjudag sagði hún að lögregluembættinu bæri að veita ráðuneyti, sem æðra stjórnvaldi, þær upplýsingar sem það óskaði eftir. Katrín Oddsdóttir, lögmaður Evelyn Glory Joseph, er á öðru máli.Katrín Oddsdóttir.Fréttablaðið/StefánSett yfir mál sem hún tengist „Það er ekki heimilt að senda gögn um grunaða menn í sakamálum og aðra nafngreinda einstaklinga eins og minn skjólstæðing til aðstoðarmanna ráðherra. Þá gæti aðstoðarmaður ráðherra krafist hvaða gagna sem er sem eru í rannsókn lögreglu,“ segir Katrín. Málið vindi sífellt meira og meira upp á sig og atburðarásin sé með ólíkindum. „Bara sú staðreynd að fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi verið settur yfir lögregluna í Reykjavík á meðan rannsóknin á lekamálinu stóð enn yfir þó að hún hafi tengst þessu máli vekur mjög margar spurningar, eins og spurningar um hæfi. Sigríður hefur verið í samskiptum við þennan aðstoðarmann og virðist hafa verið handvalin og sett þarna inn án auglýsingar.“Gísli Freyr Valdórsson.Fréttablaðið/ErnirEkki öll kurl komin til grafar Stjórn Persónuverndar fundaði um málið að eigin frumkvæði á miðvikudag og ákvað þá að óska eftir upplýsingum um innihald greinargerðarinnar sem lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum. Katrín telur fjölþætt persónuverndarbrot hafi átt sér stað gegn Evelyn og því hafi hún síðdegis í gær sent inn kvörtun til Persónuverndar fyrir hönd hennar. Öll kurl séu ekki komin til grafar. „Þó að Gísli hafi játað ákveðna háttsemi sem hann var ákærður fyrir er greinilega miklu meira sem þarf að rannsaka og taka á hvort séu eðlileg vinnubrögð í okkar stjórnsýslu. Ég væri til í að vita hvort það viðgengst almennt að lögreglustjórar séu að senda pólitískt ráðnum aðstoðarmönnum ráðherra upplýsingar um sakamál og jafnvel að búa til greinargerðir með viðkvæmum persónuupplýsingum handa þeim.“Engin svör á Suðurnesjum Fréttablaðið beindi þeirri spurningu til lögreglunnar á Suðurnesjum hvaða lagaheimild embættið hefði stuðst við þegar aðstoðarmanni ráðherra var send greinargerð um Tony Omos. „Því er til að svara að undirrituðum er ekki kunnugt um samskipti ráðuneyta og einstakra undirstofnana. Um það mál sem sérstaklega er spurt um hefur undirritaður ekki vitneskju,“ segir í svari Ólafs Helga Kjartanssonar, núverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, fyrir hönd embættisins. „Rétt er að vekja athygli á því að málið sem spurt er um er til meðferðar Umboðsmanns Alþingis, sem mun væntanlega fara yfir alla þætti málsins,“ bætir hann við. Lekamálið Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Sjá meira
„Ég sé ekki að það sé nokkur lagastoð fyrir slíkum gagnasendingum,“ segir Katrín Oddsdóttir lögmaður sem fyrir hönd erlendrar konu í lekamálinu svokallaða hefur kvartað til Persónuverndar yfir upplýsingagjöf frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Eins og fram hefur komið sendi þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrir ári greinargerð um mál hælisleitandans Tonys Omos til Gísla Freys Valdórssonar, þáverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Sigríður Björk gefur ekki kost á viðtali en í yfirlýsingu á þriðjudag sagði hún að lögregluembættinu bæri að veita ráðuneyti, sem æðra stjórnvaldi, þær upplýsingar sem það óskaði eftir. Katrín Oddsdóttir, lögmaður Evelyn Glory Joseph, er á öðru máli.Katrín Oddsdóttir.Fréttablaðið/StefánSett yfir mál sem hún tengist „Það er ekki heimilt að senda gögn um grunaða menn í sakamálum og aðra nafngreinda einstaklinga eins og minn skjólstæðing til aðstoðarmanna ráðherra. Þá gæti aðstoðarmaður ráðherra krafist hvaða gagna sem er sem eru í rannsókn lögreglu,“ segir Katrín. Málið vindi sífellt meira og meira upp á sig og atburðarásin sé með ólíkindum. „Bara sú staðreynd að fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi verið settur yfir lögregluna í Reykjavík á meðan rannsóknin á lekamálinu stóð enn yfir þó að hún hafi tengst þessu máli vekur mjög margar spurningar, eins og spurningar um hæfi. Sigríður hefur verið í samskiptum við þennan aðstoðarmann og virðist hafa verið handvalin og sett þarna inn án auglýsingar.“Gísli Freyr Valdórsson.Fréttablaðið/ErnirEkki öll kurl komin til grafar Stjórn Persónuverndar fundaði um málið að eigin frumkvæði á miðvikudag og ákvað þá að óska eftir upplýsingum um innihald greinargerðarinnar sem lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum. Katrín telur fjölþætt persónuverndarbrot hafi átt sér stað gegn Evelyn og því hafi hún síðdegis í gær sent inn kvörtun til Persónuverndar fyrir hönd hennar. Öll kurl séu ekki komin til grafar. „Þó að Gísli hafi játað ákveðna háttsemi sem hann var ákærður fyrir er greinilega miklu meira sem þarf að rannsaka og taka á hvort séu eðlileg vinnubrögð í okkar stjórnsýslu. Ég væri til í að vita hvort það viðgengst almennt að lögreglustjórar séu að senda pólitískt ráðnum aðstoðarmönnum ráðherra upplýsingar um sakamál og jafnvel að búa til greinargerðir með viðkvæmum persónuupplýsingum handa þeim.“Engin svör á Suðurnesjum Fréttablaðið beindi þeirri spurningu til lögreglunnar á Suðurnesjum hvaða lagaheimild embættið hefði stuðst við þegar aðstoðarmanni ráðherra var send greinargerð um Tony Omos. „Því er til að svara að undirrituðum er ekki kunnugt um samskipti ráðuneyta og einstakra undirstofnana. Um það mál sem sérstaklega er spurt um hefur undirritaður ekki vitneskju,“ segir í svari Ólafs Helga Kjartanssonar, núverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, fyrir hönd embættisins. „Rétt er að vekja athygli á því að málið sem spurt er um er til meðferðar Umboðsmanns Alþingis, sem mun væntanlega fara yfir alla þætti málsins,“ bætir hann við.
Lekamálið Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Sjá meira