Berjalitir á vörum - Tvö dæmi um jólaförðun 12. desember 2014 14:30 Unnur fyrir og eftir förðun. Systurnar Unnur Eva, Jóhanna Jórunn og Margrét Halldóra Arnarsdætur halda úti blogginu XOXO þar sem þær skrifa um hugðarefni sín. Þær Unnur og Margrét eru báðar förðunarfræðingar að mennt og þær sýna hér og segja frá tveimur ólíkum jólaförðunum sem eru samkvæmt tískunni. Förðun Unnar, sem er á myndinni hér fyrir ofan, er látlaus en förðun Margrétar er örlítið ýktari. „Svokallaðir málmlitir (metallic), gylltir, silfur og kopar eru í tísku núna sem er skemmtilegt af því að þeir eru líka jólalegir,“ segir Margrét. „Á varir eru berjalitir í tísku auk þess sem rauður er alltaf jólalegur. Núna er hægt að leika sér aðeins með berjalitina af því að þeir eru inn í dag,“ útskýrir Unnur.Látlausari förðun UnnarÁ augun er notaður silfur- og kampavínslitaður augnskuggi ásamt fjólubláum til að skyggja.Engin gerviaugnhár eru í þessari förðun en maskari og augnblýantur látnir duga.Sólarpúður og mildur bleikur kinnalitur er sett fallega á en varaliturinn er nokkuð áberandi, dökkfjólublár með smá rauðbleikum tóni.Margrét fyrir og eftir förðun.Ýktari förðun MargrétarÁ augum er bronsgylltur og ryðlitur augnskuggi. Ryðliti augnskugginn er settur á augnlokið og dreginn út augnlokið með gyllta litnum.Svo er mattur, brúnn litur notaður til að skyggja. Augnblýanturinn er ekki mikill því augnskugginn er áberandi.Svo eru notuð gerviaugnhár og maskari, kinnalitur og sólarpúður. Varaliturinn er rauður. Unnur segir að það séu í raun engar reglur í förðun, það skipti meira máli hvað fari hverri og einni. „Konur eru almennt meira að fara eitthvað út fyrir jólin og mála sig þar af leiðandi meira þá. Það fer svolítið eftir því hvert er verið að fara hvernig passar að mála sig. Þegar leiðin liggur í fjölskylduboð mála konur sig yfirleitt settlegar heldur en þegar þær fara á djammið. En svo á fólk bara að gera það sem því finnst flott og er sátt við.“ Þær systur mæla með því að ef konum finnst þær alltaf mála sig eins að prófa að mála sig heima á virku kvöldi þegar ekkert er í gangi. „Það er um að gera að fara út fyrir rammann og gera eitthvað nýtt og sjá hvernig það kemur út.“Systurnar eru saman með síðuna XOXO þar sem þær skrifa um förðun og tísku. Jólafréttir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Sjá meira
Systurnar Unnur Eva, Jóhanna Jórunn og Margrét Halldóra Arnarsdætur halda úti blogginu XOXO þar sem þær skrifa um hugðarefni sín. Þær Unnur og Margrét eru báðar förðunarfræðingar að mennt og þær sýna hér og segja frá tveimur ólíkum jólaförðunum sem eru samkvæmt tískunni. Förðun Unnar, sem er á myndinni hér fyrir ofan, er látlaus en förðun Margrétar er örlítið ýktari. „Svokallaðir málmlitir (metallic), gylltir, silfur og kopar eru í tísku núna sem er skemmtilegt af því að þeir eru líka jólalegir,“ segir Margrét. „Á varir eru berjalitir í tísku auk þess sem rauður er alltaf jólalegur. Núna er hægt að leika sér aðeins með berjalitina af því að þeir eru inn í dag,“ útskýrir Unnur.Látlausari förðun UnnarÁ augun er notaður silfur- og kampavínslitaður augnskuggi ásamt fjólubláum til að skyggja.Engin gerviaugnhár eru í þessari förðun en maskari og augnblýantur látnir duga.Sólarpúður og mildur bleikur kinnalitur er sett fallega á en varaliturinn er nokkuð áberandi, dökkfjólublár með smá rauðbleikum tóni.Margrét fyrir og eftir förðun.Ýktari förðun MargrétarÁ augum er bronsgylltur og ryðlitur augnskuggi. Ryðliti augnskugginn er settur á augnlokið og dreginn út augnlokið með gyllta litnum.Svo er mattur, brúnn litur notaður til að skyggja. Augnblýanturinn er ekki mikill því augnskugginn er áberandi.Svo eru notuð gerviaugnhár og maskari, kinnalitur og sólarpúður. Varaliturinn er rauður. Unnur segir að það séu í raun engar reglur í förðun, það skipti meira máli hvað fari hverri og einni. „Konur eru almennt meira að fara eitthvað út fyrir jólin og mála sig þar af leiðandi meira þá. Það fer svolítið eftir því hvert er verið að fara hvernig passar að mála sig. Þegar leiðin liggur í fjölskylduboð mála konur sig yfirleitt settlegar heldur en þegar þær fara á djammið. En svo á fólk bara að gera það sem því finnst flott og er sátt við.“ Þær systur mæla með því að ef konum finnst þær alltaf mála sig eins að prófa að mála sig heima á virku kvöldi þegar ekkert er í gangi. „Það er um að gera að fara út fyrir rammann og gera eitthvað nýtt og sjá hvernig það kemur út.“Systurnar eru saman með síðuna XOXO þar sem þær skrifa um förðun og tísku.
Jólafréttir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Sjá meira