Ásdís Rán um kjólana Elín Albertsdóttir skrifar 27. nóvember 2014 16:30 Þessi kjóll er frá Illuminee sem er búlgarskt hönnunarmerki sem er í uppáhaldi hjá Ásdísi Rán. Myndin er tekin á hátíð sem kallast Red Carpet Awards en þar fékk hún viðurkenningu sem besta forsíðufyrirsætan. "Kjóllinn er hálfgegnsær en samt elegant.“ Amerísku tónlistarverðlaunin voru afhent á sunnudag í Los Angeles. Gestir á rauða dreglinum vekja venjulega mikla athygli en þó sérstaklega að þessu sinni. Konurnar þóttu sumar klæða sig heldurdjarft. Ásdís Rán Gunnarsdóttir er ekki óvön því að ganga eftir rauða dreglinum, sérstaklega í Búlgaríu þar sem hún bjó lengi og löndunum þar í kring. Hún var spurð hvers vegna konur komi svo fáklæddar á gala-hátíð? „Svona verðlaunahátíð snýst fyrst og fremst um að ná athygli fjölmiðla og heimsins. Það er gert með ýmsu móti, til dæmis með því að klæðast ögrandi fatnaði. Söngkona Rihanna kemst upp með að mæta í gegnsæjum Swarovski-kjól en það er ekki víst að aðrar konur geti gert það,“ segir Ásdís. „Til að fanga athyglina þarf kjóllinn að fara manneskjunni sérstaklega vel, hárið þarf að vera vel greitt og farðinn fullkominn. Svo má ekki gleyma útgeisluninni þegar myndin er tekin,“ segir hún og bætir við að fyrir suma sé öll athygli góð í stjörnuheiminum. „Slæm umfjöllun um kjól er stundum betri en engin.“Klæðir sig upp Ásdís segist ekki fylgjast mikið með rauðadregilsmyndum. Stundum sé þó varla hægt að komast hjá því. „Ég hef áhuga á tísku og spái mikið í hana. Ég er svo heppin að hafa verið boðið á fjölmargar glæsilegar hátíðir í Búlgaríu. Ég hef því getað klætt mig upp í rosalega flotta kjóla. Það er meiriháttar skemmtilegt að vera uppstríluð á rauða dreglinum. Það þarf þó að vanda valið á kjólnum, hann getur mátast vel en kemur síðan ömurlega út á mynd. Sniðið þarf að henta líkamsvextinum og liturinn húðinni. Heidi Klum var til dæmis í frekar ljótum kjól að mínu áliti en smekkur manna er misjafn,“ útskýrir Ásdís Rán.Yfir strikið Þegar hún er spurð um þessa klæðalitlu tísku, svarar hún: „Þessi tíska er til þess að ná athygli. Fólk þarf að gera sér grein fyrir að þetta er annar heimur en við þekkjum. Það er heitt í Los Angeles og fólk léttklæddara en hér tíðkast. Konurnar njóta þess að sýna líkamann á meðan íslenskar konur eru dúðaðar í pels og í stígvélum. Mér finnst fallegt að vera léttklæddur ef það er gert með elegans. Það er líka hægt að fara yfir strikið eins og Bleona Qereti gerði í netkjólnum. Það er hluti af kvenlegri fegurð að sýna fótleggina en kjóllinn þarf að vera flottur. Mér fannst Jennifer Lopez mjög flott. Selena Gomes var glæsileg með bert bakið en í ermasíðum, svörtum Armani-kjól. Kate Beckinsale var líka glæsileg í hvítum, síðum kjól,“ segir Ásdís Rán. „Það eru alltof fá tækifæri fyrir íslenskar konur að fara í sitt fínasta dress, helst nýársfagnaðir. Mér finnst að allar konur ættu að prófa að dressa sig svona flott upp annað slagið. Að finna gyðjuna og glæsileikann í sjálfri sér,“ segir Ásdís Rán sem er á leið á gala-hátíð í Búlgaríu þar sem valin verður bisnesskona ársins. „Ég á eftir að finna kjólinn,“ segir Ásdís sem hefur verið að föndra fyrir jólin með börnum sínum síðustu daga. Ásdís um kjólana:Jennifer Lopez „Mér finnst hún flott.“Selena Gomes „Mjög glæsilegur Armani-kjóll.“Bleona Qereti „Hún fór yfir strikið.“Heidi Klum Ásdís Rán er ekki hrifin af þessum kjól.Zendya „Aðeins of mikið gull.“Kate Beckinsale„Glæsilegur kjóll.“Jennifer Lopez. „Mér finnst hún flott.“Selena Gomes „Mjög glæsilegur Armani-kjóll.“Bleona Qereti. „Hún fór yfir strikið.“Heidi Klum. Ásdís Rán er ekki hrifin af þessum kjól.Zendya. „Aðeins of mikið gull.“Kate Beckinsale. „Glæsilegur kjóll.“ Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Amerísku tónlistarverðlaunin voru afhent á sunnudag í Los Angeles. Gestir á rauða dreglinum vekja venjulega mikla athygli en þó sérstaklega að þessu sinni. Konurnar þóttu sumar klæða sig heldurdjarft. Ásdís Rán Gunnarsdóttir er ekki óvön því að ganga eftir rauða dreglinum, sérstaklega í Búlgaríu þar sem hún bjó lengi og löndunum þar í kring. Hún var spurð hvers vegna konur komi svo fáklæddar á gala-hátíð? „Svona verðlaunahátíð snýst fyrst og fremst um að ná athygli fjölmiðla og heimsins. Það er gert með ýmsu móti, til dæmis með því að klæðast ögrandi fatnaði. Söngkona Rihanna kemst upp með að mæta í gegnsæjum Swarovski-kjól en það er ekki víst að aðrar konur geti gert það,“ segir Ásdís. „Til að fanga athyglina þarf kjóllinn að fara manneskjunni sérstaklega vel, hárið þarf að vera vel greitt og farðinn fullkominn. Svo má ekki gleyma útgeisluninni þegar myndin er tekin,“ segir hún og bætir við að fyrir suma sé öll athygli góð í stjörnuheiminum. „Slæm umfjöllun um kjól er stundum betri en engin.“Klæðir sig upp Ásdís segist ekki fylgjast mikið með rauðadregilsmyndum. Stundum sé þó varla hægt að komast hjá því. „Ég hef áhuga á tísku og spái mikið í hana. Ég er svo heppin að hafa verið boðið á fjölmargar glæsilegar hátíðir í Búlgaríu. Ég hef því getað klætt mig upp í rosalega flotta kjóla. Það er meiriháttar skemmtilegt að vera uppstríluð á rauða dreglinum. Það þarf þó að vanda valið á kjólnum, hann getur mátast vel en kemur síðan ömurlega út á mynd. Sniðið þarf að henta líkamsvextinum og liturinn húðinni. Heidi Klum var til dæmis í frekar ljótum kjól að mínu áliti en smekkur manna er misjafn,“ útskýrir Ásdís Rán.Yfir strikið Þegar hún er spurð um þessa klæðalitlu tísku, svarar hún: „Þessi tíska er til þess að ná athygli. Fólk þarf að gera sér grein fyrir að þetta er annar heimur en við þekkjum. Það er heitt í Los Angeles og fólk léttklæddara en hér tíðkast. Konurnar njóta þess að sýna líkamann á meðan íslenskar konur eru dúðaðar í pels og í stígvélum. Mér finnst fallegt að vera léttklæddur ef það er gert með elegans. Það er líka hægt að fara yfir strikið eins og Bleona Qereti gerði í netkjólnum. Það er hluti af kvenlegri fegurð að sýna fótleggina en kjóllinn þarf að vera flottur. Mér fannst Jennifer Lopez mjög flott. Selena Gomes var glæsileg með bert bakið en í ermasíðum, svörtum Armani-kjól. Kate Beckinsale var líka glæsileg í hvítum, síðum kjól,“ segir Ásdís Rán. „Það eru alltof fá tækifæri fyrir íslenskar konur að fara í sitt fínasta dress, helst nýársfagnaðir. Mér finnst að allar konur ættu að prófa að dressa sig svona flott upp annað slagið. Að finna gyðjuna og glæsileikann í sjálfri sér,“ segir Ásdís Rán sem er á leið á gala-hátíð í Búlgaríu þar sem valin verður bisnesskona ársins. „Ég á eftir að finna kjólinn,“ segir Ásdís sem hefur verið að föndra fyrir jólin með börnum sínum síðustu daga. Ásdís um kjólana:Jennifer Lopez „Mér finnst hún flott.“Selena Gomes „Mjög glæsilegur Armani-kjóll.“Bleona Qereti „Hún fór yfir strikið.“Heidi Klum Ásdís Rán er ekki hrifin af þessum kjól.Zendya „Aðeins of mikið gull.“Kate Beckinsale„Glæsilegur kjóll.“Jennifer Lopez. „Mér finnst hún flott.“Selena Gomes „Mjög glæsilegur Armani-kjóll.“Bleona Qereti. „Hún fór yfir strikið.“Heidi Klum. Ásdís Rán er ekki hrifin af þessum kjól.Zendya. „Aðeins of mikið gull.“Kate Beckinsale. „Glæsilegur kjóll.“
Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira